Tíminn - 29.07.1979, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 29. júll 1979.
r
Erlent yfirlit
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15 sími
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Veró i lausasölu kr. 180.00. Askriftargjald kr.
3.500 á mánuói. Blaóaprent.
V------------------------------------------^
Treystum
við okkur
til þess?
Á undanförnum árum hafa aftur og aftur orðið
um það miklar umræður, hvort réttmætt sé að
stefna að þvi að hérlendis verði stofnuð stóriðju-
fyrirtæki svo að um munar. Þegar rætt hefur verið
um stóriðju i þessu sambandi hefur jafnan verið
átt við orkufrekan iðnað, og jafnvel fyrirtæki sem
rekin yrðu að einhverju leyti i samvinnu við út-
lendinga og með einhverri hlutdeild erlends fjár-
magns.
Það er athyglisvert i þessum umræðum að ekki
hefur verið minnt á þá augljósu staðreynd að stór-
iðja i fiskverkun er einn af helstu hyrningarstein-
um islensks atvinnulifs og hefur verið það um
langt árabil. Sjálf fiskvinnsla íslendinga er órækur
vottur þess, að stóriðja þarf i sjálfu sér alls ekki að
vera af „hinu illa” eins og svo oft er látið i veðri
vaka. Hætturnar af stóriðju eru i raun og veru hin-
ar sömu og stafað geta af hvers konar fram-
kvæmdum og athöfnum mannanna. A sama hátt
hljóta efasemdir manna um beina aðild útlendinga
af atvinnurekstri hér að vera hinar sömu, hvort
sem um er að ræða smáiðn eða stóriðju, samgöng-
ur, verslun eða hvern annan atvinnuveg sem vera
skal.
En eins og ekki er talað um stórreksturinn i fisk-
vinnslunni þegar talað er um stóriðju, þá er ekki
heldur talað um hættuna af óbeinni aðild útlend-
inga að atvinnulifinu þegar andæft er beinni aðild
þeirra. Út af fyrir sig má segja, að útlendingar eigi
alltaf meiri og minni aðild að islensku atvinnulifi
fyrir þá sök eina að við skiptum við þá!! Og enginn
viU, væntanlega, vera á móti þvi, eða hvað?
Með óbeinni aðild er hér átt við það að við tökum
æ hærri upphæðir að láni hjá erlendum stofnunum.
Halda menn að útlendingar verði fremur áhrifa-
miklir hér á landi með þvi að eiga minnihluta fjár-
magns i einstökum fyrirtækjum hér — heldur en
með þvi að vera yfirgnæfandi lánardrottnar Is-
lendinga?
Með þvi að eiga hlutafé hér á landi verða erlendir
aðilar að sæta islenskum lögum og islenskum
dómstólum, og hafa jafnframt sjálfir lagt fé sitt i
áhættu hér. Með þvi að við leitum sifellt til er-
lendra aðila um lánsfjármagn erum við hins vegar
að beygja okkur undir erlenda skilmála. Hvenær
þeir skilmálar verða að erlendu valdi, fer eftir þvi
hversu reiðir af um okkar hag og greiðslugetu.
Af þessu tvennu illu hlýtur minnihlutaeign út-
lendinga i eigin áhættu að vera betri en skuldirnar.
Nú er svo komið að ekki er lengur um það spurt
hvort réttmætt sé að efna til aukins orkufreks iðn-
aðar, heldur um hitt hvort við treystum okkur til
að taka á okkur þá langvarandi kjaraskerðingu og
jafnframt breytingu lifnaðarhátta sem af þvi leiðir
að ekki verði efnt til slikrar iðnþróunar af fullu
kappi.
Þetta verða íslendingar að gera upp við sig. JS
Haraldur Ólafsson:
Vikan sem leið
Hin nýja stefna Carters
Upplausn á Indlandi
Þegar litiö er til atburða
lióinna viku ber hæst hinar
miklu breytingar, sem Jimmy
Carter hefur gert á stjórn sinni
og þau umskipti, sem eru að
verða á aðferðum hans við að
stjórna. Fyrir nær hálfum mán-
uði flutti Carter ræðu um orku-
mál og vakti hún athygli, bæði
innan Bandarikjanna og utan
þeirra. Hann flutti ræðu sina
eftir að hafa tekið á móti fjölda
fólks úr öllum þjóðfélagsstétt-
um i Camp David, og reynt
þannig að kanna hug banda-
risku þjóöarinnar til helztu
mála, sem á dagskrá eru. Ræð-
unni var vel tekið, og vinsældir
hans jukust verulega. Sam-
kvæmt siðustu skoöanakönnun
fyrir ræðuna voru aðeins 25 af
hundraði sem töldu hann gegna
starfi sinu vel, daginn eftir ræð-
una hækkaði þessi hundraðstala
i37. En næsta dag krafðist hann
uppsagnar allra ráöherrasinna,
12 að tölu, og 22 annarra hátt-
settra embættismanna. Ekki er
enn búið að skipa i öll embætti,
sem losnuðu, en fimm ráðherr-
ar fengu reisupassann, þeirra á
meðal einn vinsælasti og virt-
asti ráðherrann, Califano,
mennta- og heilbrigðismálaráð-
herra (sem er mikill vinur
Edwards Kennedy).
