Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 1

Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 1
Í október síðastliðnum fó b Bloggsíða með myndum af götutísku Reykjavíkur „Hingað til hefur stórum hluta af slögunum verið hent, þannig að þetta er búbót þótt upphæðirnar í spilinu séu ekkert sérlega háar,“ segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norð- lenska. Fyrirtækið hefur selt um hundrað tonn af úrbeinuðum kindaslögum til Bretlandseyja á undanförnu ári. Þar eru þau notuð í kebab-gerð. Slögin eru sá hluti kindarinn- ar sem erfiðast er að koma í verð. Hér á landi eru þau aðallega notuð í kæfugerð og rúllu- pylsur auk þess sem Færeyingar kaupa hluta framleiðslunn- ar til sama brúks. Í Bretlandi hafa menn hins vegar fundið önnur not fyrir slög- in, það er í kebab- rétti. „Kebab-fram- leiðslan er öðruvísi en maður hefði búist við,“ segir Ingvar. „Þeir setja slögin ekki beint á teininn, heldur eru þau fösuð, það er að segja sett í hrærivél og búin til úr þeim eins konar kjötkeila sem síðan er steikt á teini.“ Kebab-réttir eiga rætur að rekja til Mið-Austurlanda en eru nú vin- sæll skyndibiti um allan heim. Þeir hafa þó ekki gert sig gildandi á Ís- landi svo heitið geti og Ingvar býst við að kindaslögin verði því áfram notuð fyrst og fremst í rúllupyls- ur hér á landi. „En skrokkarnir eru verkaðir frá toppi til táar og við erum að minnsta kosti að fá ágætt verð fyrir þetta núna.“ Krummi í Mínus fer með hlutverk Jesú Krists í uppsetn- ingu Vesturports á söngleikn- um Jesus Christ Superstar. Hann stígur þannig fyrstu skref sín á leiklistarsviðinu. Krummi er flestum kunn- ur sem tónlistar- maður, og er oft á tíðum kennd- ur við rokk- hljómsveitina Mínus. Tveir fé- lagar Krumma úr Mínus, þeir Bjarni Sigurð- arson og Björn Stefánsson, stjórna hljómsveitinni í uppsetningunni. Auk þess fara tónlistarmennirnir Jens Stefáns- son og Bjarni Hall með hlutverk Péturs og Júdasar. Söngleikurinn verður frum- sýndur um mitt sumar. Krummi leikur Jesú Krist BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Opið til 21 í kvöld www.xf.is AFNÁM KVÓTAKERFISINS! Magnús Þór og Kolbrún Stefánsdóttir flytja erindi og ræða við fundargesti. Dúett Ingiríðar og Leifs leikur djass. Skeifunni 7 í kvöld kl. 20 allir velkomnir! Óvenju mikil um- svif hafa verði á fasteignamark- aðnum í Vestmannaeyjum síðustu misseri og fyrirsjáanlegt að svo verði áfram. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir fjölda þinglýstra kaupsamn- inga aldrei hafa verið jafnmikinn og nú. Sveitarfélagið hafi til dæmis selt rúmlega þrjátíu íbúðir úr fé- lagslega kerfinu á innan við ári en þessar íbúðir hafi lítið hreyfst áður fyrr. „Samkvæmt mínum bókum flokkast þetta sem verulega líf- legur markaður,“ segir Elliði. Guðbjörg Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, segir að allar góðar eignir seljist, „sérstaklega góð ein- býlishús og góðar íbúðir. Margir eru að fara í betra húsnæði. Svo er fólk uppi á landi að kaupa sér af- drep,“ segir hún. Fasteignaverð í Eyjum hefur hækkað um tuttugu til þrjátíu pró- sent. Stór blokkaríbúð sem kostaði um fjórar milljónir í fyrra selst nú á fimm milljónir. Helgi Bragason lögmaður áætlar að fimmtán til tuttugu fasteignir hafi verið seld- ar á mánuði það sem af er árinu. Elliði telur trú fjárfesta á vaxtar- möguleikum í Eyjum hafa auk- ist. „Fram undan eru stórkostleg- ar samgöngubætur. Við komum til með að vera í beinum tengslum við Suðurland. Það tekur tuttugu mínútur að fara um jarðgöng á milli og sigling tekur hálftíma. Sjávarútvegurinn hefur líka eflst og skilað auknum tekjum.“ Verslunarhúsnæði er í byggingu í miðbænum í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að fimm versl- anir verði á jarðhæð og fimmtán íbúðir á efri hæðum. Þá er tals- verð eftirspurn eftir lóðum fyrir iðnaðarhúsnæði og einbýlishús. Bæjaryfirvöld reikna með að á næstu þremur árum verði byggð- ir 25 þúsund fermetrar. Þá hefst bygging menningarhúss á næst- unni. „Þetta er mesta uppbygging sem um getur eftir að byggð hófst í Eyjum,“ segir Elliði. Fasteignir rjúka út í Vestmannaeyjum Fasteignamarkaðurinn er óvenju líflegur í Vestmannaeyjum og íbúðir rjúka út. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á næstu árum verði 25 þúsund fermetrar byggðir. Uppbyggingin nú sé sú mesta „eftir að byggð hófst í Eyjum“. verk að vinnaFIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 M YN D / BIRTA RÁ N BJÖ RG VIN SD Ó TTIR Hefur gert upp um tuttugu vinnuvélar Tíu manna hópur, á aldr- inum fimmtán til 26 ára, hefur verið ákærður fyrir ótrúlega af- brotahrinu sem stóð frá júlí í fyrra og út janúar síðastliðinn. Ákæran er í sjötíu liðum, sem eru flestir vegna auðgunarbrota ýmiss konar. Auk þess er fólkið meðal annars ákært fyrir fíkni- efnamisferli, eignaspjöll og fjöl- marga bílþjófnaði. Þrír menn tengjast langflestum brotunum. Þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut refsidóma í febrúar síðast- liðnum fyrir alls kyns brot í alls ellefu byggðarlögum. Helgi Gunnlaugsson, prófess- or í félagsfræði, segir líklegt að um sé að ræða kjarnahóp síbrota- manna þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Hann man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota sama hóps á jafn skömmum tíma. Árnesgengið aftur fyrir dóm

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.