Tíminn - 08.12.1979, Side 7

Tíminn - 08.12.1979, Side 7
Laugardagur 8. desember 1979 7 Nótt Pramsóknarflokksins Þegar þessar llnur eru skrifaBar er klukkan 06.20 að morgni þriðjudagsins 4. des. 1979 og er ljóst á þessari stundu að Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Framsóknarflokkurinn og stefna hans i þjóðmálum yfir- leitt hefur gjörsigrað fyrst og fremst leiftursókn Sjálfstæðis- flokksins. Fyrsti áfangi I leiftursókn Sjálfstæðisflokksins var að þeirra eigin áliti, alger vissa fyrir þvi að fylgisaukning flokksins yröi mikil, eða 6-7 þingmenn. Þessi fyrsti liður i leiftursókninni brást algerlega, og guði sé lof fyrir það, þvi hvernig heföi málum háttað i framtiðinni ef þeim heföi vaxið ásmegin, en allir liðir leiftur- sóknarinnar farið eins og sá fyrsti fór, „mistekist alger- lega”. Sá sigur sem ég hef fyrst og fremst I huga er aö við fram- sóknarmenn i Reykjanesum- dæmihöfum núá nýendurheimt þingmann okkar I kjördæminu, og lagt þar með grunninn aö frekari sókn okkar i þéttbýli landsins i framtiðinni. Ég er sannfærður um að 5. þingmaður okkar Reyknesinga Jóhann Ein- varðsson mun vinna kjördæmi okkar vel, og þar með Fram- sóknarflokknum og þjóðinni allri er hann tekur nú sæti á Al- þingi Islendinga. Þar fer saman Stefán Ó. Jónsson maður háttvismjög, prúömenni hiö mesta og maður reyndur mjög I sveitarstjórnarmálum. Til hamingju meö sigurinn Jó- hann og gangi þér vel i störfum þinum á Alþingi, þú veist aö viö stöndum öll einhuga að baki þér. Framsóknarflokkurinn er nú á ný næststærsti flokkur á Al- þingi, og hefur fengið eindregna stuðningsyfirlýsingu þjóðarinn- ar til forystuhlutverks i þjóð- málum, þaðsýnirsú litla sveifla yfir til Sjálfstæðisflokksins glögglega. En nú riður á að framsóknarmenn um land allt standi áfram sem hingað til ein- huga að baki fulltrúum sinum á Alþingi i sveitarog bæjarstjórn- um, og öllum öörum áhrifastöð- um. Við framsóknarmenn verð- um nú aö sýna þjóöinni að við séum traustsins verðir og sýn- um það I verkum okkar á fyrr- greindum stöðum i framtiðinni. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeimfjölmörgu er lögðu hönd á plóginn i þessari kosningabaráttu fyrir mjög vel unnin störf, og þykist ég vita aö þessi orð mæli ég fyrir hönd allra er stóðu i forystuhlutverk- um fyrir Framsóknarflokkinn I þessarri baráttu. Sigur Fram- sóknarflokksins ber einnig að þakka samhentri forystu flokks- ins. Stefán Ó. Jónsson kosningastjóri Mosfellssveit. UMLUKINN ÖLDUF ÖLDUM Ættarsaga Hergilseyinga eftir Játvarð Jökul Júliusson á Miðjanesi. 172 bls. og nafnaskrá. Útg. Skuggsjá 1979. Frá byggðum Breiðafjarðar, hinu viðáttumikla héraði, sem skiptist til Barðastrandar-, Dala- og Snæfellsnessýslna, en i fjölda sókna og sveitarfélög, hefur meiri saga verið skráð en um önnur héruð þessa lands, þegar á allt er litið. Fer þar að sönnu mikið fyrir sögu hinna fornu frægðarsetra á Bæ á Rauðasandi, Haga og Reykhóla að norðanverðu, Skarðs, Hvamms og Sauðafells i Dala- sýslu, Helgafells, Fróðár og Ingjaldshóls að sunnan, og eru þá talin aðeins örfá staðanöfn. Er