Tíminn - 29.07.1979, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.07.1979, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 29. júli 1979. ARIÐ 1872 birti Jón Sigurðsson forseti gagnmerka ritgerð i Nýj- um félagsritum. Sumum kann að viröast aö annaö liggi nú nær en að sökkva sér niður f hundraö ára gamlar greinar um dægurmál lið- ins tima. Þessi gamla grein speglar svo margt af hinu varan- lega að hún er enn i fullu gildi til skilningsauka á mönnum og mannlifi. Auk þess sem þar er lýst ýms- um mannlegum einkennum, sem litt viröast timabundin, finnst mér að þessi ritgerð sýni ágæt- lega hvers vegna góðir menn njóta þess að standa i stjórnmála- baráttu og þar er skýring á þvi hvers vegna Jón Sigurðsson entist til forustu á þeim vettvangi nærri 40 ár. Þegar þessi grein er skrifuö er Jón orðinn sextugur og það er 29. árgangur Nýrra félagsrita sem hún birtist i. Fyrst er talað um litinn skilnlng danskra stjórnarvalda á islensk- um högum og sagt: „Það sýnir hversu mjög oss riöur á aö fá fullt stjórnfrelsi i öllum islenzkum málum, landsstjórn I landinu sjálfu meö fullri lagalegri ábyrgö fyrir al- þingi, og alþing með fullu lög- gjafarvaldi og fjárforræði. Hitt er annað atriðið, aö þó digur- léga sé látið, þá verða þau málalokin á endanum, eins hér eins og annars staðar, aö ,,sá hefur sitt mál sem þrástur er”. Engin stjórn getur til lengdar neitað oss um þjóöréttindi vor og landsréttindi, þegar vér statt og stööugt heimtum þau allir I einu hljóði, þvi öll stjórn veröur þó grundvölluð aö álykt- un á þjóðarviljanum og al- menningsálitinu, en það verður þá reyndar aö vera sá vilji og það álit, sem ekki sé aöeins i „hugrenningum og girndum”, heldur i „orði og verki”, byggt á sannleikanum”. Hér kemur fram i fáum orðum það lifsstarf Jóns forseta sem öll- um skólabörnum er kennt að þekkja. Segja má, að honum tæk- ist vel að sameina Islendinga um kröfur sinar. En Jón baröist fyrir sjálfstjórn til þess aö þjóðin fengi að ráöa málum sinum. Hann ent- ist ekki svo lengi að reynsla feng- ist af þvi hvernig samkomulagið yröi eftir að sjálfstjórn væri feng- in, enda náðist það sem Jón barð- ist fyrir og nefnir hér ekki fyrr en með heimastjórninni 1904. Næst vikur Jón að þvi, sem hann var óþreytandi að brýna fyrir þjóö sinni og margt mætti gera, þrátt fyrir takmarkað stjórnfrelsi: „Vér höfum oft itrekað það áður, að þó það hafi sýnt sig og muni liklega sýna sig um hrið, aö vér eigum við ramman reip aö draga I stjórnarbótarmál- inu, þá þarf það ekki og ætti ekki að draga afl eða áhuga úr oss, þvi hér liggur margt annað starf fyrir hendi, sem vér get- um lagt alla alúð við jafnframt og vér fylgjum fram stjórnar- málinu af alefli. Þess konar starf getur oröiö oss margra nota og til mikilla framfara, og þannig búið oss greiða götu til sjálfsforræðis, sem enginn danskur ráðgjafi getur varnað oss, eöa bægt oss frá þegar tim- ar líða og þjóð vorri vex nokkur fiskur um hrygg,hversu fast sem hann vildi reyna að sporna á móti. Eitt það aöal- starf, sem til þessa heyrir, og sem reyndar opnar oss veginn aö öllu öðru, það er samtök til að nota verzlun landsins sem bezt I vorar þarfir og kappkosta að leiöa ágóðann af henni inn I landiö i stað þess að láta hann renna út úr þvi til annarra. 