Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 82

Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 82
 Atvik sem átti sér stað eftir leik Hauka og Keflavík- ur á þriðjudagskvöld hefur vakið mikla athygli. Þá fær Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, olnbogann á Arnari Mar Gunnars- syni, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, í hálsinn. Arnar Mar hefur beðið Helenu og Haukana afsökunar á fram- ferði sínu. Helena segir hann hafa játað að um viljaverk hafi verið að ræða og slíkt hið sama segja Haukar. Annað segir Arnar Mar þó við Fréttablaðið. „Þetta var óviljaverk. Ég átt- aði mig ekki á því að nokkuð hefði gerst fyrr en morguninn eftir þegar byrjað var að ræða þetta á spjallsíðum. Ég tók ekki eftir að nokkuð hefði gerst. Ég hef beð- ist fyrirgefningar. Adrenalín- ið var í botni eftir leik og ég sé eftir þessu,“ sagði Arnar Mar en á hverju er hann nákvæmlega að biðjast afsökunar? „Að hafa labbað aðeins utan í hana, sem ég hefði ekki átt að gera. Ég var ekkert að hugsa. Ég mun gera eitthvað gott fyrir Hel- enu í staðinn. Mér finnst samt að verið sé að gera of mikið úr mál- inu. Ég geri mér samt grein fyrir að þetta lítur ekki vel út fyrir mig en ég ætlaði ekki að gefa olnboga- skot eða meiða hana.“ Helena var ekki ánægð með hegðun Agnars og segir hann hafa sagt aðra sögu við sig en Frétta- blaðið. „Hann labbaði utan í mig. Hann viðurkenndi að hafa gert þetta viljandi og segist sjá mikið eftir þessu,“ sagði Helena, sem hefur fyrirgefið Agnari þótt hún sé ekki ánægð með hann. „Mér fannst mjög hallærislegt að gera þetta og hann verður að eiga þetta við sjálfan sig. Dómarinn vildi svo ekkert gera neitt í þessu. Sagði að leikurinn væri búinn.“ Agnar Mar Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, hefur beðið Helenu Sverrisdóttur, leikmann Hauka, afsökunar á að hafa rekist utan í hana eftir leik liðanna á þriðjudag. Agnar segir um óviljaverk að ræða af sinni hálfu. musicI Sony Ericsson W880i Örþunnur Walkman tónlistarsími Frábær 2 megapixla myndavél • Léttur og fjölhæfur MP3 tónlistarspilari með tónlistargreini Handfrjáls búnaður fylgir Verð 39.980 kr. Verð áður 49.900 kr. Þú færð símann í vefversluninni á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. Tilboðin gilda til 15. apríl MDS-60 ferðahátalarar Verð 3.980 kr. Verð áður 4.980 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.