Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 17
Laugardagur 8. desember 1979 17 Frá mörgu að segja Guðmundur Gislason Iiagalin. Þeir vita það fyrir vestan. Séð, heyrt, lesið og lifað. Almenna bókafélagið. I þessu bindi minninga sinna segir Hagalin frá dvöl sinni i Noregi og veru sinni á tsafirði. Hér er þvi mikið bókarefni og munu ýmsir mæla að þar segi frá þvi sem hæst ber i sögu höf- undar, enda fjallað um þann hluta ævinnar er höfundur er þroskaður maður og óbeygður af ellimörkum. Þó er þess að gæta, að maðurinn er ekki fimmtugur við bókarlok. Það væri undarlegt ef þetta væri ekki merkileg bók, enda er hún það að minu viti. Hér mun litið rætt um frá- sögnina úr Noregi. Hún snertir ekki islenska sögu nema óbeint. En saga tsafjarðar á kreppu- árunum er merkur þáttur úr sögu íslands. Alþýðuflokkurinn hafði meiri- hluta i bæjarstjórn ísafjarðar þegar Hagalin kom þar. Fyrstu bátar Samvinnufé1ags Isfirðinga komu þar nokkuð jafnt honum. Flokkurinn bar ábyrgð á bænum og byggði upp atvinnulif. Það liggur við að segja megi, að það sé Vest- firðingum til skammar að ekki hefur verið skrifað um þá Finn og Vilmund meira en gert hefur verið. Hér kemur þvi makleg uppbót i þeim efnum og þó þetta sé ekki ævisaga þeirra koma þeir hér við sögu og aldrei hér eftir mun saga þeirra sögð án þess að vitnað sé til Hagalins. Jafnframt þessu vil ég vekja at- hygli á þvi að hér er maklega rætt um það hve veigamikinn þátt Ketill kaupfélagsstjóri átti i bæjarmálunum og man ég ekki til að það hafi verið nefnt á prenti fyrri. Hagalin fer ýmsum viður- kenningarorðum um Jens Hólmgeirsson bæjarstjóra. Vel hefði hann mátt geta þess, að Jens var alltaf Framsóknar- maður og það vissu allir. Sýnir það vitsmuni ráðamanna bæjarins, að þeir völdu hann til starfsins þrátt fyrir það, enda kom það auðvitað aldrei að sök. Jens var áður húsbóndi á kúa- búi bæjarins og stóð fyrir upp- byggingu þess. Þar var þarfanaut, sem nefnt var Lenin. Þegar Finnur Jónsson heyrði það varð hann fár við og sagði: — Það var mikið að þið kölluðuð hann ekki Krist. Þessg frásagnir vekja ýmsar hugsanir og spurningar. Hér segir frá þvi þegar bæjarstjórn gerði ráðstafanir til þess að þeir sem fengju stuðning úr bæjar- sjóði keyptu hollan mat og hent- ugan fatnað, — og lét meta fatnaðarþarfirnar. Þetta mæltist auðvitað misjafnlega fyrir en var gert af góðum huga og ekki tilefnislaust þó að ýmsir kölluðu ofstjórn. En hér er ekki tóm til að rekja þá sögu. En hvers vegna er Samvinnufélag ísfirðinga orðið að engu? Hvað er eftir af þeirri stefnu vinstri manna á þessum tima að hafa atvinnutækin félagseign og reka þau. Hvað er breytt? Hagalin segir að styrkur til bókasafnsins á Isafirði hafi ver- ið 2500 krónur og það hafi verið laun sin. 1 fjárlögum fyrir árið 1929 segir svo: Til bókasafnsins á ísafirði að þvi tilskildu að Guðmundur Gislason Hagalin rithöfundur hafi þar bókavörslu með a.m.k, 2000 kr. launum auk verð- stuðulsuppbótar kr. 3000. Nú veit ég að sönnu ekki nákvæmlega hver verðstuðuls- uppbótin var þá, en litið mun hafa verið eftir af fjárveiting- unni þegar hún var greidd. Hvimleitt þykir mér að lesa Ásgeirssensverslun. Hún hét verslun Ásgeirs Ásgeirssonar og var alltaf nefnd Ásgeirs- verslun. Og Vestfirðingar ættu að fara rétt með nafn hennar. Tvær missagnir verð ég að leiðrétta i sambandi við stjórn- málasöguna. Annað er það að Ásgeir Asgeirsson hafi