raunar vant að telja, þvi að einstakir menn og ættir gerðu viða garðinn frægan, svo að bjart er um að litast I heimild- um, en dimmt yfir á köflum og litla vitneskju að finna. — Hið rósama mannlif, sem siður get- ur, var þó löngum fegurra og farsælla, nema um eitt, sem tlð- um er ástæða þagnarinnar i timans safni, en það er lifsstriö- ið við fátæktina. Þess getur þó litt viö hina stóru staði. Til þeirra guldust leigur og af- reiöslur, hversu sem áraöi, unz leiguliðarnir gáfust upp i hinni vonlausu baráttu og fóru á ver- gang eða fram af heiminum. Það er ekki fyrr en nú, á tim- um hins fallvalta auðs skamm- æs jafnaðar almennings i is- lenzku þjóðfélagi, að svo mikil fátækt grúfir yfir sögu útvarö- anna við Breiðafjörð, Saurbæj- ar og Ingjaldshóls, að örbirgð má kalla. A þessum stórbýlum aldalangrar hefðar er nú eyði- legt mjög, þótt enn séu kirkju- setur, þvi að mannvist er þar engin. Þvi miður eru þau örlög táknræn um þá sögu, sem nú er skráð frá degi til dags við norðanverðan Breiðafjörð og gætu verið yfirskrift nútima- kaflans, kveðjuorðanna til fjölda auðra mannabóla, eink- um um miðbik Baröastrandar- sýslu og eyjabyggðina. Múla- sveit er með öllu fallin i auðn. Enginn bær er lengur i byggö frá Auöshaugi á Hjaröarnesi og allt inn að Kletti i Gufudals- sveit. Nýlegt kirkjuhús stendur að Skálmarnesmúla, á auðum stað i mannlausri sókn, þar sem áöur var albyggð sveit og allt fram um miðja þessa öld, en Múli á Skálmarnesi kunnur i þjóðarsögunni á ýmsum timum, stórbændagarður og stundum prestból, en þó helzt vegna „Skálmarnesskólans”, sem svo er tiðum nefndur i umræðunni um aldur Islendinga sagna, enda var Hrólfur rikisbóndi á Skálmarnesmúla all frægt sagnaskáld og sagnamaður eins og sira Ingimundur Einarsson á Reykhólum, haldgott og merki- legt dæmi um sagnaskemmtun Islendinga á 12. öld og hina munnlegu geymd sagnanna, sem þvi er nokkuö tvirætt um. Byggð er enn i Flateyjar- hreppi, en fámenn mjög og hinn fyrri ljómi fölnaður. Er al- kunna, hve vel var búið I bæði á sjó og landi við hin fjöl- þættu störf og góðan kost sjó- fangs, fugls og holls mjólkur- matar af búsmalanum, sem nærðist við safarikt kjarngresi eyjagróörarins. Mikil menning dafnaði við þessi kröfuhörðu, en veitulu skilyrði. Skal þar ekki talið að sinni, en minnt á Flateyjarbók, sem eyjarbóndinn gaf biskupin- um, Eggert skáld og náttúru- fræðing, Framfarastiftunina og bókasafniö, flutning Gisla Kon- ráðssonar fræðimanns norðan úr Skagafirði i boði eyjamenn- ingarinnar, og svo Þóru I Skóg- um, móður þjóöskáldsins. Frá lifi margra kynslóða, einkum i eyjunum og grann- sveitunum i landi, Barðaströnd og Múlasveit, segir af miklum næmleik i bók Játvarðs Jökuls Júliussonar um Eggert Ólafsson útvegsbónda i Sauðeyjum, sem byggði Hergilsey úr aldalangri auðn 1783, þegar illæri var við- ast um land og hafþök af is fram á sumar, en Skaftáreldar að losna úr læðingi, upphaf reykjarharðindanna. Eggert var umlukinn ölduföldum, ekki, jafnvel þó aö byggð sé á mikilli bókfræðilegri kunnáttu, ef ekki kæmi til eigin reynslu- þekking og hinn skyggni