Tíminn - 08.12.1979, Síða 16
16
Laugardagur 8. desember 1979
CITROENA
Eigum óráðstafað 3 bilum
af Citroen Visa árg. 1979
á hagstcnðu verði og góðum
greiðsluskilmálum.
G/obus?
Lágmúla 5, sími 81 555
Hafið
tamband við
MÖlumann,
I tima 81555.
CITROÉN
Vegna hagstæbra innkaupa getum viö nú boöiö nokkrar
samstæöur af þessum vinsælu norsku veggskápum á
lækkuöu veröi.
Húsgögn og
. , . Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar simi se 900
I
SmáQuglýsingadeild
verður opin um helgino:
I dog - lougordog - kl. 10-14
A morgun - sunnudog -
kl. 14-22
Auglýsingornor birtost
monudog
Auglýsingodeild VÍSIS
Simi 86611 - 86611
/ZZ7’
raHt
Lukkuriddarinn, leikstjóri, leikendur og nokkrir starfsmenn.
Umf. Islendingur sýn-
ir Lukkuriddarann
Ungmennafélagiö Islendingur
i Borgarfiröi var stofnaö á
Hvanneyri 12. desember áriö
1911 og var fyrsti formaður þess
Páll Zóphoniasson, en núver-
andi formaður er Haukur
Júliusson, llvanneyri.
Mikið leiklistarstarf hefur
verið innan félagsins og nýlega
frumsýndi þaö Lukkuriddarann
eftir John Millington Synge I
þýðingu Jónasar Arnasonar.
Lukkuriddarinn
Leikurinn gerist á vestur-
strönd Irlands um siðustu alda-
mót i afskekktu þorpi.
Dóttir kráareigandans á
staðnum er að efna til brúð-
kaups sins. En Lukkuriddarinn
verður ekki svo auðveldlega
dreginn i dilk, eftir „venjuleg-
um bókmenntalegum eyrna-
mörkum,” eins og segir i leik-
skrá.” Einn flötur leiksins sýnir
okkur leikinn sem kómediu með
farsablossum, eins og „upp-
risu” (föður Christy), sem
hleypir vindinum úr vel upp-
blásinni „hetju” lygasögu. Ann-
ar flötur sýnir leikinn sem
„frjálshyggju” -kómediu, er
ekki gerir sér rellu út af sið-
ferðissjónarmiðum. Þriðji flöt-
urinn sýnir leikinn sem nútima-
Bakkusarhátiðar-kómediu, þar
sem hvatirnar hafa brugðið á
leik.
Að lokum snýr einn flöturinn
kómediunni upp i tragediu.
Lukkuriddarinn hefur fundið
hillu sina i lffinu, ánægjurika
lifsaðstööu — með hrikalegum
sjálfsálygum um föðurmorð!
Hann vex að mikilvægi og
skáldskaparljóma, þvi að hann
er mitt á meöal fólks sem kann
að meta skáldlegt gildi. Það er
þvi áfall sem um munar, þegar
faðir hans birtist bráðlifandi —
ekki sist vegna þess, að án þess-
arar sögu hefði stráknum aldrei
lánast að komast yfir Pegeen,
en án hennar hefði hann aldrei
orðið sá maður sem hann varð
— meira segja faðir hennar
blessaði yfir hjúskaparheit
þeirra (vel drukkinn að visu).
Nú hrynur allt þetta i rúst.
Lukkuriddarinn kom fyrst á
svið i Abbey-leikhúsinu i Dublin
árið 1907. Þjóðleikhúsið tók
verkið til sýninga árið 1966.
Ennfremur hafa leikfélög á
Ólafsfirði, Egilsstööum, Húsa-
vik, Skagafirði, Stykkishólmi og
Selfossi sett leikinn á svið.
Höfundurinn
John Millington Synge fæddist
i Dublin árið 1871. Foreldrar
hans voru af góðum enskum
ættum i írlandi, mótmælenda-
trúar og kirkjulega sinnuð. 1
Trinity College, i Dublin,- reynd-
ist hann ágætis námsmaður —
fékk verðlaun fyrir kunnáttu i
irsku og hebresku: auk þess var
hann mikill náttúruskoðari og
hljómlistarunnandi — munaði
minnstu að hann gerði hljóm-
listina að ævistarfi sinu. Eftir
skólavistina ferðaðist hann viða
um vesturhluta meginlands
Evrópu, en endaði með þvi að
setjast að i Paris. Þar bar fund-
um hans og irska stórskáldsins
W.B. Yeats saman. Yeats tókst
að sannfæra hann um, að hann
yrði aldrei neinn teljandi at-
kvæðamaður á vegum Parisar,
„en farðu til Aran-eyja. Dveldu
þar um góða hrið og semdu þig
að háttum eyjaskeggja. Þá
veröur þú fær um að tjá nokkuð,
sem enn er með öllu ótjáö. Ég er
sjálfur nýkominn þaðan,” sagði
Yeats.
