Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 34

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 34
Í nýlegu opnuviðtali Mbl. við ríkislögreglustjóra, Harald Johannessen, fer hann mikinn. Þar sakar hann m.a. kjörna full- trúa á Alþingi um að vilja grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra stofnana ríkisins. Í ljósi stöðu ríkislögreglustjóra ber að taka ásakanir hans al- varlega. Í viðtalinu segist ríkis- lögreglustjóri hafa séð fyrir að ákærum á hendur einstaklingum í olíumálinu yrði vísað frá dómi. Málið hafi verið tekið til rann- sóknar hjá lögreglu vegna þrýst- ings stjórnmálamanna og þeir þurfi nú – í ljósi niðurstöðu meiri- hluta Hæstaréttar – að skýra að- komu sína að umræðunni. Undir þetta sjónarmið var tekið í Reykjavíkurbréfi Mbl. Undirrit- aður hefur tekið þátt í opinberri umræðu um ríkislögreglustjóra- embættið og olíumálið og tekur þessa beiðni eðlilega til sín. Mér er því bæði ljúft og skylt að verða við beiðni þeirra félaga – þ.e.a.s. ríkislögreglustjóra og Morgun- blaðsins um frekari umræðu. Meirihluti Hæstaréttar segir í niðurstöðum sínum að málið hafi farið forgörðum í meðförum ríkis- lögreglustjóra. Skýrslum sem starfsmenn olíufélaganna gáfu Samkeppnisstofnun hafi ekki verið haldið nægilega aðgreind- um við rannsókn málsins. Þar sem ríkislögreglustjóri hafi gert þess- ar skýrslur að gögnum refsimáls- ins hafi sakborningar ekki fengið sanngjarna málsmeðferð og rann- sókn ríkislögreglustjóra taldist vera gölluð. Í ljósi þessa vísaði meirihluti Hæstaréttar málinu frá dómi. Niðurstaða Hæstaréttar er endanleg. Hin undar- lega niðurstaða Hæsta- réttar í málinu hefði getað verið ríkislög- reglustjóra málsvörn, ef hann hefði ekki sagst hafa séð hana fyrir eins og hann segir í viðtalinu við Mbl. Í ljósi þessa er eðlilegt að gera ríkar kröfur til þess að vand- að hefði verið sérstak- lega til rannsóknarinn- ar. Það telur Hæstiréttur ekki hafa verið gert. Meirihluti Hæstarétt- ar byggir niðurstöðu sína um frá- vísun á túlkun ákvæða mannrétt- indasáttmála og stjórnarskrár um sanngjarna málsmeðferð. Túlkun meirihlutans á sér ekki fordæmi, svo vitað sé. Meginreglan við túlkun ákvæðis mannréttindasátt- mála Evrópu að þessu leyti hefur verið sú að yfirlýsing einstaklings fyrir stjórnvaldi, þar sem hann játar á sig brot, skuli ekki notuð í refsimáli ef hún er fengin fram með ólögmætum þvingunum. Hér er því lykilspurningin hvort játn- ingar starfsmanna olíufélaganna fyrir samkeppnisyfirvöldum hafi verið knúnar fram með þving- unum. Eins og Eiríkur Tómasson lagaprófessor benti á í merku er- indi var engri þvingun beitt gagn- vart forstjórum olíufélaganna því þeir óskuðu eftir því að fá að gefa skýrslur. Í þessu tilviki höfðu olíufélögin beinan hag af sam- starfi við stjórnvöld. Það gaf þeim vonir um lægri stjórnvaldssektir. Það var því ekki aðeins kristileg iðrun og samviskubit, sem kall- aði á játningar, heldur ekki síður fjárhagslegir hagsmunir olíufé- laganna. Það eru mannréttindi að einstaklingar fái af fúsum og frjálsum vilja létt á samvisku sinni með skýrslugjöf fyrir yfir- völdum. Skýrslugjöfin breytist í forréttindi ef hún hefur í för með sér lækkun sekta og niðurfellingu refsing- ar – einhverskonar af- sláttartilboð ríkisins – tveir fyrir einn. Að sú frjálsa skýrslugjöf eigi þátt í því að refsimál- ið eyðilegðist stenst hvorki lögfræðilega né út frá heilbrigðri skyn- semi. Hin fordæma- lausa túlkun Hæsta- réttar á mannréttinda- ákvæðum er því ákaflega ívilnandi fyrir fjársterka einstaklinga sem vilja stunda skaðleg efnahags- brot. Sjálfstætt og faglegt ákæru- og lögregluvald er hornsteinn refsi- vörslukerfisins. Sá sem fer með þetta vald verður að vera undir það búinn að mæta umræðu og gagnrýni um störf sín. Refsivörslu- kerfið er ekki einkamál fáeinna útvalinna. Það varðar allt sam- félagið. Í áðurnefndu viðtali segir ríkislögreglustjóri að hann