Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 32
greinar@frettabladid.is
Ef leiðtogar stjórnarandstöð-unnar birtu svohljóðandi
sameiginlega yfirlýsingu nú
strax í byrjun kosningarbarátt-
unnar, þyrftu kjósendur ekki að
velkjast í vafa um valkostina í
stjórnmálunum:
„Stjórnarandstöðuflokkarn-
ir hafa ákveðið að mynda nýja
meirihlutastjórn, nái þeir til-
skildum meiri hluta á Alþingi
í kosningunum í vor. Stjórnar-
andstaðan gengur bundin til al-
þingiskosninga í fyrsta sinn í
sögu lýðveldisins. Við heitum
því að mynda samhenta, hæfa
og sterka ríkisstjórn að loknum
kosningum, fáum við þingstyrk
til að stjórna landinu næstu
fjögur ár.
Höfuðatriðin í málefnasamn-
ingi nýrrar ríkisstjórnar verða
þessi:
Við myndum jafnaðarstjórn.
Við ætlum að hverfa frá þeirri
ójafnaðarstefnu, sem núverandi
ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks hefur markað.
Við ætlum að draga úr ójöfnuði
í samfélaginu með því að jafna
aðstöðu launþega og fjármagns-
eigenda í skattalögum, meðal
annars með hækkun skattleys-
ismarka. Við ætlum að tryggja
öldruðum, öryrkjum og öðrum,
sem höllum fæti standa, betri
og tryggari kjör. Við ætlum að
blása til nýrrar sóknar í mennta-
málum á öllum skólastigum, því
að góð menntun er lykillinn að
betri og jafnari lífskjörum til
langs tíma litið.
Við myndum græna stjórn.
Við ætlum að endurskoða stefn-
una í stóriðjumálum og taka rík-
ara tillit til landsins og komandi
kynslóða en núverandi ríkis-
stjórn hefur gert. Ákvarðan-
ir um einstök stóriðjuver hing-
að og þangað um landið snerta
alla landsmenn og einnig óborn-
ar kynslóðir og eru því sam-
eiginlegt úrlausnarefni þjóðar-
innar, en ekki sérmál einstakra
byggðarlaga. Við ætlum að
staldra við og marka framsýna
stóriðjustefnu í sátt við landið.
Við ætlum að stöðva uppblástur
landsins með því að hefta lausa-
göngu búfjár og hrossa, svo að
Ísland megi aftur verða grænt.
Við myndum frjálslynda
stjórn. Við ætlum að taka stefn-
una í sjávarútvegsmálum til
endurskoðunar og snúa frá því
rangláta og óhagkvæma fisk-
veiðifyrirkomulagi, sem núver-
andi ríkisstjórn hefur haldið til
streitu í óþökk mikils hluta þjóð-
arinnar. Við ætlum að virkja
ákvæði gildandi laga um sam-
eignarhald þjóðarinnar á fiski-
miðunum, bæði í orði og á borði.
Við ætlum að standa vörð um
frelsi einstaklingsins til orðs
og æðis, frelsi með ábyrgð. Við
ætlum að ýta undir heilbrigða
samkeppni og uppræta okur
með því að efla bæði fjármála-
eftirlit og samkeppniseftirlit.
Við myndum lýðræðisstjórn.
Við ætlum að loknum samning-
um við Evrópusambandið að
leggja í dóm þjóðarinnar tillögu
um aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu og upptöku evrunnar á
Íslandi í stað krónunnar. Í öllum
flokkum eru uppi öndverð sjón-
armið um Evrópumálið. Það er
skiljanlegt. Við munum takast á
um þetta mál fyrir opnum tjöld-
um. Við heitum því að virða nið-
urstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Við ætlum að marka
nýjar áherzlur í utanríkismál-
um og tryggja varnir landsins til
frambúðar. Við ætlum að svipta
hulunni af símahlerunum á fyrri
tíð.
Við myndum velferðarstjórn.
