Tíminn - 29.07.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. júli 1979.
23
Sembal-
leikur í
Skálholts
kirkju
Sumartónleikar eru nú um
hverja helgi i Skálholtskirkju.
Hefjast þeir ávallt kl. 15:00
laugardaga og sunnudaga. Tón-
leikar þessir eru fremur stuttir og
án hlés og ætlaðir feröamönnum
er koma að Skálholti og dvelja
vilja um stund á staðnum. Að-
gangur áö tónleikunum er
ókeypis. Messað er i Skálholts-
kirkju kl. 17:00 hvern sunnudag.
Um næstu helgi mun Helga
Ingólfsdóttir leika einleiksverk
fyrir sembal á sumartónleikun-
um. A efnisskrá hennar eru verk
eftir tvö tónskáld barokktima-
bilsins: „Andlát og útför Jakobs”
eftir J. Kuhnau, en það eru tón-
myndir eftir fáeinum sögum úr
Heilagri ritningu og Ouverture,
partita I frönskum stil eftir J.S.
Bach.
'lti
>•■■■■ ■
Nú um helgina fer hver að veröa
siðastur aö sjá hina stórskemmti-
legu og bráðfallegu sýningu á
vatnslitamyndum Peter Schmidt.
Eins og fram hefur komið i frétt-
um, dvaldi Schmidt hér á landi i
fyrra sumar og málaöi isienskt
landslag. Sýningin hefur verið
mjög vel sótt en tiltölulega fá
verk hafa verið seld. Sýningunni
lýkur á sunnudagskvöld kl. 22, i
Galleri Suðurgötu 7, sem er opiö
virka daga kl. 16-22 og um helgar
kl. 14-22.
Á afgreiðslustöðum engar flugur í því herbergi
okkar seljum við næstu 3 mánuðina.
, SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er lyktarlaust,
J Spjaldið er sett upp og og fæst í tveim stærðum.
Olíufélagið Skeljungur hf C)
Hafið þér ónæði
af flugum?
Við kunnum ráð
við því
Shelltox
FLUGNA-
FÆLAN
Múrarameistari
tekur að sér að þétta hús með álkvoðu,
með 10 ára ábyrgð, einnig flisalagnir og
múrviðgerðir. Skrifa einnig upp á hús og
kem út á land ef óskað er.
Vörunaust sf.
Reynimel 46. Pósthólf 409 101 Reykjavik.
1
Árbæjar
sundlaug
opnuð til
reynslu í
ágúst?
Kás — tþróttaráð hefur gert það
að tillögu sinni, að kennslusund-
laugin við Arbæjarskóla verði
opnuð almenningi til reynslu i
ágústmánuöi, og hefur falið
iþróttafulltrúa að framkvæma þá
ákvörðun, ef borgarráð sam-
þykkir hana.
Borgarráð hefur fjallað um til-
löguna á einum funda sinna, en
ekki tekið neina afstöðu til hennar
enn þá.
Hugmynd iþróttaráðs er að
kennslusundlaugin i Arbæ verði
opin á sama tfma og Sundhöllin i
Reykjavik og Vesturbæjarlaugin.
Óhjákvæmilega kemur þessi til-
raun, ef af veröur, til með að hafa
ýmsan kostnaö í för meö sér.
Starfræksla hennar i ágústmán-
uði einum, er áætlað aö kosti ein-
ar fjórar milljónir króna, þrátt
fyrir að tekið hefur veriö tillit til
einhvers aðgangseyris.
f A uglýsið
\ Tímanum
Eflum
norðlenskan
iðnað
Ofnasmiðja Norðurlands
Kaldbaksgötu 5, sími 21860, pósthólf 155 Akureyri
Traust vörn
gegn tæringu
ONA ofninn er þykkasti stálofninn á markaðnum,
smíðaður úr 1.6-2 mm. þykku stáli. Þannig er
hámarks varmanýting tryggð og um leið margföld
ending miðað við aðra ofna. Reynslan hefur sýnt
að ONA ofninn er traust vörn gegn tæringu.
★ ONA ofn er RUNTAL ofn
★ ONAofninn stýrir vatninu i gegnum allan ofninn og
skilar þannig fullkominni hita- og vatnsnýtingu.
ic ONAofner meðsérstökum lokum iendarörum fyr-
ir hitaveitukerfi.
ir ONA ofn má staðsetja hvar sem er. Hann getur
lægst veriö 7 cm. en lengst 6 metrar.
★ ONA ofn gjörnýtir varma heita vatnsins.
ir ONA ofn er norðlensk gæðávara, smiðaöur úr
þykku stáli frá Nordisk Simplex A/S, Danmörku.