hafi frá upphafi talið vafasamt að hefja lögreglurannsókn vegna olíumáls- ins. Ef það var fagleg niðurstaða embættisins átti embættið að standa á henni. Önnur niðurstaða er fráleit í ljósi kröfunnar um sjálfstætt og faglegt ákæruvald – breytir engu þó undiritaður sé henni ósammála. Það vekur því mikla undrun og furðu að þrátt fyrir þessa niðurstöðu embættis- ins skuli málið hafa verið þar til meðferðar á fjórða ár. Af viðtalinu verður ráðið að rannsóknin hafi hafist vegna þrýstings alþingis- manna. Orð ríkislögreglustjóra eru áfellisdómur yfir embættinu, því þau verða ekki skilin á annan veg en þann að ríkislögreglustjóra- embættið sé ekki nægilega sjálf- stætt og faglegt – það sveiflist eftir tíðaranda hverju sinni og/eða viðhorfum og kröfum stjórnmála- manna. Við lestur viðtalsins vökn- uðu óhjákvæmilega spurningar um réttmæti ásakana sakborn- inga í svokölluðu Baugsmáli. Þeir hafa lengi haldið því fram að rót þess máls megi rekja til viðhorfa stjórnmálamanna. Yfirlýsing ríkis- lögreglustjóra er vatn á þeirra myllu. Í lýðræðisríki er krafan: Sömu leikreglur fyrir alla. Ef vald- hafar eiga að öðlast trúverðug- leika verða þeir að beita valdinu þannig að allir séu jafnir fyrir lögum. Sambærileg mál fái sam- bærilega meðferð. Trúverðug- leika öðlast menn ekki af því að fylla brjóst sitt og ermar af heið- ursmerkjum eða íklæðast skraut- legum búningum – annað og miklu meira þarf að koma til. Olíumálið laut að miklum hagsmunum og samráð félaganna olli sannan- lega miklu tjóni. Fé var haft af almenningi, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum. Lögreglurann- sóknin birtist almenningi þannig að ekki væru til nægir fjármun- ir til að sinna henni, auk þess sem ríkislögreglustjóri dró lappirnar og virðist ekki hafa vandað sig. Á sama tíma fóru hundruð millj- óna í rannsókn Baugsmálsins. Við þá rannsókn virtist aldrei skorta fé eða áhuga. Þrátt fyrir það er enn óljóst hverjir voru þolendur í því máli. Það er sjálfsögð og eðli- leg krafa að sambærileg mál fái samskonar meðferð. Ella missa stjórnvöld tiltrú almennings. Í upphafi vísaði ég til þess að ríkislögreglustjóri hefði sakað kjörna fulltrúa þjóðarinnar um að reyna að grafa undan trúverðug- leika lögreglu og annarra ríkis- stofnana. Hér er ríkislögreglu- stjóri að saka alþingismenn um að vega að stjórnskipun landsins. Þessi orð sín verður ríkislögreglu- stjóri að skýra frekar – ella teljast þau dauð og ómerk. Þá þarf ekki að koma á óvart, m.a. í ljósi orða ríkislögreglustjóra um ósjálfstæði embættisins og niðurstöðu dóm- stóla í mörgum erfiðum málum, sem embættið hefur haft til rann- sóknar, að margir efist um hæfni og getu ríkislögreglustjóra til að stýra embættinu. Við lestur við- talsins vakti sérstaka athygli mína að ekki var spurt augljósra spurn- inga. Leyfi ég mér að láta eftirfar- andi spurningar fljóta með í þeirri von að ríkislögreglustjóri sjái sér fært að svara þeim á þessum vett- vangi, auk þess sem hann skýri mun betur hvað felist í ásökunum hans á hendur kjörnum fulltrúum á Alþingi. 1. Hvernig stóð á því að rannsókn á olíumálinu stóð yfir í á fjórða ár, ef rannsóknaraðili var sann- færður um að engar forsendur voru fyrir rannsókninni? 2. Eru fleiri dæmi en olíumálið svokallaða um að sakamála- rannsókn hafi hafist vegna utanaðkomandi þrýstings frá stjórnmálamönnum – ráðherr- um og/eða alþingismönnum? 3. Hvaða nafngreindir stjórn- málamenn – alþingismenn/ráð- herrar – höfðu þau áhrif að lög- reglurannsókn hófst? 4. Er ríkislögreglustjóra sætt í embætti eftir að hafa viður- kennt að utanaðkomandi áhrif urðu til þess að lögreglurann- sókn hófst gagnvart einstakl- ingum, þvert á faglegt mat embættisins? Höfundur er alþingismaður. Ríkislögreglustjóri og olíumálið Lampard Rooney Gerrard Einar* Ronaldo *fyrir okkur hin ÍS L E N S K A S IA .I S N A T 3 72 68 0 4. 20 07

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.