Við ætlum að standa vörð um
velferð allra Íslendinga og efla
félags- og heilbrigðisþjónustu,
löggæzlu, samgöngur, mennt-
un og menningu. Heilbrigði, ör-
yggi, menntun og menning hald-
ast í hendur og efla mannauðinn,
mikilvægustu auðlind þjóð-
arinnar. Við ætlum að greiða
fyrir nauðsynlegum framför-
um á öllum þessum sviðum með
skipulagsumbótum og endur-
skipulagningu ríkisfjármálanna,
bæði útgjalda og tekna, án þess
þó að auka skattheimtu og um-
svif ríkisins. Verkaskipting rík-
isins, sveitarfélaga og einka-
geirans verður skoðuð vandlega.
Við myndum sterka stjórn.
Við ætlum að veita viðnám
gegn verðbólgu og vafasamri
skuldasöfnun með styrkri og
samræmdri fjármálastjórn og
ýmsum skipulagsumbótum,
svo sem fækkun ráðuneyta. Við
ætlum að skera upp herör gegn
hlutdrægni í embættaveiting-
um á vegum ríkisins og í einka-
væðingu ríkisfyrirtækja. Við
ætlum að setja lög um rannsókn-
arnefndir á vegum Alþingis, svo
að ljós reynslunnar megi lýsa
upp leiðina til betri og gagn-
særri stjórnsýslu.
Við lýsum eftir skýru umboði
kjósenda til að hrinda þessum
fyrirætlunum í framkvæmd.“
Við myndum stjórn
Samfylkingin kveinkar sér undan umræðu um ábyrgð flokksins á bið-
listum eftir hjúkrunarrými í Reykja-
vík. Slík grein birtist hér á þessum
vettvangi 17. apríl eftir Guðríði Arnar-
dóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinn-
ar í Kópavogi.
Í 38. gr. laga um félagsþjónustu
sveitarfélaga segir að sveitarstjórnir
eigi að stuðla að því að aldraðir geti búið við eðli-
legt heimilislíf svo lengi sem verða má. Þá segir:
„Jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnana-
þjónusta þegar hennar er þörf.“
Skv. lögum um málefni aldraðra skipa sveitar-
stjórnir í þjónustuhóp aldraðra, sem gerir m.a.
tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu og
metur vistunarþörf aldraðra.
Ábyrgð sveitarfélaga á að tryggja öldruð-
um stofnanaþjónustu þegar þeim brestur heilsa
og þrek til sjálfstæðrar búsetu er því skýr. Þótt
ríkið taki þátt í kostnaði við uppbyggingu öldr-
unarstofnana og greiðir stóran hluta af rekstrar-
kostnaði þeirra, er það á ábyrgð sveitarfélaga að
meta þörf fyrir hjúkrunarrými. Þar liggja upp-
lýsingar um þarfir íbúa fyrir samfélagslega þjón-
ustu á hverjum tíma. Flest sveitarfélög lands-
ins hafa gegnt þessari skyldu sinni með
ágætum. Þegar á heildina er litið eru
næg hjúkrunarrými hér á landi til að
fullnægja þörf fyrir hjúkrunarrými
fyrir aldraða. Þeim er hins vegar mis-
dreift um landið. Skortur á hjúkrunar-
rýmum er fyrst og fremst á höfuðborg-
arsvæðinu, sérstaklega í Reykjavík.
Skv. lögum eiga sveitarfélög að leggja
til 15% af byggingarkostnaði hjúkrun-
arheimila. Í stjórnartíð Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík brugðust borg-
aryfirvöld við skorti á hjúkrunarrým-
um m.a. með byggingu Droplaugarstaða með
65% kostnaðarhlutdeild á árinu 1981 og Seljahlíð-
ar með 100% hlutdeild á árinu 1986. Ekkert slíkt
framtak átti sér stað í tíð R-listans til að bregð-
ast við sama vanda. Hins vegar liggja nú þegar
fyrir áætlanir um byggingu 400 hjúkrunarrýma á
næstu árum að mestu á höfuðborgarsvæðinu.
Það er því ljóst að R-listinn sofnaði á verðin-
um í þau 12 ár sem hann sat við stjórnvölinn í
Reykjavík. Því finnst mér ótrúlega djarft leik-
ið af Samfylkingunni að slá upp auglýsingu um
að flokkurinn vildi byggja 400 ný hjúkrunarrými
á næstu 1½ ári, þegar meginhluti vandans er á
ábyrgð þeirra sjálfra! Hverra er „vanrækslu-
syndin“? Ég spyr!