lifs- reynsluskilningur. Það eru þessir hæfileikar höfundar, sem gera ætt- og sannfræðina svo lif- andi heild, að unun er að lesa, mótað allt hinni listrænu skynj- un þess fræðimanns, sem gefinn er andi skáldsins. Játvarður Jökull kann lika þá list sögumannsins að fornri, is- lenzkri hefö að vera gagnorður og láta lesandanum eftir hljóð- látar hugrenningar. Hinn breiði still málalenginga og vanga- veltu verður ekki fundinn i bók- inni um þá, sem umluktir voru ölduföldum Breiðafjaröar. Umhverfið mótar manninn. Þess vegna verða nokkur ólik- indi greind milli fólksins i ein- stökum héruðum. Sérkenni Breiðfirðinga eru meiri likam- legur og andlegur þroski i al- mennu tilliti, en viðast annars staðar varð fundinn, af þvi að þar voru matföng meiri og fjöl- breyttari. Einnig varð atgervi pilta meira, er þeir vöndust ár- inni ungir og ýmsu erfiöi og tvi- ar, heldur af hinu, aö lifskrafan þar var mikil til likama og sál- ar. Væri karlmannlega viö brugðizt, voru sigurlaun áræðis og áhættu mikil. Sauðeyjar og Hergilsey, þar sem Eggert útvegsbóndi bjó áð- ur við fjölmenni, eru nú auðar sem flestar aðrar Vestureyja, og mannlifiö breytt. Múlasveit i eyði og margar jaröir i öörum sóknum i landi. En það sér á við lestur bókarinnar eftir Játvarð á Miðjanesi, að enn á hið fyrra og fræga ris i sagnahefö, fræð- um og skáldhneigð þess manns, sem lengi mun nefndur viö is- lenzk þjóðfræði. Svo merkur er sá skerfur, sem hann hefur lagt af mörkum i ættarsögu Hergils- eyinga. Bókin er prýðilega út gefin, og svo er setningin vönduö, að prófarkalestur hefur komizt til óvenjugóðra skila. Prentvillur verða vart fundnar og vita allir, sem nokkuö hafa látið á þrykk út ganga i blöðum og bókum, hve afar erfitt er að leiðrétta ranga setningu prentsmiðjanna. Hlýtur svo góður frágangur að teljast þeim mun umtalsverðari U mlukinn öldnf öldum Breiðafjarðareyjum, að mörg þótti þar matarholan, enda streymdi þangaö löngum upp- flosnaður ölmusulýður i hallær- um i von um björg i sulti og alls- leysi. En eyjabúskapurinn var erfiður og áhættusamur. Var þar eigi heiglum hent að vera, og má með réttu telja, að um- herfið, hinar ytri aðstæður eyja- lifsins, og um margt einnig bú- enda i landi, þar sem nær allar jarðir liggja að sjó, hafi ræktað kappsmenn mikla og þær hetj- ur, sem fastast sóttu sjóinn, einnig konur, er fóru jafnvel i verið i Bjarneyjar og Odd- bjarnarsker, en börnin alin upp EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. ^ Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i SamvinnU- bankanum. breiðfirzki eyjabóndinn og sjó- sóknarinn, forfeður hans marg- ir og niðjar. Þessi bók, sem að stofni til er ættfræðirit, er svo margslungin atburða- og ör- lagasögu á meir en þriggja alda bili, að hún' er ekki aðeins áreiðanleg ættartala, heldur merkileg, breiðfirzk mannlifs- saga. Nöfnin eru gædd lifi sagn- anna frá hinum fjarlæga tima nær týndrar fortlðar og persón- urnar verða ljóslifandi. Hinn nafnlausi fjöldi islenzkrar al- þýðu er hið torfærasta rann- sóknarefni. Þarf þvi ekki ein- asta fádæma iðni til að