Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 12
HliIUl'.ll' Laugardagur 8. desember 1979 Laugardagur 8. desember 1979 13 12 Öm og Örlygur Vesturgötu42 s 25722 Við bjóðum góðar bækur við allra hæfi Öm og Örlygur Vestutgötu42 S'25722 nssío- VÆR SÖGUR ,\\ STEFANI Joe Poyer: ÓGNVALDUR ÓPÍUMHRINGSINS Sagan er frá upphafi til enda spennandi eltingarleikur og átök við óbilgjarna smyglara sem hiklaust ryðja öllum fyrirstöðum úr vegi. Ógnvaldur smyglar- anna, Cole Brogan, lætur sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna. Metsölubókin: UPPREISN FRÁ MIÐJU Frá því aö bók þessi kom út í Danmörku í febrúar 1978 hefur hún vakið óskipta athygli víða um heim og selst í metupplög- um. Höfundar hennar lýsa nýrri þjóðfélagsgeró og skilgreina þá þróunarleið ýtarlega og undan- bragðalaust. Ólafur Gíslason þýddi. Guðrún H. Sederholm: TVÆR SÖGUR AF STEFÁNI Gefin út í tilefni barnaársins. Til hvers eru börnin okkar? Eru þau leikföng, auðsuppsprettur, vopnabirgðir, ellitryggingar, til viðhalds kynstofninum, hlekkir, þrælar eða dásamleg? Þetta er bók sem býr yfir miklu en lætur lítið yfir sér. 11. bindi bókaflokksins ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND eftir Steinar J. Lúðvíksson Bókin fjallar um árin 1907—10. Þetta er tími hinna opnu róðra- skipa, vélbátarnir eru að koma til sögunnar og skúturnar gegna stóru hlutverki. Meöal atburða: er Kong Tryggve fórst, póstskip- ið Laura strandaði, uppskipun- arslys í Vík og strand Premiers. Jörn Riel FYRR EN DAGUR RÍS Þetta er skáldsaga um einangr- aða eskimóabyggð á Grænlandi og fyrstu kynnum hennar af hvíta manninum og þeim örlögum sem byggðinni eru búin vegna þeirra kynna. Þýdd af dr. Friðriki Einarssyni lækni. Jón Bjarnason frá Garðsvík: BÆNDABLÓÐ Geir Hansson MISJÖFN ER MANNSÆVIN Átakanleg lífsreynslusaga um eldskírn drengs á æskuárum, lýsir atburðum af miskunnar- lausu raunsæi og hreinskilni. Ólík öðrum minningabókum. Þriðja bindi bókaflokksins Her- námsárin. Hannes Pálsson frá Undirfelli VOPNASKIPTI OG VINAKYNNI Andrés Kristjánsson skráði Hannes rekur misvirðasama og margþætta lífssögu sína af mik- illi ósérhlífni, opinskáu hrein- lyndi, glöggskyggni og heiðar- leik — og án feluleiks eða tæpi- tungu um menn og málefni — einnig um sjálfan sig. Per Sundböl: ÍSLANDSPÓLITIK DANA 1913-18 Þessi bók varpar nýju Ijósi á sjálfstæðisbaráttu (slendinga og kallar marga stjórnmálamenn fram á sjónarsviðið. Þetta er þörf bók sem á erindi við alla sem unna íslenskri sögu. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, þýddi. Roy Hattersley: NELSON flotaforinginn mikli Nelson er einn af mestu sæ- görpum allra tíma. Þrír miklir sigrar hans í orrustunum við Níl, Kaupmannahöfn og Trafalgar tryggóu honum frægð og þakk- læti föðurlandsins. Áhrif Nelsons á gang veraldarsög- unnar eru ótvíræð. Sigurgeir Magnússon: ÉG BERST Á FÁKI FRÁUM Fjörhestar- og menn Þetta er bók um fjörmikla hesta og fjöldann allan af hestamönn- um frá fyrri og seinni tíð. Hvað stílbrögð snertir hefur þessi bók á sér öll einkenni þeirra ritverka úm hesta sem minna á bók- menntir um konur. Höfundurinn er fullur aðdáunar og einlægni en um leið gagnrýnin og opin- skár. Það er þjóðlegur fróðleikur, kraftur og kitlandi kímni í bók þessa norðlenska bónda. Hann segir forkostulegar sögur af fólki og fénaði og varpar skemmtilegu Ijósi á það líf sem lifað var í landinu til skamms tíma. Grétar Birgis: SKELLUR Á SKELL OFAN Raunsæissaga úr Reykjavík, saga um sambúöarslit og upp- lausn heimilis, saga um sorg og gleði ást og