gengið úr Framsóknarflokknum i desember 1933 um leið og þeir Tryggvi og Halldór Stefánsson. Hann gekk ekki úr flokknum fyrr en undir vorið og hafði m .a. kynnt sér viðhorf kjósenda vestra áður. Hvort sem þetta þykir skipta meir eða minna skal rétt farið með það. Mér dettur ekki i hug að efa að Hagalin hafi fundist skoðanir Asgeirs nærri viðhorfum jafnaðarmanna að ýmsu leyti 1932 en þó veit ég að Asgeir sagði þá, að eðlilegt væri að miðflokkur ynni til hægri á krepputíma en vinstri i góðæri. Það var áður en vinstri menn áttu nokkra kreppupólitik þó að hún væri þá að mótast i Sviþjóð. Hin villan er i sambandi við slit stjórnarsamstarfs 1938. Hagalin setur það i samband við Kvöldúlfsmálið eingöngu. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hafi snúist i þvi máli. Sann- leikurinn er sá, að Kvöldúlfur átti ekki fyrir skuldum og Guðmundur G. Hagalin. stjórnarflokknum virtist ein- synt að hann væri gerður upp. Eigendur hans áttu miklar eign- ir og buðu að setja þær að veði fyrir skuldum Kvöldúlfs. Þá fannst Framsóknarmönnum að ekki væri hægt að ganga að fyrirtækinu þegar skuldir þess væru tryggðar. Það var ekki þetta mál sem réði þvi að Haraldur Guðmundsson hætti i stjórninni. Burtför hans stóð i sambandi við togaraverkfall sem leyst var með gerðardómi sem Alþfl. vildi engan hlut eiga að en lagðist þó alls ekki á móti. Þetta er svo merkur atburður að segja verður rétt frá honum. Ekki kannast ég við að Arn- grimur Fr. Bjarnason hafi til skamms tima verið „framsóknarforkólfur i Bolungarvik”, er hann varð rit- stjóri Vesturlands. Hann flutti úr Bolungarvik 1930 og gerðist bóndiá Mýrum i Dýrafirði. Arið 1923 bauð hann sig fram utan flokka i norðursýslunni. Aldrei vissi ég hann taka þátt i flokks- starfi framsóknarmanna en þó hef ég fyrir satt að hann hafi rætt við Jónas frá Hriflu 1932 um hugsanlegt framboð annars framsóknarmanns gegn Ásgeiri svo sem i likingu við það sem var hjá Norður-Þingeyingum 1931 þegar Benedikt Sveinsson féll, en ekki veit ég um undir- tektir Jónasar. Það er greinilegt að Hagalin þykir gott að minnast þess þegar hann naut aðdáunar og viðurkenningar og er það mann- legt. Þó virðist mér að honum þyki enn betra að minnast þess að hann hafi leiðbeint skáldum eða greitt götu þeirra. Má þar nefna viðtal hans við Kristmann og leiðbeiningar hans til Ragnars i Smára að gefa út úrval úr ljóðum Steins Steinars. Hagalin hefði vel getað Iátið sér þetta efni nægja i tvö bindi. Hann er t.d. fáorður um Gróður og sandfok. Mætti þó segja mér að þegar timar liða þætti sú deila ekki ómerkust I ævistarfi hans. Þó að margt sé sagt i þessari bók er hitt býsna margt sem ósagt er látið og e.t.v. finnst sumum að þrátt fyrir allt segi höfundur færra af sér en efni væru til. Hann segir að bókar- lokum: „Hvað gerðist þau þrjú ár sem ég átti heima i Reykja- vik er vissulega ekki berandi á torg.” Vel er skiljanlegt að margt sé það sem höfundur vill ekki bera á torg og það auðvitað á öðrum stigum ævinnar en þessum þremur árum. Það er margt ósagt um Guðmund Hagalin þó að menn lesi öll bindi minningabókanna. H.Kr. li'.am' Bflasala Sambandsins er nú komin i nýbyggð húsakynni á mótum Ármúla og Hallarmúla. Agúrkutímar hjá bifreiðakaupendum? „Mikliragúrkutimarhafa verið undanfarna mánuði fyrir bif- reiðakaupendur þvi hvert umboð- ið eftir annað hefur keppst við niður- eöa undirboð á bifreiðum vegna sölutregðu sem