1 þessu máli eigum vér allt undir oss sjálfir, þvi þar getur enginn kaupmaður, enginn sýslumað- ur, enginn stiptamtmaöur, eng- inn konungsráögjafi, ekki einu sinni konungur sjálfur sagt við hinn aumasta kotung: „Mér stendur alveg á sama hver þin ósk eða vilji er, þú skalt nú verzla við þennan kaupmann og engan annan”. Verzlun landsins er alveg á valdi landsmanna sjálfra, þeir þurfa ekkert annaö en að koma sér saman um hvernig þeir vilja haga henni sem bezt i sin- ar eigin þarfir. Verði hún þeim þá ekki hagfelld er þaö þeirra eigin handvömm um að kenna, Jón Sigurðsson forseti kaup og sölur i öllum aðalatrið- um, þá var öll alþýða jafnt far- in eftir sem áöur, og færi svo ó- heppilega, að lausakaupmaöur ynni ekki á verzluninni það eða það árið, þá var hann horfinn þegar minnst varði. Með þessu mótigat kaupmaður haldið öllu i' hinu gamla einokunarhorfi, þvi það var eins og landsmenn væru þeim samdómaum að svo ætti það aö vera, og þó þeir kvörtuðu sárlega i sinn hóp þá varð aldrei úrræðið annað en orðin tóm eða álas við kaup- menn, en aldrei nein sú fyrir- tekt er gæti bætt úr göllunum eða komið verzluninni i nýtt horf og kveikt nýtt lif i athöfn- um manna. Þetta var eins og einokun verzlunarinnar væri orðin ólæknandi þjóðarsýki, sem ætlaöi aö fylgja oss lengur en nokkur ættarfylgja, og draga úr oss ekki einungis allt framkvæmdarafl, heldur og lika allt hugsunarafl, svo að sjáandi sáu menn ekki og heyr- andi heyröu þeir ekki”. Það sem Jón Sigurösson hefur I huga þegar hann skrifar þetta er aö almenningur á þess kost að gera verslunina félagslega. Orðið kaupfélag var ekki til þegar þetta var, en menn voru farnir að reyna fyrir sér með verslunarfélög sem voru öllum opin. Kaupfélags- formið var ekki mótaö eins og sið- ar varð, en hugsjón samvinnu- stefnunnar vakti fyrir forsetan- um, þegar hann skrifaöi þessa grein. Orð hans um aö menn kvarti og kveini en leiti ekki gagnlegra úr- ræða mega enn vera efni hugleið- inga á liöandi stund. grætilegri en að sjá þann auö- mýktar- og ófrelsissvip sem menn setja upp þegar menn eru að biðja um „i staupinu” við búðarborðin og slima þar heil- um timum saman iðjulausir til að snikja sér út hálfpela eða brauðköku. Það væri hin nyt- samasta siðabót ef verzlunar- félögin eða einhver kaupmaður vildi ganga á undan i að koma þeim ósið af, svo að menn sæju aldrei skenkingar við búðar- borð. Vér imyndum oss að þar myndu fleiri eftir breyta ef einn tæki sig fram um það, og þar meö yrði mikilli þjóðarhneisu af oss létt. Til eru enn þeir stað- ir á íslandi, og það ef til vill við- ar en á útkjálkunum, að þegar tekinn er farmur upp úr kaup- skipum þá eru goldin daglaun að nokkru leyti með brauðköku og miklum fjölda af brenni- vinsstaupum. Þetta eru kallað- ar „góðgjörðir”, og þar sem þær eru vel úti látnar eru inn- búarnir næstum eins og inn- stæðukúgildi kaupmannsins eöa verzlunarinnar. Þeir hafa Halldór Kristjánsson. Halldór Kristjánsson: Mannlíf shugsj ón Jóns forseta og þær eiga þeir aö geta leið- rétt. Þannig hefur verzlun vor verið siöan 1855, og það er útlit fyrir að mönnum sé nú farið aö skiljast þaö, svo að nú sé heldur von til að menn vilji heyra og geti skilið nokkur orö um verzl- unarsamtök”. Hugsjón samvinnu- stefnunnar vakti fyrir honum Jón Sigurösson man það vel þegar hann skrifar þetta að verslunarfrelsið 1855 fékkst ekki oröalaust. Hann átti sjálfur hlut að máli i þeirri baráttu sem á undan fór. Hann veit að með verslunarfrelsinu gáfust mikil tækifæri. En honum finnst að þau hafi ekki verið notuð sem skvldi: „Vér sögðum aö verzlunin hjá oss sé nú alveg á voru eigin valdi, þvi hver einn geti nú verzlað hvar hann vill og þurfi engan að spyrja um leyfi til þess. Þetta er nú öldungis rétt i sjálfu sér, en hér fer eins og Franklin sagöi, aö „letin