Höfundur er alþingismaður í Reykjavík.
Biðlistar eftir hjúkrunarrými
Ekkert blað?
550 5600
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja ef blaðið berst ekki.
- mest lesið
L
aunajafnrétti næst á Íslandi árið 2070 ef þróunin verð-
ur áfram jafnhæg og hún hefur verið síðustu ár. Þetta
er auðvitað óviðunandi en líka ótrúlegt miðað við hvað
allir sem um málið tjá sig eru sammála um hversu ósann-
gjörn þessi staða er.
Flestir þeir sem ráðandi eru í samfélaginu, stjórnmálamenn og
atvinnurekendur, eru sammála um að kynbundinn launamunur
eigi ekki að viðgangast. Þegar hins vegar kemur að því að aðhaf-
ast er eins og flestir snúi sér undan og neiti að horfast í augu við
það að það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti og bíða þess
að kynbundinn launamunur hverfi af sjálfu sér. Það er ótækt að
ungar konur sem í dag eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumark-
aðnum þurfi að horfa fram á kynbundinn launamun alla starfsævi
sína og jafnvel alla starfsævi dætra sinna líka.
Vitað er um nokkrar leiðir sem hægt er að nota til þess að hraða
þróuninni í átt til launajafnréttis. Þar má nefna afdráttarlausari
viðurlög við að brjóta á konum á þann veg að þær hafi ekki sömu
laun og karlar sem vinna sambærileg störf. Sömuleiðis hafa rann-
sóknir sýnt að launaleynd hefur óæskileg áhrif á launamun kynj-
anna. Þrátt fyrir þetta vilja margir þeirra stjórnmálamanna, sem
þó segja kynbundinn launamun ótækan, ekki grípa til þeirra laga-
legu úrræða sem virðast skila árangri.
Þetta er önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin snýst um viðhorf
í samfélaginu til þeirra starfa sem konur gegna nánast eingöngu.
Upphaf jafnréttisbaráttu samtímans á áttunda áratugnum sner-
ist að miklu leyti um að reyna að uppræta hugsunina um kvenna-
störf og karlastörf. Kyn átti ekki að skipta máli þegar kom að því
hjá ungu fólki að velja sér nám og/eða starf. Vissulega var einnig
rætt um að hin hefðbundnu kvennastörf væru vanmetin til launa
en undirliggjandi var að sú þróun myndi eiga sér stað samhliða
að laun jöfnuðust milli starfsgreina þegar aukið jafnvægi næðist
milli kynja innan þeirra.
Hugarfarsbreytingin náði þokkalega vel til kvenna. Þannig
hefur vígi karla fallið í hverri stéttinni á fætur annarri, einkum
þó í þeim greinum sem krefjast menntunar. Á sama tíma hefur
lítil hugarfarsbreyting orðið meðal ungra karla þegar kemur að
því að velja sér starfsvettvang. Þeir eru enn sárafáir sem sækja í
hinar hefðbundnu kvennagreinar, einkum umönnunarstörfin. Þau
eru enn nánast eingöngu í höndum kvenna.
Á tyllidögum er iðulega dáðst að öllum þeim konum sem vinna
hörðum höndum að því að annast veika og aldraða, að ekki sé
minnst á allar þær sem kenna börnunum í leikskólum, grunn-
skólum og jafnvel framhaldsskólum. Þegar kemur að því að sýna
virðingu fyrir þessum stéttum í launum er höfðinu stungið í sand-
inn. Þó er ljóst að það verður að leiðrétta laun þessara stétta sem
bornar eru uppi af konum og það verður ekki gert öðruvísi en að
hækka laun þeirra umfram laun annarra stétta. Það verður bara
að takast á við afleiðingarnar, bæði efnahagslegar og aðrar.
Ráðamenn verða að sýna í verki að vilji þeirra stendur til þess
að uppræta kynbundinn launamun. Orð eru til alls fyrst en þá má
ekki sitja við þau tóm.
Góður vilji en
minni efndir