skapast hefur viða um lönd. Alþekkt dæmi liggja fyrir hjá umboðum bif- reiðaframleiðenda eins og Ford Cortina — Subaru — Daihatsu s vo helstu dæmi séu tekin. Fjöldi ánægðra bifreiðaeigenda ekur nú á nýjum afsláttarbilum og finnst sem þeir hafi himinn höndum tekið. Nokkuö ber þó á umræðum milli manna að tvær hliðar séu á hverju máli og þvi ekki að neita að þessir afsláttarbilar draga niður endursöluverðmæti á þess- um sömu bilum og hliðstæðum bilum á markaðinum þannig að heildaráhrif þessara undirboða eru fyrir bifreiðaeigendur al- mennt mjög óhagstæð þótt þau virðist skapa hinum fáu sem versla stundargróða.” Það vakti athygli okkar þegar við fórum um HallarmUlann og töluðum við Gunnar Gunnarsson aðstoðarframkvæmdastjóra að þar var búið að opna nýjan bilasal og við nánari eftirgrennslan kom i ljós að bilasala Sambandsins hefur verið flutt fyrir horn — eða er aðflytja eins og Gunnarorðaði það þegar við hittum hann þarna: „Já við erum að opna nýja bila- deildhérna i þessum mánuði sem uppfyllir betur þær kröfur sem gerðar eru i bilamarkaðinum. Oll afgreiðsla og aðstaða er hér mun aðgengilegri fyrir bifreiðakaup- endur — stærri bflasölusalur — betri tengsl starfsfólks viö viö- skiptavini — aðgengilegri bif- reiðastæði en þetta kemur allt i framhaldi af þeirri hröðu þróun sem orðið hefur — i framleiöslu sparneytnari bif reiða hjá General Motors, sem viö erum umboðs- menn fýrir. Stórt skref var stigið á yfir- standandi ári með framboði á nýjum og sparneytnari bilum þótt við munum sennilega ekki geta boðið heppilegan rafmagnsbfl fyrr en eftir 5-10 ár. Enginn vafi leikur á þvi”, sagöi Gunnar, ,,að General Motors eru nú i fararbroddi, en aðrir fram- leiðendur fylgja fast á eftir þann- ig að neytendur um allan heim mega vænta mikilla framfara er varðar sparneytni og notagildi bifreiða og allskyns ökutækja i náinni framtið. Eins og allir vita höfum við dregið nokkuð úr framboði á bif- reiðum yfirleitt vegna þess að rekstur bifreiöasölu hefur þyngst gifurlega vegna vaxtaálags sem kemur af fullum þunga á þennan atvinnurekstur sem annan. Sem dæmi má geta þess að núverandi álagning á bifreiðir ber varla nema sem svarar 11/2—2 ja mánaða vöxtum þannig aö hver heilvita maöur sér að vonlaust er að eiga bifreiðir i landinu á lager og verður þvi að stefna bifreiða- sölunni f eins konar sérpantana fyrirkomulag þvi hvar eigum við að taka pening til þess að greiða rekstrarkostnað svo sem laun — húsaleigu— rafmagn og hita — símakostnað — auglýsingar og fleira og fleira þegar segja má að álagningin geti ekki einu sinni boriö vaxtaliðinn. Þetta er mikið alvörumál. Hitt er svo ánægjuefni hvað bilarnir eru vel búnir, i takt við timann t.d. má segja að þessir meðalstóru Chevrole t bllar eins og hinn vinsæli Malibu eyðir miklu minna en flestir telja sér trú um — hér var maður um dag- inn að prófa slikan bil og mældi hann og kom til baka með þær upplýsingarum að hannsýndi um 11 litra eyðslu á 100 kilómetra og þessivar með V8 mótor — sjálf- skiptur. Allt þetta tal um mikilvægi sparneytinna bila er ekki alls kostar rétt þvi oftast fylgir spar- neytnustu bilunum annar kostnaðarauki er lýtur að við- haldi og viögerðum og við getum séð það að maður sem eygir það að geta lagt i að kaupa bifreiö sem eyðir t.d. 5 Utrum minna en annar á 100 km og þessi sami maður aki drjúga 12 þúsund km á ári og bensinlitrinn sé reiknaður á 400 krónur að þá