rekja ættir alþýöufólks á svo fullkom- inn og samfelldan hátt, sem hér er gert, en éinnig heppni mikill- ar fundvisi, sem raunar er árangur náinnar þekkingar á sögusviðinu fyrr og siðar. „Veruleikinn i lifinu er stundum skáldlegri harmleikur eða skáldlegra afrek, en á nokkurs manns færi væri að hugsa upp”, segir höfundur i formála. Sagnaþekking hans úr byggðum Breiðafjarðar er svo yfirgrips- mikil, að hann getur rakið at- burði I lífi hinna fyrri manna, karla og kvenna, eins og for- spár þess, er verða vildi, eða jafnvel örlagavalda. Er það einkum hið harmsögulega efni og einnig þau fyrirbæri, er sveipuð eru dulúð þjóðtrúarinn- ar i mætti sterkra áhrifa i lifs- veruleikanum sjálfum I áhættu sjómennskunnar og návigi hinztu raka næstum hvern ein- asta dag. En hugmynd bókritar- ans um harmleikinn og afrek i lifsbaráttu kynslóðanna nægði Játvaröur Jökull Júlíusson sýnu, en stúlkur fullorðnuðust fyrr vegna hinnar yfirþyrmandi alvöru eyjalifsins, hvenær, sem hreyfði vind, en bátar á sjó. Kemur þetta greinilega fram i bók Játvarðar Jökuls og eru hinir mörgu, kornungu foreldr- ar, sem hann segir frá, dæmi þess. Má ætla, að fáir hugleiði slikar röksemdir, þegar þeir igrunda hina rómuðu, breiö- firzku menningu, né þá heldur það, að þetta fólk var háð land- lægum sjúkdómum eins og holdsveikinni, og umferö i þess- um byggöum svo mikil og sam- göngur á sjó greiðar, aö far- sóttirnar, sem felldu þúsundir Islendinga, þ.á.m. miklabóla, fóru þar ekki hjá. Mannlifiö á Breiðafirði var ekki svo blóm- legt sem þjóð veit, af þvi að lifið þar væri léttara en annars stað- bókmenntir kostur, að bókin er i flokki heimildarrita, sem enn hægara er aö nota vegna nafnaskrár og skýrrar efnisröðunar og kafla- skiptingar. Loks skal minnt á orö Ját- varðs J. Júllussonar um þann harmleik og þau afrek veruleik- ans, sem yfirstiga jafnvel hug- myndaflug skáldsögunnar. Höfða þau aö visu til sjóslys- anna miklu, er 23 drukknuðu frá Hergilsey 1801 og 1816, ættmenn Hergilseyinga, venzlafólk og hásetar, og raunar hiö áhættu- sama eyjalif allar aldir byggðarinnar. Það er gömul sorgarsaga og ný, að tiöum hendir slys við sjóinn. En þess vildum vér minnast i oröum Játvarös um hina hörðu lifs- reynslu, að hann hefur lifaö viö þá raun i fjölda ára, að fætur hans eru dofnir og hendurnar máttvana. Fræðabóndinn á Miðjanesi er það, sem á nú- tiðarmáli er kallað hreyfi- lamaður. Samt hefur hann ekki tekið sér far með siðasta skipi suður, svo að vitnað sé i aöra bók og alls ólika um eyjalifið. Bókritun Játvarðs, hið frábær- lega vel unna verk mikillar heimildakönnunar og áralangr- ar undirbúningsvinnu, er afrek þess manns, sem háður er svo hörmulegri lömun. Umlukinn ölduföldum, bókin um breið- firzku hetjuna Eggert Olafsson i Hergilsey, áa hans og afkom- endur, er breiðfirzk hetjudáð vorra tima. Það væri út af fyrir sig afrek, ef handavanur maður skrifaði skáldsögu, — en fræði- rit með allri þeirri óhemju vinn- u , sem til þarf, það er aðeins á færi hetjunnar. AgústSigurösson á Mælifelli.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.