Og Synge kvaddi sina ljúfu
fátækt i heimsborginni og hélt
til Aran-eyja árið 1898.
Þetta varð nokkuð örlagarikt
fyrir leikritabókmenntirnar, þvi
að dvöl Synge meðal bláfátækra
eyjarskeggja Aran var forsend-
an fyrir leikritun, sem er alveg
einstök i mörgu tilliti. Leikrit
þessi eru i rauhinni óður til
hinnar frumstæðu náttúru Aran,
borinn uppi af þvi undursam-
lega málfari sem þetta einangr-
aða mannfólk og náttúran sjálf
höfðu kristallað gegnum aldir.
Synge andaðist árið 1909,
aðeins þrjátiu og átta ára að
aldri.
Þau leika og vinna
Leikstjóri Lukkuriddara
Borgfirðinga er Ragnhildur
Steingrimsdóttir, en Pétur
Jónsson, Hellum annaðist söng-
æfingar og undirleik.
Þessir koma fram i sýning-
unni. Snorri Hjálmarsson,
Ragnar Olgeirsson, Þorbjörn
Gislason, Dagný Sigurðardóttir,
Asgeir Harðarson, Sigrún Elias
dóttir, Finnbogi Arndal, Guð-
mundur Sigurðsson, Svava Hall-
dórsdóttir, Elsa Jónasdóttir,
Oddbjörg Leifsdóttir, Steinunn
Eiriksdóttir og Sturla Guð-
bjarnarson.
Leikritið er i þremur þáttum.
Leiknefnd Umf Islendings
skipa nú: Sigrún Eliasdóttir,
Mel, formaður, Snorri Hjálm-
arsson, Syðstu Fossum og
Sturla Guðbjarnarson, Fossa-
túni.
Leikmynd gerðu Pétur Jóns-
son, Pálmi Ingólfsson, Þórður
Vilmundarson og Guðmundur
Þorsteinsson.
Auk þess hefur fjöldi ónafn-
greindra manna lagt hönd á
i plóginn.
Lukkuriddarinn mun veröa
sýndur i heimabyggð, en einnig
fara i ferðalög, eftir þvi sem
tækifæri gefast.
JG tók saman.
Skortur á raunsæi
DLAÐSÖLUDÖKK
YÍSIR
er tvö blöð o mónudag
KOMIÐ ó ofgreiðsluno
SEUIÐ VÍSI
VINNIÐ ykkur inn YQsapeninga
Herra ritstjóri,
Sem kaupandi og lesandi blaös
yðar, leyfi ég mér að vænta
þess, að þér birtið neðangreind-
ar linur i næsta tölublaði.
Framsóknarmenn í Alþýðu-
bandalaginu.
ITimanum I dag (28. nóv.) er
birt grein eftir Braga Guð-
brandsson, sem hann nefnir
„Athugasemd um framsóknar-
menn i Alþýöubandalaginu”, en
grein þessi er annars rituð i til-
efni leiðara Þ.Þ. i blaðinu 20.
þ.m.
Grein Braga er að minum
dómi óvenju rökræn, og segja
má, að hann hitti naglann á
höfuðið, er hann skýrir ástæður
fyrir þvi, hversvegna svo marg-
ir Framsóknarmenn hafa geng-
ið til liðs við Alþýðubandalagið
á undanförnum árum.
Það er þó engan veginn hans
málflutningur, sem hvetur mig
til að leggja hér orð i belg.
Ástæðan er eingöngu linur þær,
sem Þ.Þ. hnýtir aftan við grein
Braga. Þórarinn sér „ekki
ástæðu til” að svara Braga Guð-
brandssyni öðru en þvi, að það
sé rétt, að ýmsir hafi sagt skilið
viö Framsóknarflokkinn „af
hinum eða þessum misskilningi,
svipuðum þeim, sem lýst er i
grein Braga”.
Hygg ég, að margur væntan-
legur kjósandi Framsóknar-
flokksins hefði kosið einbeittara
og málefnalegra svar frá mál-
svara og ritstjóra Framsóknar-
flokksins. Óskhyggjan um, aö
menn eins og Bragi Guðbrands-
son, sem hafa að fullu áttað sig
á stöðu Framsóknarflokksins i
dag, hverfi aftur til fööurhús-
anna, ber vott um mikinn skort
á raunsæi. Hinsvegar geta
menn leikið sér að þvi að leita
uppi ýmsar ástæður fyrir slikri
óskhyggju.
Með þökk fyrir birtinguna.
JónGrimsson,
Austurbrún 4.