Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 1
 „Við fórum til að athuga með reykjarlykt en þá stóðu eld- tungurnar upp úr niðurfalli á klós- ettinu. Áður en við vissum af fyllt- ist húsið af reyk og það brakaði og small í veggjunum. Þá hlupum við út úr húsinu og mættum slökkvi- liðsmönnum á leiðinni inn,“ segir Patrekur Sigurjónsson sem var við þriðja mann við störf í Lækjargötu 2 þegar gífurlegur eldur braust þar út í gær. Félagi hans, Bjarni Sig- urðsson, telur eldinn hafa breiðst út í húsinu á tveimur til þremur mín- útum. „Við höfðum ekki einu sinni tíma til að taka dótið okkar með okkur, svo fljótt var þetta að gerast. Við einfaldlega hlupum út með eld- inn á hælunum.“ Gífurleg eyðilegging varð í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar húsin að Lækjargötu 2 og Austur- stræti 22 urðu eldi að bráð. Allt til- tækt lið lögreglu og slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins barðist við eldinn í allan gærdag. Engin slys urðu á fólki þegar eldurinn braust út eða í aðgerðum á staðnum. Til- kynnt var um eldinn laust fyrir klukkan tvö og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs á höfuðborg- arsvæðinu þegar sent á staðinn. Voru starfsskilyrði slökkviliðs afar erfið í allan gærdag á meðan slökkvistörfum stóð. Reykkafarar lýsa aðkomunni sem gríðarlega erf- iðri og fyrstu mínúturnar gátu þeir aðeins varist eldinum sem sótti að þeim úr öllum áttum. Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar, segir ljóst að eldvörnum hafi verið ábótavant í húsunum. „Annars hefði eldur ekki náð svona langt. En það er erfitt að fara að ítrustu kröfum í brunavörn- um í gömlum friðuðum húsum því þau eru byggð eftir gömlum reglu- gerðum.“ Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að rannsókn bendi til að eldsupptök hafi verið í loftljósi í söluturni sem stendur á milli húsanna sem eru tvö af þeim elstu og sögufræg- ustu í Reykjavík. Ljóst er að menningarsögulegt tjón er mikið en borgarstjóri segir að húsin verði endurreist. Fjárhags- legt tjón hefur ekki verið metið en það skiptir mörg hundruð milljón- um, að sögn þeirra sem gerst þekkja. Opið 13–17 í dag Allir velkomnir. 20.52 Um 200 manns sinntu útkallinu Stórtjón eftir elds- voða í miðbænum Að minnsta kosti þrír voru fluttir á slysadeild með brunasár í gærkvöld eftir að heitavatns- æð rofnaði í miðborg Reykjavík- ur. Um 80 gráðu heitt vatn foss- aði niður Vitastíg og Laugaveg og áttu vegfarendur fótum sínum fjör að launa. Lekans varð vart um klukk- an tíu í gærkvöld en þá tók heitt vatn að fossa upp um götubrunn á Vitastíg. Skömmu síðar lokaði lögreglan Laugaveginum fyrir umferð en þá höfðu nokkrir veg- farendur brennt sig á vatninu. Að sögn læknis á slysadeild var ekki um alvarleg brunasár að ræða. Þá flæddi vatn í að minnsta kosti einn kjallara við Laugaveg og olli þar einhverjum skemmd- um. Ekki er ljóst að svo stöddu hvers vegna heitavatnsæðin gaf sig. Vegfarendur brenndust 17.10 Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs barðist við eld í miðbæ Reykjavíkur í gær- dag. Eldurinn átti upptök í söluturni. Eldvarnir voru ófullnægjandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.