Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 8. desember 1979 andlitinu” í spegli tímans Hún „tapaði Þaö er alltaf hátíðleg stund, þegar verið er að útskrifa kandidata frá háskóla sínum. Við bandarískan háskóla, Ithaca College, fór at- höfnin fram úti, og þar kom glettinn vind- sveipur og gerði strik í reikninginn hjá ungri stúlku, sem hafði rétt nýverið fengið prófskír- teini sitt í hendur, og hélt fast um hið dýrmæta plagg, siðan er hún ætlaði að taka í útrétta hönd rektors, þá svipti vindurinn hinu hátíð- lega höfuðfati hennar fram yfir andlitið. Ljósmyndari var á staðnum til þess að taka mynd af hverjum og einum um leið og skír- teinið var afhent, og þarna fékk hann skemmtilegt myndefni, sem hann auðvitað notaði, en síðan var tekin önnur mynd af stúlkunni, sem var bráðfalleg og vildi auðvit- að láta andlitið sjást! Hestur og tréhestur Á myndinni til vinstri sjáum við venjulegan hestshaus, en heldur óvenjulegan til hægri. Það er reyndar trjá- bolur á gömlu kastaniutré, sem hef- ur vaxið þannig, að engu er likara en náttúran hafi verið að búa til mynd af hesti. Það var skarpur ljós- myndari í Englandi, sem sá þetta listaverk og festi það á filmu. Sfðan tók hann mynd af syfjulegum og af- slöppuðum hesti á næsta engi og sýndi myndirnar saman á ljósmyndasýningu. bridge Þó að spil falli i sveitakeppni, er ekki þar með sagt aö það hafi verið viðburða- snautt. Norður. SA5 H T ADG9753 N/NS Vestur. LK92 Austur. S 1097 S KG862 H AKD9762 HG3 T 8 T 42 L 87 L G1063 1 opna Suður. SD43 H10854 TK6 LAD54 salnum létu AV all ófriðlega. Norður. Austur. Suöur Vestur. 1 ti'gull 1 spaði dobl 4spaðar 5 tiglar pass pass 5spaðar pass pass dobl allir pass Eins og spilið liggur, vinnast alltaf 7 tiglar, þar sem austur lendir i þvingun með spaðakóng og fjórlitinn i laufi. En slemman var erfið i sögnum og NS voru að vissu leyti heppnir þegar vestur valdi að fórna i Sspaða. NS fengu þvi 700 i stað 640. f lokaða salnum voru AV rólegri. Norður Austur. Suöur. Vestur. 1 tigull pass 1 hjarta pass 3tiglar pass 3grönd allirpass. Eftir þessar sagnir var erfitt fyrir vest- ur aö koma útmeðlitið hjarta. 1 raun spil- aði hann út spaðatiu og suður fékk 13 slagi, með þvi að þvinga austur. NS fengu 720 við þetta borð og 1 impa. skák Hér er ein staða sem kom upp i skák milli áhugasérfræðinga og þaö er hvitur sem á leik. N.N. N.N. f4! Hh5 Re5skák!! Gefið Svartur getur ekki varist máti án liös- taps. krossgáta 3174. Lárétt 1) Land. 6) Hamingja. 8) Reykja. 10) Svar. 12) Leit. 13) Utan. 14) Vond. 16) Spýja. 17) Borði. 19) Klukkutimi. Lóörétt 2) Fæða. 3) Viðurnefni. 4) Æða. 5) Blómiö. 7) Dýr. 9) Andi. 11) Verkfæri. 15) Dreg úr. 16) Veinin. 18) Stafrófsröð. Ráðning á gátu No. 3173. Lárétt 1) Stóll. 6) Óku. 8) Lóm. 10) Mas. 12) Ar. 13) KK. 14) Pan. 16) Æki. 17) Osp. 19) Oft- ar. Lóðrétt 2) Tóm. 3) Ók. 4) Lum. 5) GUpa. 7) óskir. 9) óra.U) Akk.15) Nöf. 16) Æpa. 18) ST. með morgunkaffinu m u — Hann braut disk I gær —Börn? Já, þvi fyrrþvf betra, elskan — Viltu endurtaka fýrir mig ,,að eiga þegar hann var að þvo upp... min. sameiginlega hans veraldlega auð”?.. það er uppáhaldssetningin min.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.