tekur af oss tvöfaldan skatt, óþarfa- kaupin þrefaldan og heimskan fjórfaldan”, og þessa skatta geta hvorki lögin né yfirvöldin lækkað né tekiö af. Hvergi hefur þaö sýnt sig fremur en I verzlunarmálinu að vér Islendingar erum vanafast- ir menn, og annað lakara: að þó vér kvörtum undan ein- hverju, þá lendir allt við kvört- unina, en engin viðleitni eða samtök eru höfö til aö hrinda þvi af sér sem illt er, eða endurbæta það sem aflaga fer. Þó vér séum tortryggnir á ann- an bóginn erum vér mjög auð- trúa á hinn, oss hættir við að fara meira eftir hugmyndum, Hjálmar Jónsson kaupmaður á Flateyri var lærður skipasmiður. Hann var mikill athafnamaöur, þótti alþýðlegur og studdi marga til menntunar. trú og vana, heldur en eftir rannsóknum, byggöum á rök- um skynseminnar og reynsl- unnar. Vér höfum haft verzlun- arfrelsi i 15 ár, áöur en nokkr- um fór að detta I hug fyrir al- vöru að nota það til að ná til sin nokkru af ágóöa verzlunarinn- ar og heföu ekki ormar og maðkar risið upp öndveröir úr kornbingjum kaupmannanna, teygt upp höfuöin og litið um öxl til að frýja oss hugar, þá myndi hafa veriö allt að mestu kyrrt um full 20 ár að minnsta kosti. Þegar lengst komst voru menn i útvegum um „spekú- lant” (lausakaupmann), i þeirri von að þá yrði dálitið meiri keppni um vörurnar, en ef þeir kaupmennirnir höfðu lag á að tala sig saman um Asgeir Asgeirsson skipstjóri var umsvifamikill útgeröarmaður, fiskverkandi og kaupmaður á tsafirði. Asgeirsverslun var á sln- um tima eitt stærsta fyrirtæki landsins. Ásgeir var ötull stuðn- ingsmaður og samherji Jóns for- seta. Samtök og félagsskapur ómissandi Jóni Sigurðssyni sveið ósjálf- stæði landa sinna gagnvart efna- stétt þátimans: „Sumir af helztu bændum fá fast árgjald af kaupmanni til aö verzla við hann ævilangt, aðr ir mega eiga von á nokkr- um „kringlóttum” i' vasann- þegjandi til kaupbætis. Þar fara engar sögur af þvi, og það er hvorki veröhækkun né uppbót. Pelagjafirnar og staupagjafirnar eru fremur handa alþýðunni og engin niðurlæging getur veriö sár- misst alla tilfinningu fyrir sóma sinum i þessari grein. Meöan þessh’ annmarkar og þvi um likir eru á verzlun vorri þá er það i augum uppi að hvorki henni né landinu er framfara von. Þeir sem mest hafa verzlunaraflið sitja i Kaupmannahöfn og draga þangað fjármagn sitt og láta það eftir sig þar. Um framför tslands og atvinnuvegu skreyta þeir ekki, og I stuttu máli ekki annað en halda öllu i gamla horfinu”. Þegar viö skiljum hvað Jóni Sigurðssyni var i huga þegar þetta var skrifaö og hvað honum sveið væri ekki aö undra þótt i hugann kæmi það sem Stephan G. segir I Kristskvæði sinu: Og þjóðskörungur böl það ber á banadægri er þreyttur sér að fólk hans loksins sveik sig sjálft og sættum tók viö minna en hálft. Hvernig hefur verslunarfrelsið verið notað? Og hvernig er þaö notað? En látum forsetann hafa orðið enn um sinn: „Til þess að komast á rétta stefnu i verzlun og búskapar- lagi og allri atvinnu, þá eru samtök og félagsskapur ómiss- andi, og af þvi aö verzlunin er i þessu efni ef ekki aöalatriöi, þá þó svo mikils vert atriði, að hún getur haft hin mestu áhrif á allt hitt, sem að búskap og atvinnu lýtur, þá viljum vér kalla þessi samtök verzlunarfélög. Verzl- unarfélag ér þjóölegt nafn á þessum tima og er það meö öll- um rétti, þvi hvert mannsbarn svo að segja á meiri eða minni hlutdeild I verzluninni”. Búa til vöndinn á sjálfa sig Eftir þetta minnist Jón Sigurðs- son á þau samtök sem menn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.