margföldum við 400x5:100x12.000 og útkoman er 240 þúsund krónur sparnaöur i orkueyðslu er semsagt 240 þúsund kr. á ári en fyrir þessar sömu 240 þúsundir fæst ekki mikið gert á bilaverkstæöi i dag. Minni bílarnir eru oftast mun viðkvæmari — rekast fljótt niður — eru veigaminni og standast ekki eins vel hnjask og ýmsar uppákomur bilævinnar eins og stærri bilarsem eru byggöir fyrir þyngri farm — meira afl — og meiri hraða. Þaö erusem sagt tvær hliöar á hverju máli og ég get svona laum- að þvi að ykkur blaðamönnum ef ykkur vantar nýjan bil I dag aö þá gætum við sennilega bjargað ykkur með Chevrolet Malibu á um 6,9 millj. — en þessi sami bill verður miðað við óbreytta gengisskráningu kominn í um 8,3-8,5nú fljótlega eftir áramótin þegar við fáum nýja módelið á nýju verksmiðjuverði.” „Hvaö kemur — segir Reykjavíkurihaldið um óréttlátan upphitunarkostnað sem að óbreyttu gerði borgina að þjóðarelliheimili HEI — Að vonum varð litil uppskera hjá Reykjavikuri- haldinu af móöursýkislegum á- róðri þeirra gegn jöfnun á upp- hitunarkostnaði landsmanna. Aróðri þessum var einkum ætl- aö að bitna á ólafi Jóhannes- syni, sem dró ekki dul á þá sannfæringu sina, aö hann teldi slika jöfnun sjálfsagt réttlætis- mál, þrátt fyrir að hann var kominn I framboð i Reykjavfk. Og nú hefur lika komið I ljós, að Ólafi var óhætt að treysta á dómgreind og réttlætiskennd Reykvikinga. Liklega búa. Reykvikingar viö heimsins ddýrasta kyndingar- kostnaö. En viða úti á lands- byggðinni, þarf fólk að greiða allt að 10 sinnum hærra verð fyrir upphitun húsa sinna. Fyrir nokkrum árum bjó undirrituð I 100 fermetra húsi I sjávarplássi úti á landi. Yfir köldustu mán- uöina þurfti 800 litra af oliu á mánuöi til að kynda upp þessa ibúð, sem nú myndu kosta yfir 120 þúsund krónur. Fyrir svip- aöa Ibúð hér í Reykjavik, þarf ég nú að greiða um 10 þús. I hita á mánuði. Fjöldi sjálfstæðismanna seg- ir: „Hvað kemur okkur þetta við? Ekki neyöum við þetta fólk til að búa úti á landi”. Rétt er það. Aftur á móti virðast sjálf- stæðismenn ætla aö neyða þetta fólk til að hætta að búa úti á landi og flytja til Reykjavikur. Fullfriskt duglegt fólk, sem nú hefur mikla vinnu viðast út um land (þakkað veri byggða- stefnunni) og býr margt I nýleg- um góðum húsum, eftir upp- gangstima siðustu ára, lætur sig hafa það að greiða hið háa oliu- verð, þrátt fyrir óréttlætið. Gamla fólkið býr aftur á móti margt isinum eldriog þá oft illa einangruðu húsum og hefur sumt aðeins um 140 þús. króna lifeyri einstaklinga eða 250 þús. fyrir hjón. Þaö harkar af sér og skelfur til að byrja meö, en neyöist siöan tilaö gefast upp og flytja sárnauðugt úr ibúöum sinum og sveitafélögum, i ódýra hitannog kjallaraholu I Reykja- vlk, ef ihaldsstefnan réöi. Sjálfstæðismenn i Reykjavik hafa oft borið sig illa vegna lágra meðaltekna i Reykjavik, sem m.a. stafaði af þvl hve hátt hlutfall borgarbúa er á eftir- launaaldri. (Sem aftur hefur stafað af þvi að duglegt fólk á besta aldrisem byggja vildi sér einbýlishús var að flýja til nágrannasveitarfélaganna til að fá lóðir meðan ihaldið réði borginni. En það er önnur saga). En Reykjavfkurlhaldið virðist alls ekki koma auga á það, aö réöi þeirra stefna.leiddi þaðtilþessaðhlutfallaldraðra I Reykjavik hækkaði til mikilla muna. Reykjavik yrði að hluta stórt þjóðarelliheimili, engum til heilla. Heiður Helgadóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.