Tíminn - 29.07.1979, Side 16

Tíminn - 29.07.1979, Side 16
16 Sunnudagur 29. júli 1979. 1 þessum þætti eru sýndar þrjár gamlar Reykjavlkur- myndir, sem frú Þóra M. Stefánsdóttir, kennari Undra- landi Reykjavík hefur lánaö og gefiö upplýsingar: í léttikerru aka hjónin I Lundi,Reykjavik og er myndin tekin hjá Alþingis- húsinu áriö 1905. Þau voru Stefán B. Jónsson (kaupmaöur, trésmiöur, ritstjóri og bóndi), og kona hans G. Jóhanna Sig- fúsdóttir. Hjónin komu frá Kanada 1899, og hóf Stefán þá innflutning margs konar heimilis- og búnaöarvéla hér, fyrstur manna frá Amerlku, svo sem prjónavélar, skilvindur, strokka, stignar saumavélar, plóga, herfi o.fl. Siöar, þ.e. 1918 fyrstu dráttarvélina. Ariö 1906 fluttu þau aö Reykjum i Mos- fellssveit og lagöi Stefán þar fyrstu hitaveitu á tslandi, hitaöi upp húsiö meö hveravatni 1908. Léttikerruna smiöaöi Stefán sjálfur, en myndina tók Magnús ölafsson ljósmyndari. önnur mynd sýnir húsiö „Lund” Laugavegi 104 (siöar 124), áriö 1906. Þaö var reist 1903, og teiknaöi Stefán húsiö sjálfurog sá um byggingu þess. Renndi alla pilára viö huröir, svalir og tröppur. Hann hóf þarna gerilsneyöingu mjólkur áriö 1904, fyrstur hér á landi. A myndinni stendur Stefán á tröppunum, en frú Jóhanna situr meö dóttur þeirra þarna á svölunum. Konurnar framan viö húsiö eru, taliö frá vinstri: Guörún Jónsdóttir, Margrét Halldórsdóttir og Guörún Kol- beinsdóttir, systurdóttir Stefáns og fósturdóttir þeirra hjóna. Húsiö til vinstri hét Sól- heimar. Bjó þar danskur maöur meö íjölskyldu sina. Þar er nú Málleysing jaskólinn. Myndina tók Magnús Ölafsson. Stefán var læröur húsasmiöur og byggöi mörg hús bæöi á Islandi og i Kanda. „Lundur” er nú „Lundur” vlö Laugaveg 104 Reykjavlk áriö 1906. Ingólfur Davíösson: Byggt og búið i gamla daga Stefán B. Jónsson meö uppfinningu sina i Rvik 1904-1905. horfinn, en á staö hans viö Hlemmtorg stendur Búnaöar- bankinn. A þriöju myndinni, tekinni i Reykjavik 1904, eöa 1905, stendur Stefán viö smiöisgrip sinn (uppfinningu sína). Sjá um framkvæmdir Stefáns I Lundi i bókGunnarsM.Magnúss: „ÞaÖ voraöi vel 1904”, bls. 113, 142 og 172. Einnig bls. 266 neöst um „Hlin” timarit Stefáns, þar sem hann kendi meöfer.véla er hann seldi, sömuleiöis um smjör- og skyrgerö o.fl. o.fl. Upplýsingar: 1 þættinum 20. mai var sýnd óþekkt skrifstofa. Vitneskja um hana mun ásamt myndinni veröa birt siöar. Flugvél, merkt Sverige, I sama þætti mun vera vél Ahrenbergs, en hann kom hér viö á erfiöu Atlantshafsflugi 1929. Hjónin Stefán B. Jónsson og Jóhanna Sigfúsdóttir viö Alþinglshúslö áriö 1905.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.