hatur og heiftarleg- um, illvígum átökum. Tvær nýjar: Kökur og Kjúklingar Litlu matreiðslubækurnar eru nú orðnar sex talsins og fást í gjafapakka. Gjafapakkar með umtalsverðum afslætti Fyrirjólin 1978tókum við upp þá nýþreytni að gefa fólki kost á að kaupa sérstaka gjafapakka með umtalsverö- um afslætti. í hverjum pakka voru nokkrar eftirsóknar- verðar bækur, sem fólk gat auðvitað skipt í margar gjafir ef svo bar undir. Þessi ný- breytni mæltist mjög vel fyrir og því höfum við ákveðið að halda þessu áfram og bjóða nú þessa gjafapakka: í leit að horfnum heimi: Fjóröa og síöasta bókin í þessum fallega, fróölega og spennandi bókaflokki nefnist HIN TÝNDA BORG INK- ANNA. Fyrri bækur voru: LEYNDARDÓMAR FARAÓ- ANNA, FALL OG EYÐING TROJU og HIN SAGN- FRÆGU ÆVINTÝRI VÍKING- ANNA. Loftur Guðmundsson þýddi allar bækurnar, sem varpa skemmtilegu Ijósi á liðna tíð og eiga sér enga hliðstæðu hérlendis. Þetta eru bækur fyrir alla fjölskyld- una. í gjafapakkanum kosta þær kr. 7.245.00 en ella 9.660.00 Litlu matreiðslubækurnar: Þessar bækur eru samdar af Lotte Havemann en Ib Wess- man þýddi og staðfærði. Þaö er litmynd á hverri síðu. Nú bætast viö tvær bækur, KÖKUR og KJÚKLINGAR en fyrir voru ÁBÆTISRÉTTIR, POTTRÉTTIR, KARTÖFLU- RÉTTIR og ÚTIGRILL OG GLÓÐARSTEIKUR í gjafa- pakkanum kosta þær allar sex kr. 15.987.00 en ella kr. j9.984.00. Lönd og landkönnun: Þennan bókaflokk þýðir Steindór Steindórsson frá Hlööum. Viö höfum þegar gefið út fjórar bækur, sem állar eru prýddar litmyndum, litkortum og uppdráttum. Hér kemur það skýrt í Ijós að mannkynssagan er meira heldur en morð og dráp undir stjórn kónga og keisara. Saga landkönnunar er þró- unarsaga mannsins, litríkari og skemmtilegri en flestar aörar. [ flokknum eru nú fjór- ar bækur: FRUMHERJAR í LANDALEIT, LANDAFUND- IRNIR MIKLU, HANDAN VIÐ SJÓNDEILDAHRING og KÖNNUN KYRRAHAFSINS. I gjafapakkanum kosta þær kr. 16.452.00 en ella kr. 21.936.00 Litlu litmyndabækurnar TVEIR PAKKAR: í fyrra gáfum við út fjórar bækur í Litla litmyndabóka- flokknum. Þær voru um hann SÆFINN SJÓRÆNINGJA og hétu Sæfinnur og nýja skipið, Sæfinnur og gimsteinninn, Sæfinnur og fíllinn og Sæ- finnur og fjársjóðurinn. Nú höfum við bætt við fjórum bókum hann PADDING- TON, þennan dæmalausa Perúbjörn sem gengur um í úlpu og með hatt og er sífellt að lenda í allskonar klandri. Við höfum búið um þessa heióursménn í sinn hvorum gjafapakkanum og kosta þeir kr. 1.440.00 í stað kr. 1.920.00 ef bækurnar eru keyptar stakar. Sígildar sögur með litmynd- um: Þessum bókaflokki er ætlað þaö hlutverk aö kynna börn- um og unglingum það besta úr heimsbókmenntunum. Við höfum útbúið gjafapakka með fjórum þeirra, þ.e.a.s. Skyttunum þremur, Róbín- son-fjölskyldunni, Gulleyj- unni og Tuma Sawyer. Þann- ig kosta þær kr. 5.940.00 í stað 7.920.00. Við bjóðum aðeins það besta í gjafapökkunum okkar og viljum með þessum hætti koma til móts viö fólk á margan hátt Kjörgripur á bókamarkaöinum Feröabók þessi er prýdd eitthundrað pennateikningum, tuttugu og einni vatnslitamynd og tveimur olíumálverkum. Fæstar þessara mynda hafa birst á prenti áöur og er aö þeim stórmikill menningarsögulegur fengur. Má meö sanni segja aö þær fylli bilið milli Feröabókar Eggerts og Bjarna og bóka þeirra Mackenzies og Gaimards. fATAsf 'CVÍ^VEL Qf K-vensi* 'SSSSSS Steingríms saga — stórsaga STEINGRÍMS SAGA Sjálfsævisaga Steingríms Steinþórssonar forsætisráöherra Brýtur í blað í íslenskri ævisagnaritun Bækur um kvenlega fegurð og tísku \ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.