1 stað þeirra, sem fóru hefur
Carter skipað menn sem hann
treystir, og ósjaldan gamla
samstarfs- og stuðningsmenn
frá Georgia. Er ekki með öllu
ósanngjarnt að tala um
Georgia-mafluna i þessu sam-
bandi. 1 embætti starfsmanna-
stjóra Hvlta hússins skipaði
Carter nánasta samstarfsmann
sinn, Hamilton Jordan. Hann
skipulagði kosningaherferð
Carters fyrir siðustu forseta-
kosningar. Carter kvaðst á sín-
um timaekkihafahafti hugaað
skipa neinn sérstakan mann i
þetta starf, enda hafði það
óheppilegan blæ i hugum
margra eftir að sá frægi Halde-
man gegndi þvi á timum Nixons
og Watergate.
Ekki er enn vitað hvaða áhrif
hinn nýi stfll Carters kemur til
með að hafa á fylgi hans meðal
þjóðarinnar, en i Washington
eru flestir ákaflega hneykslaðir,
ef trúa má blaðafréttum. Það
kemur ekki á óvart þegar haft
er i huga, að enn geisar barátta
milli þingsins og forsetans,
barátta, sem staðið hefur siðan
Watergate-málið komst i
algleyming.
Hin nýja stefna Carters er sú,
að sýna vald sitt, koma fram
sem hinn ákveðni, harði stjórn-
málamaöur, sem ætlar sér að
hljóta útnefningu flokks si'ns til
forsetaframboös næstaár. Mál-
in sem hann ætlar að byggja
baráttu sina á eru orkumálin og
batnandi sambúð risaveldanna.
Ræða hans um orkumálin hefur
hlotið góðar viðtökur meðal alls
almennings, en f alþjóðamálum
er við margvisleg vandamál að
glíma. Verði SALT-II samning-
urinn felldur á Bandarikjaþingi
er staða Carters orðin svo erfið
að óliklegt er að hann verði út-
nefndur. Hljóti samningurinn
staðfestingu þýöir það að
Demókratar á þingi eru enn i
miklum vafa um hvort heppi-
legt sé að varpa Carter út i yztu
myrkur.
STJÓRNARKREPPUR
OG GÓÐÆRI
Á INDLANDI
Ekkert gekk i liðinni viku að
leysa stjórnarkreppuna á Ind-
landi. Hefur hún nú staðið i nær
hálfan mánuð. Reddy Indlands-
forseti hefur reynt að fá hvern
stjórnmálamanninn á fætur
öðrum að mynda starfhæfa
rikisstjórn en ekkert gengur.
Fyrir rúmlega tveimur árum
vann Janata-bandalagiö stór-
sigur i þingkosningum á Ind-
landi og Morai Desai, rúmlega
áttræður flokksleiðtogi, tók við
embætti forsætisráöherra af
Indiru Gandhi. Indira hafði þótt
nota völd sin ógætilega, svo ekki
sé meira sagt, og ákærur um
valdníösluogspillingu á hendur
henni átti mestan þátt i að
flokkasamsteypa sú, er kallast
Janata, hlaut mikinn meirihluta
á þingi. Kongress-flokkur
Indiru, hinn gamli sjálfstæðis-
flokkur Indlands var auk þess
klofinn, og hafði ekki reynzt
þess megnugur að rækta arfinn
eftir Gandhi og Nehru.
Janata-bandalagið er einnig
margklofið, og innan þess er að
finna flokka bæði til hægri og
vinstri. Meðal þesssem olli falli
Morai Desai var afstaða hans til
Jan Sangh-flokksins. Er hann
langt til hægri á væng stjórn-
málanna, og eru rétttrúaðir
Hindúar mestu ráðandi innan
flokksins. Hafa þeir að undan-
förnu hvað eftir annað ráðizt
gegn múhammeðstrúarmönn-
um og hafa 150 manns fallið i
átökum trúarhópa. Er sagt að
hálfgerð hernaðarsamfök, sem
talið er að í séu um ein milljón
ungmenna, hafi átt mestan þátt
i þessum mannvígum, en Jan
Sangh hefur nána samvinnu við
þau samtök.
Eftir að núverandi leiðtogi
Kongress-flokksins, Chavan,
mistókst að mynda stjórn, kom
röðin aftur að Desai, en hann
reyndist ekki hafa nægilegt
fylgi. Tveir aðrir helztu foringj-
ar innan Janatabandalagsins
eru Charan Singh og Jagjivan
Ram. Hinn siðarnefndi er full-
trúi hinna stéttlausu, sem til
skamms tima höfðu litil sem
engin póhtisk réttindi. Enda
þótt stéttakerfið á Indlandi sé
afnumið með lögum eimir samt
eftir af því.
Charan Singh er fulltrúi smá-
bændanna á Indlandi (A Ind-
landi búa 80 af hundraði ibú-
anna I sveitaþorpum) og reynir
hann nú að mynda stjórn. Takist
þaðekki er liklegt að Reddy for-
seti noti vald sitt til að rjúfa
þing og efna til nýrra kosninga.
Undanfarin tvö ár hafa verið
Indverjum óvenjulega hagstæð.
Kornuppskera hefur aldrei ver-
ið meiri og eiga Indverjar nú
matarbirgðir i fyrsta sinn I
mörg ár. Þar við bætist að þeir
eiga álitlegan gjaldeyrisvara-
sjóð, svo þess vegna ætti að vera
auðvelt að stjórna landinu. En
vandamál lýðræðisins eru
mörg, og meðal annars það, að
margir eru kallaðir en fáir út-
valdir.
Charan Singh sést hér undirrita afsögn slna úr rikisstjórn Desai um miðjan mánuöinn. Singh er
lengst til vinstri.