Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. desember 1979 15 r \ Ot er komin kanadlsk bók og ensk kvikmynd, þar sem danski visindamaöurinn Niels Bohr er tekinn til umfjöllunar. Þar er honum lýst sem grunnhyggnum manni, sem óviljandi hjálpaði Þjóöverjum i kapphlaupinu um atómsprengjuna. Minningin um Niels Bohr er ófrægð i nýrrienskri kvikmvnd, „Dulnefni óttalaus.” I myndinni er þessum danska nóbelsverölaunahafa lýst svo, að hann hafi verið utan við sig og þvi sem næst heimskur visindamaður, sem hafi hjálpað Þjóöverjum i kapphlaupinu við að gerafvrstu atómsprengjurn- ar. Þykir þessi lýsing skjóta heldur betur skökku við þá mynd, sem áður hefur verið höfð af Niels Bohr. — Allir, sem hafa verið ná- kunnugir Bohr, eru leiðir yfir þvi að óáreiðanlegar fullyrðing- ar skuli vera bornar á borð fyrir ungu kynslóðina, sem hefurekki tök á þvi að kynna sér, hvort myndin er rétt eða röng, segir dr. phil. Stefan Rozental, sem i mörg ár var samstarfsmaður Bohr. — Þaö virðist mega slá þvi föstu, að kvikmyndin sé byggð á bók, sem virtir sagnfræðingar lita á sem hetjudýrkun án stoð- ar i raunveruleikanum, „A Man Called Intrepid.” Á dönsku gæti hún einmitt heitið „Dulnefni Öttalaus.” Ég hef bara lesið þá kafla bókarinnar, sem fjalla um ástandið i Kaupmannahöfn á striðárunum, og get með fullri vissu sagt, að þeir eru ekki i neinum tengslum við raunveru- leikann. En samkvæmt sagn- fræöingnum R. Trevor-Roper er allur texti hennar óáreiöanleg- ur, segir Rozental. — Og sá litli útdráttur, sem var sýndur i danska sjónvarpinu á dögunum, var hreint og beint ógnvekjandi. Umrædd minningabók, „A Man Called Intrepid”, kom út 1976. Gamall kanadiskur leyni- þjónustumaður, William Stevenson,skrifaðihana,en hún er byggð á samtölum við gamla kanadiska leyniþjónustumann- inn William Stephenson. Sjálfsdýrkun William Stephenson ernú orð- inn yfir áttrætt. Hann barðist hreystilega i fyrri heims- styrjöldinni, og að henni lokinni Rangar ásakanir á hendur Niels Bohr 1 nýútkominni bók og kvikmynd er hinum heimsþekkta danska nóbelsverðlaunahafa Niels Bohr lýst sem einföldu handbendi Þjóö- verja. geröist hann kaupsýslumaður og varð brátt auðugur. Föður- landsást og ævintýraþrá átti hann i rikum mæli. Hann varö náinn vinur Winstons S. Churc- hill og á heimsstyrjaldarárun- um sfðari var hann æösti yfir- maður bresku leyniþjónustunn- ar i Bandarikjunum. Þá tók hann sér dulnefnið Intrepid, sem þýöir óhræddur eða ótta- laus. 1 leyniþjónustunni var hann ósköp óskáldlega nefndur njósnari nr. 38.000, segir Tre- vor-Roper, sem sjálfur hefur verið njósnari. En Stephenson heldur sér fast við Intrepid, a.m.k. sem dul- nefni á simskeytum, og sjálfs- dýrkunin skin lika alls staðar i gegn i bókinni, sem hann lét Stevenson skrifá. 