Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. desember 1979 5 Borgin vill heiðra einn listamann á ári Kás — A síðasta fundi borgar- stjórnar var lögð fram tillaga um að borgarstjórn samþykki að út- JSS —Timanum hefur borist yfir- lýsing frá forsætis- utanrikisráö- herra Benedikt Gröndal, vegna þeirrar skoðunar sem komiö hefur fram f fjölmiðlum, að ís- land hafi með atkvæði sinu hjá Sameinuðu þjóðunum stutt rikis- stjórn Pol Pots i Kamputseu. Þar segir m.a. að i upphafi alls- herjarþingsins hafi fulltrúar Ur Viet Nam mótmælt setu fulltrúa Pol Pot stjórnarinnar en kjör- bréfanefnd hafi samþykkt kjör- bréfþeirra með6 atkvæðumgegn 3. Eftir nokkur átök hafi verið gengið til atkvæða um skýrslu hluta árlega starfslaunum til eins listamanns, og skuli þau nema launum kennara við framhalds- kjörnefndar, og er tekiö fram að Islendingar hafi ávallt fylgt til- lögum nefndarinnar, þegar slik deilumál hafi risið, og hafi þar með viljað stuðla að sem mestri einingu. Var skýrsla nefndarinn- ar samþykkt með71 atkvæði gegn 35 á allsherjarþinginu. Aðrar þjóðir sátu hjá eða voru fjarver- andi. Hafi þessi atkvæðagreiðsla fjallað um það lagalega atriði hvort staðfesta ætti álit kjör- bréfanefndar eða ekki. HUn hafi ekkert haft með það að gera hvor væri betri eða verri rikisstjórn Pol Pots eða Heng Samarins. skólastigið. Ekki var annað að heyra á borgarfulltrúum en þeir væru i grundvallaratriðum sammála um að koma þessari skipan á. Hins vegar greindi þá litillega á um hvernig form ætti eiga að vera á þessari úthlutun. Borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins sem fluttu tillöguna vildu að Bandalag isl. listamanna til- nefndi ár hvert þrjá listamenn til starfslauna, en borgarráð veldi siðan einn úr þeirra hópi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu hins vegar til að skilyrði og aðdragandi Uthlut- unarinnar yrði með nokkuð öðrum hætti. I fyrsta lagi að lista- maðurinn yrði að vera bUsettur i Reykjavik. í öðru lagi þá yrði Ut- hlutun listamannalaunanna aug- lýst, og stjórn Kjarvalstaða ákvæði hver þeirra hreppti hnossið. Var samþykkt að visa báðum tillögunum, þ.e. aðaltillögunni og breytingartillögunni til borgar- ráðs, sem sjá á um að koma þeim i endanlegt horf. Island studdi ekki stjórn Pol Pots — segir I yfirlýsingu frá forsætisráðherra Framlög til Hrafnseyrar og Hins íslenska bókmenntafélags 1 tilefni hundruðustu ártíðar Jóns Sigurðssonar t tilefni af hundruðustu ártið Jóns Sigurðssonar forseta hefur rikisstjórnin ákveðið að styrkja sérstaklega framkvæmdir á Hrafnseyri, fæðingarstað for- setans, og Hið islenska bók- menntafélag, sem hann vann manna mest um sina daga. Á fundi sinum i dag ákvað ríkis- stjórnin að veita 10 miiljón króna framlag til Hrafnseyrar- nefndar og jafn háa fjárhæð tii Hins islenska bókmenntafélags til að greiöa fyrir aö félagið eignist húsnæði fyrir starfsemi sina. Frá opna húsinu að Lönguhiið 3. Timamynd Róbert. Langahlíð 3 byrjar vetr- arstarf fyrir aldraða — starfsemin verður tvisvar f viku til að byrja með en áætlað er að hún verði þrisvar i viku í framtiðinni FRI — t gær byrjaði félags- starfsemi fyrir aldraða I Löngu- hlið 3 meö opnu húsi. Af þvi til- efni hélt Geröur Steinþórsdótt- ir, formaður Féiagsmáiaráðs ræðu, þar sem hún bauö gesti veikomna