Fréttablaðið - 12.04.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 12.04.2007, Síða 1
Í október síðastliðnum fó b Bloggsíða með myndum af götutísku Reykjavíkur „Hingað til hefur stórum hluta af slögunum verið hent, þannig að þetta er búbót þótt upphæðirnar í spilinu séu ekkert sérlega háar,“ segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norð- lenska. Fyrirtækið hefur selt um hundrað tonn af úrbeinuðum kindaslögum til Bretlandseyja á undanförnu ári. Þar eru þau notuð í kebab-gerð. Slögin eru sá hluti kindarinn- ar sem erfiðast er að koma í verð. Hér á landi eru þau aðallega notuð í kæfugerð og rúllu- pylsur auk þess sem Færeyingar kaupa hluta framleiðslunn- ar til sama brúks. Í Bretlandi hafa menn hins vegar fundið önnur not fyrir slög- in, það er í kebab- rétti. „Kebab-fram- leiðslan er öðruvísi en maður hefði búist við,“ segir Ingvar. „Þeir setja slögin ekki beint á teininn, heldur eru þau fösuð, það er að segja sett í hrærivél og búin til úr þeim eins konar kjötkeila sem síðan er steikt á teini.“ Kebab-réttir eiga rætur að rekja til Mið-Austurlanda en eru nú vin- sæll skyndibiti um allan heim. Þeir hafa þó ekki gert sig gildandi á Ís- landi svo heitið geti og Ingvar býst við að kindaslögin verði því áfram notuð fyrst og fremst í rúllupyls- ur hér á landi. „En skrokkarnir eru verkaðir frá toppi til táar og við erum að minnsta kosti að fá ágætt verð fyrir þetta núna.“ Krummi í Mínus fer með hlutverk Jesú Krists í uppsetn- ingu Vesturports á söngleikn- um Jesus Christ Superstar. Hann stígur þannig fyrstu skref sín á leiklistarsviðinu. Krummi er flestum kunn- ur sem tónlistar- maður, og er oft á tíðum kennd- ur við rokk- hljómsveitina Mínus. Tveir fé- lagar Krumma úr Mínus, þeir Bjarni Sigurð- arson og Björn Stefánsson, stjórna hljómsveitinni í uppsetningunni. Auk þess fara tónlistarmennirnir Jens Stefáns- son og Bjarni Hall með hlutverk Péturs og Júdasar. Söngleikurinn verður frum- sýndur um mitt sumar. Krummi leikur Jesú Krist BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Opið til 21 í kvöld www.xf.is AFNÁM KVÓTAKERFISINS! Magnús Þór og Kolbrún Stefánsdóttir flytja erindi og ræða við fundargesti. Dúett Ingiríðar og Leifs leikur djass. Skeifunni 7 í kvöld kl. 20 allir velkomnir! Óvenju mikil um- svif hafa verði á fasteignamark- aðnum í Vestmannaeyjum síðustu misseri og fyrirsjáanlegt að svo verði áfram. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir fjölda þinglýstra kaupsamn- inga aldrei hafa verið jafnmikinn og nú. Sveitarfélagið hafi til dæmis selt rúmlega þrjátíu íbúðir úr fé- lagslega kerfinu á innan við ári en þessar íbúðir hafi lítið hreyfst áður fyrr. „Samkvæmt mínum bókum flokkast þetta sem verulega líf- legur markaður,“ segir Elliði. Guðbjörg Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, segir að allar góðar eignir seljist, „sérstaklega góð ein- býlishús og góðar íbúðir. Margir eru að fara í betra húsnæði. Svo er fólk uppi á landi að kaupa sér af- drep,“ segir hún. Fasteignaverð í Eyjum hefur hækkað um tuttugu til þrjátíu pró- sent. Stór blokkaríbúð sem kostaði um fjórar milljónir í fyrra selst nú á fimm milljónir. Helgi Bragason lögmaður áætlar að fimmtán til tuttugu fasteignir hafi verið seld- ar á mánuði það sem af er árinu. Elliði telur trú fjárfesta á vaxtar- möguleikum í Eyjum hafa auk- ist. „Fram undan eru stórkostleg- ar samgöngubætur. Við komum til með að vera í beinum tengslum við Suðurland. Það tekur tuttugu mínútur að fara um jarðgöng á milli og sigling tekur hálftíma. Sjávarútvegurinn hefur líka eflst og skilað auknum tekjum.“ Verslunarhúsnæði er í byggingu í miðbænum í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að fimm versl- anir verði á jarðhæð og fimmtán íbúðir á efri hæðum. Þá er tals- verð eftirspurn eftir lóðum fyrir iðnaðarhúsnæði og einbýlishús. Bæjaryfirvöld reikna með að á næstu þremur árum verði byggð- ir 25 þúsund fermetrar. Þá hefst bygging menningarhúss á næst- unni. „Þetta er mesta uppbygging sem um getur eftir að byggð hófst í Eyjum,“ segir Elliði. Fasteignir rjúka út í Vestmannaeyjum Fasteignamarkaðurinn er óvenju líflegur í Vestmannaeyjum og íbúðir rjúka út. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á næstu árum verði 25 þúsund fermetrar byggðir. Uppbyggingin nú sé sú mesta „eftir að byggð hófst í Eyjum“. verk að vinnaFIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 M YN D / BIRTA RÁ N BJÖ RG VIN SD Ó TTIR Hefur gert upp um tuttugu vinnuvélar Tíu manna hópur, á aldr- inum fimmtán til 26 ára, hefur verið ákærður fyrir ótrúlega af- brotahrinu sem stóð frá júlí í fyrra og út janúar síðastliðinn. Ákæran er í sjötíu liðum, sem eru flestir vegna auðgunarbrota ýmiss konar. Auk þess er fólkið meðal annars ákært fyrir fíkni- efnamisferli, eignaspjöll og fjöl- marga bílþjófnaði. Þrír menn tengjast langflestum brotunum. Þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut refsidóma í febrúar síðast- liðnum fyrir alls kyns brot í alls ellefu byggðarlögum. Helgi Gunnlaugsson, prófess- or í félagsfræði, segir líklegt að um sé að ræða kjarnahóp síbrota- manna þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Hann man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota sama hóps á jafn skömmum tíma. Árnesgengið aftur fyrir dóm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.