1 ,.A Man Called Intrepid” má lesa áhugaveröar ..uppljóstran- ir". T.d. þá, að þegar á árinu 1939 hafi Churchill hafið leyni- legar viðræður viö bandaríska forsetann Roosevelt. án þess að hafa um þaö samráð við breska forsætisráðherrann. Chamber- lain, eða aðra samráðhe'rra sina. Þessar viðræður áttu aö flýta fyrir þvi, að Bandarikin drægjust inn i striöið, og undir- búa orrustu, i þvi tilfelli, aö Þjóðverjar hernæmu Bretland. Kónginum Georg VI, var vel kunnugt um þessar viðræður. halda þeir Stevenson og Stephenson fram. Og þaö kemur skýrtfram ibókinni.að hetjan i þessum leik var Stephenson — Intrepid, og að bófinn var bandariski ambassadorinn i London, Joseph Kennedy, faðir Johns, Roberts og Edwards. Bókin er full af fáránlegum fullyrðingum, skrifar Tre- vor-Roper, sem hallast að þeirri skoðun, að Stephenson sé farinn að fvllast stórmennskubrjálæði, og túlkun Stevenson bætir ekki úr skák. Barnaskapur — A meðan ég vann i leyni- þjónustunni undraðist ég oft, hversu barnalegir yfirmennirn- ir voru, segir Trevor-Roper. — Það áleit ég stafa af þvi, hve einangraðir þeir voru frá hvers- dagslifinu. Núna sé ég, að þetta ástand getur leitt til alvarlegra ofskynjana i ellinni. Við skulum draga lærdóm af þvi. Viö skul- um eiga kærar endurminningar um hetjurnar okkar, en bókaút- gefendur eiga að halda sig fjarri þeim og vinir þeirra eiga að hvetja þær til aö halda sér sam- an! Trevor-Roper leggur áherslu á, að Stevenson þekki ekki nógu vel til bresku leyniþjónustunnar til að skrifa um þetta efni. Og hann virðist ekkihafa getu til að setja sig inn i rétt samhengi málanna. Fáránlegar fullyrðing- ar — Já, þarna eru alveg fárán- legir kaflar, segir dr. Rozental — Bohr. sem var óhemju vel að sér og hafði mikið kynnt sér vandamál samtimans, lika þau pölitisku. er þarna lýst sem ósköp 1 itilfjörlegri persónu, sem ekki skildi þaö, sem var að ger- ast allt f kringum hann. Það er öldungis rangt að halda þvl fram. að Bohr hafi ekki verið ljós hættan. sem stafaði af Hitl- er, fyrr en Intrepid njósnari uppfræddi hann um sam- hengi málanna. 1 sannleika sagt hittust Bohr og Intre- pid aldrei! Bohr var ekki heldur i Noregi á striðs- árunum, og sú ranga fullyrðing. að hann hafi hjálpað Þjóö- verjunum þar að vinna að gerðatómsprengju, ætti að vera nóg til að sýna fram á, hve ómerkileg kvikmyndin er. í myndinni erlika haldið fram, að Bohr hafi neitað að flýja til Eng- lands, og aö hann hafi gefið þýskum eðlisfræöingum ráð- leggingar, þar sem hann hafi nánast verið sjúkur í aö deila vitneskjusinnimeðöðrum. Þaö, að Bohr fór ekki samstundis til Englands, stafaöi af þvi, að hann óttaðist hefndaraögerðir Þjóöverja gagnvart fjölskyldu hans og stofnuninni, segir Rozental. A árinu 1943 fékk Bohr að- varanir um, að hætta væri á, að hann yrði tekinn til fanga og fluttur til Þýskalands. Þá tók hann ákvörðun um aö flýja yfir Eyrarsund til Sviþjóöar og það- an til Englands og Bandarikj- anna. Stofnun Nielsar Bohr skrimti naumlega i striöinu. Þjóðverjar lögöu hana undir sig að undir- lagi eins gestapómanns, sem vildi vinna sér til stööuhækkun- ar. Starfsliðið lét sig hverfa og alls konar hviksögur komust á kreik um að veriö væri að undir- búa smiði leynivopns. Þess vegna kom neöanjarðar- hreyfingin fyrir sprengiefni i skoipræsunum. En á slðustu stundu var komið i veg fyrir sprenginguna. Þaö komu ein- dregin tilmæli frá Bohr, sem var landflótta: Nasistar gætu á engan hátt haft neitt gagn af stofnuninni i striöi sinu. Píslarsaga Sigurðar A. Magnússonar Sigurður A. Magnússon: Undir kalstjörnu. Uppvaxtarsaga. Mál