og sagði m.a.: „Það er von min, að I þessu faiiega húsi verði áður en langt um llö- ur lifandi féiagsmiðstöð þar sem fólk úr hverfinu hittist til að spjalla saman, fá sér hádegis- mat eða kaffisopa, spila á spil, lesa blöð og taka þátt i ýmiss konar félagsstarfi”. Ennfremur notaði hún tæki- færið til þess að gera grein fyrir félagsstarfi aldraðra I Reykja- vik: „Þessi starfsemi hófst fyrir 10árum,vorið 1969. Hún er rek- in að Norðurbrún 1, 5 daga vik- unnar og að Hallveigarstöðum við Túngötu tvisvar i viku. Fer þar fram ýmiss konar starf- semi, spiluð félagsvist, bókaút- lán, klúbbstarfsemi, fræösluer- indi, kvikmyndasýningar og skemmtiatriði”. Að lokum sagði Gerður, aö sér væri kunnugt um að þarna rikti góður andi og sú starfsemi sem nú væri hafin myndi hleypa lifi I húsið.... „ég vil þakka öllum þeim sem lagt hafa lið til þess að gera þessa stund mögulega og vona að þið, sem hér eruö, eigið eftir aö eiga hér margar ánægjustundir”. Að ræðunni lokinni skemmti trió aldraðra heiðursmanna gestum með leik og söng. 108 sjálfboðaliðar „Það vinna nú um 108 sjálf- aldraðra”, sagði Helena Hall- dórsdóttir fulltrúi Félagsmála- stofnunar i samtali við Timann en hún mun fyrst um sinn hafa Framhald á bls. 23. Gísli Konráðsson og ævistarf hans er eitt hinna furóulegu fyrirbæra í íslenzku þjóðlífi. í fari hans var ríkust „fýsnin til fróðleiks og skrifta“, fátækleg- ur kostur bóka var notaður til hlítar og andi fornra sagna og kveðskapar bregður blæ yfir daglegt líf. Syrpa þessi úr handritum hans hefur að geyma þjóðsögur og munnmæli hvað- anæva af landinu og er þó að- eins lítið eitt af því er þessi mikli fræðaþulur skráði. Þeir fjársjóðir, sem Gísli Konráðs- son lét eftir sig, verða skemmti- efni margra kynslóða, rann- sóknarefni margra alda, — og „meira þó í huga hans hvarf með honum dánum“. Syrpa Gísla Konráðssonar er án efa ein þjóðlegasta bókin, sem út kemur á þessu ári. Þetta er þriðja bindi þessa bóka- flokks og hefur að geyma 16 nýja þætti um mæður, skráða af börnum þeirra. Alls eru þá komnir 46 þættir i öllum þrem bindum þessa skemmtilega bókaflokks, um húsfreyjur úr sveitum og bæjum og frá víð- um starfsvettvangi. Með safni þessu er mótuð all góð þjóð- lífsmynd þess tíma er þessar húsfreyjur störfuðu á, dregnar fram myndir, sem vart munu gleymast þeim er bækurnar lesa, því hver þáttur safnsins er tær og fagur óður um móður- ást. Enn eru öll þrjú bindin fáanleg, en óðum gengur á upplag fyrri bindanna, svo vissara er að tryggja sér eintak af þeim fyrr en seinna. Tryggva saga Ófeigssonar er tvímælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma. Hún er samfelld baráttusaga manns, sem stöðugt sótti á brattann, mat menn eftir dugnaði, kjarki og krafti, og flokkaði þá í „úr- valsmenn“ og „liðléttinga“. Sjálfur var Tryggvi umdeildur, enda maðurinn mikillar gerðar og ærið umsvifa- og fyrirferðar- mikill í íslenzku þjóðlífi síðasta mannsaldurinn. Tryggva saga Ófeigssonar er mesta sjómannabók, sem gef- in hefur verið út á íslandi, og samfelid saga togaraútgerðar frá fyrstu tíð. Bókin er sjór af fróðleik um allt er að fiskveiðum og útgerð lýtur og hún er ekki aðeins einstæð í bókmenntum okkar, hún er stórkostlegt framlag til íslenzkrar þjóðar- sögu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.