Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 1

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 1
 „Við fórum til að athuga með reykjarlykt en þá stóðu eld- tungurnar upp úr niðurfalli á klós- ettinu. Áður en við vissum af fyllt- ist húsið af reyk og það brakaði og small í veggjunum. Þá hlupum við út úr húsinu og mættum slökkvi- liðsmönnum á leiðinni inn,“ segir Patrekur Sigurjónsson sem var við þriðja mann við störf í Lækjargötu 2 þegar gífurlegur eldur braust þar út í gær. Félagi hans, Bjarni Sig- urðsson, telur eldinn hafa breiðst út í húsinu á tveimur til þremur mín- útum. „Við höfðum ekki einu sinni tíma til að taka dótið okkar með okkur, svo fljótt var þetta að gerast. Við einfaldlega hlupum út með eld- inn á hælunum.“ Gífurleg eyðilegging varð í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar húsin að Lækjargötu 2 og Austur- stræti 22 urðu eldi að bráð. Allt til- tækt lið lögreglu og slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins barðist við eldinn í allan gærdag. Engin slys urðu á fólki þegar eldurinn braust út eða í aðgerðum á staðnum. Til- kynnt var um eldinn laust fyrir klukkan tvö og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs á höfuðborg- arsvæðinu þegar sent á staðinn. Voru starfsskilyrði slökkviliðs afar erfið í allan gærdag á meðan slökkvistörfum stóð. Reykkafarar lýsa aðkomunni sem gríðarlega erf- iðri og fyrstu mínúturnar gátu þeir aðeins varist eldinum sem sótti að þeim úr öllum áttum. Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar, segir ljóst að eldvörnum hafi verið ábótavant í húsunum. „Annars hefði eldur ekki náð svona langt. En það er erfitt að fara að ítrustu kröfum í brunavörn- um í gömlum friðuðum húsum því þau eru byggð eftir gömlum reglu- gerðum.“ Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að rannsókn bendi til að eldsupptök hafi verið í loftljósi í söluturni sem stendur á milli húsanna sem eru tvö af þeim elstu og sögufræg- ustu í Reykjavík. Ljóst er að menningarsögulegt tjón er mikið en borgarstjóri segir að húsin verði endurreist. Fjárhags- legt tjón hefur ekki verið metið en það skiptir mörg hundruð milljón- um, að sögn þeirra sem gerst þekkja. Opið 13–17 í dag Allir velkomnir. 20.52 Um 200 manns sinntu útkallinu Stórtjón eftir elds- voða í miðbænum Að minnsta kosti þrír voru fluttir á slysadeild með brunasár í gærkvöld eftir að heitavatns- æð rofnaði í miðborg Reykjavík- ur. Um 80 gráðu heitt vatn foss- aði niður Vitastíg og Laugaveg og áttu vegfarendur fótum sínum fjör að launa. Lekans varð vart um klukk- an tíu í gærkvöld en þá tók heitt vatn að fossa upp um götubrunn á Vitastíg. Skömmu síðar lokaði lögreglan Laugaveginum fyrir umferð en þá höfðu nokkrir veg- farendur brennt sig á vatninu. Að sögn læknis á slysadeild var ekki um alvarleg brunasár að ræða. Þá flæddi vatn í að minnsta kosti einn kjallara við Laugaveg og olli þar einhverjum skemmd- um. Ekki er ljóst að svo stöddu hvers vegna heitavatnsæðin gaf sig. Vegfarendur brenndust 17.10 Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs barðist við eld í miðbæ Reykjavíkur í gær- dag. Eldurinn átti upptök í söluturni. Eldvarnir voru ófullnægjandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.