og Menning. Ekki veit ég hvað kalstjarna er, en hitt leynir sér ekki aö hér er sögð átakanleg pislarsaga. Sumir menn telja aö hér segi höfundur frá sjálfum sér og þetta sé beinlinis minningabók hans. Það skiptir ekki höfuð- máli. Hér lýsir hann umhverfi bernsku sinnar og allt sem hann segir frá speglar lifsreynslu hans. Þess vegna er þetta trú- veröug og sönn lýsing á veru- leikanum og staöfestir það, sem ætti raunar að liggja i augum uppi, aö þá gera rithöfundar best er þeir segja frá þvi sem þeir þekkja. Þvi er það að minningabækur og sjálfsævi- sögur geta staðið jafnfætis besta skáldskap ef hispurslaust er skrifað. Þetta er að ýmsu leyti ljót saga þvi að hér segir frá ýmsu ófögru. Sumir kaflar bókár- innar hefðu til skamms tima alls ekki þótt prenthæfir — en ,,nú eru engin feimnismál til”. Meðal slikra kafla er t.d. frá- sögnin um fræðslu ieikbræðr- anna um kynvilluna. Þar sem annars staöar kýs höfundur að ganga hreint til verks og segja frá svo ekki sé um að villast hvað gerðist. Og ekki er vist að þessi saga sé ljótust þar sem orðbragðið er sóðalegast. Ég fæ ekki betur séö en aö orsakir þeirrar ógæfu og þján- inga sem hér er sagt frá séu tvær: drykkjuskapur og laus- læti. Þó er þess að gæta aö móðirin og Marta systir hennar, sem annaöist heimili i veikind- um móðurinnar og faöirinn hélt við, neyttu hvorug áfengis — enda var svo um ílestar konur á þeirri tiö. Oryggisleysi, kviöi og þjáningar sögumanns stöfuðu frá drykkjuskap og lauslæti föðurins og það öryggi sem til var i lifi hans stafaði frá móður- inni. Þrátt fyrir fátækt, sem stundum fylgdi skortur, og ömurlegt umhverfi á margan hátt, átti lifiö sinar yndis- stundir, þó stopular yrðu. Siguröur A. Magnússon hefur mjög vaxið af þessari bók. Hér skilar hann sögu sem flytur áhrifamikinn boðskap. M.a. sýnir hann glöggt hversu börn þurfa þess með að við þau sé talað af viti — ekki endilega Siguröur A. Magnússon. mikilli og djúpri speki, — en af viti eins og þau séu manneskjur. Sum atriðin um viðtöl móður- innar og þátturinn um yfirsmiö- inn viö Laugarnesskólann eru dæmi þess. En öðru fremur er þetta saga um örvæntingar- fullar og misráönar tilraunir að vekja eftirtekt, iáta til sin taka og eftir sér taka til aö bæta sér upp öryggisleysi og umhyggju- skort á heimiíinu. Siðasti póllinn var rifinn 1965. Sú fátækt sem bókin segir frá heyrir til liðnum tima. Orræða- laust fólk þessara ára fær betri vistarverur en pólana. Höf- undur segir að fátækt og eymd þess fólks sem hann lýsir hafi stafað af atvinnuleysi og óreglu eða hvorutveggja. Sú meinsemd sem sagan lýsir stafar ekki fyrst og fremst af fátækt, enda þótt drykkjuskapur valdi enn sárri örbirgkð og allsleysi ef þvi er að skipta. Þessir timar eru timar drykkjuskapar og lauslætis. Það er þvi ekki um of þó að skrifuð sé hispurslaus saga um neikvæöar hliöar þeirra fyrir- bæra. Og þegar menn undrast skemmdarfýsn og afbrota- hneigð unglinga samtimans — og nóg er af slfku — þá mættu þeir taka sér þessa uppvaxtar- sögu Siguröar i hönd og fara að lesa. Kannski einhverjir færu þá lika að hugsa. H.Kr. bókmenntir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.