Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 34
Í nýlegu opnuviðtali Mbl. við ríkislögreglustjóra, Harald Johannessen, fer hann mikinn. Þar sakar hann m.a. kjörna full- trúa á Alþingi um að vilja grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra stofnana ríkisins. Í ljósi stöðu ríkislögreglustjóra ber að taka ásakanir hans al- varlega. Í viðtalinu segist ríkis- lögreglustjóri hafa séð fyrir að ákærum á hendur einstaklingum í olíumálinu yrði vísað frá dómi. Málið hafi verið tekið til rann- sóknar hjá lögreglu vegna þrýst- ings stjórnmálamanna og þeir þurfi nú – í ljósi niðurstöðu meiri- hluta Hæstaréttar – að skýra að- komu sína að umræðunni. Undir þetta sjónarmið var tekið í Reykjavíkurbréfi Mbl. Undirrit- aður hefur tekið þátt í opinberri umræðu um ríkislögreglustjóra- embættið og olíumálið og tekur þessa beiðni eðlilega til sín. Mér er því bæði ljúft og skylt að verða við beiðni þeirra félaga – þ.e.a.s. ríkislögreglustjóra og Morgun- blaðsins um frekari umræðu. Meirihluti Hæstaréttar segir í niðurstöðum sínum að málið hafi farið forgörðum í meðförum ríkis- lögreglustjóra. Skýrslum sem starfsmenn olíufélaganna gáfu Samkeppnisstofnun hafi ekki verið haldið nægilega aðgreind- um við rannsókn málsins. Þar sem ríkislögreglustjóri hafi gert þess- ar skýrslur að gögnum refsimáls- ins hafi sakborningar ekki fengið sanngjarna málsmeðferð og rann- sókn ríkislögreglustjóra taldist vera gölluð. Í ljósi þessa vísaði meirihluti Hæstaréttar málinu frá dómi. Niðurstaða Hæstaréttar er endanleg. Hin undar- lega niðurstaða Hæsta- réttar í málinu hefði getað verið ríkislög- reglustjóra málsvörn, ef hann hefði ekki sagst hafa séð hana fyrir eins og hann segir í viðtalinu við Mbl. Í ljósi þessa er eðlilegt að gera ríkar kröfur til þess að vand- að hefði verið sérstak- lega til rannsóknarinn- ar. Það telur Hæstiréttur ekki hafa verið gert. Meirihluti Hæstarétt- ar byggir niðurstöðu sína um frá- vísun á túlkun ákvæða mannrétt- indasáttmála og stjórnarskrár um sanngjarna málsmeðferð. Túlkun meirihlutans á sér ekki fordæmi, svo vitað sé. Meginreglan við túlkun ákvæðis mannréttindasátt- mála Evrópu að þessu leyti hefur verið sú að yfirlýsing einstaklings fyrir stjórnvaldi, þar sem hann játar á sig brot, skuli ekki notuð í refsimáli ef hún er fengin fram með ólögmætum þvingunum. Hér er því lykilspurningin hvort játn- ingar starfsmanna olíufélaganna fyrir samkeppnisyfirvöldum hafi verið knúnar fram með þving- unum. Eins og Eiríkur Tómasson lagaprófessor benti á í merku er- indi var engri þvingun beitt gagn- vart forstjórum olíufélaganna því þeir óskuðu eftir því að fá að gefa skýrslur. Í þessu tilviki höfðu olíufélögin beinan hag af sam- starfi við stjórnvöld. Það gaf þeim vonir um lægri stjórnvaldssektir. Það var því ekki aðeins kristileg iðrun og samviskubit, sem kall- aði á játningar, heldur ekki síður fjárhagslegir hagsmunir olíufé- laganna. Það eru mannréttindi að einstaklingar fái af fúsum og frjálsum vilja létt á samvisku sinni með skýrslugjöf fyrir yfir- völdum. Skýrslugjöfin breytist í forréttindi ef hún hefur í för með sér lækkun sekta og niðurfellingu refsing- ar – einhverskonar af- sláttartilboð ríkisins – tveir fyrir einn. Að sú frjálsa skýrslugjöf eigi þátt í því að refsimál- ið eyðilegðist stenst hvorki lögfræðilega né út frá heilbrigðri skyn- semi. Hin fordæma- lausa túlkun Hæsta- réttar á mannréttinda- ákvæðum er því ákaflega ívilnandi fyrir fjársterka einstaklinga sem vilja stunda skaðleg efnahags- brot. Sjálfstætt og faglegt ákæru- og lögregluvald er hornsteinn refsi- vörslukerfisins. Sá sem fer með þetta vald verður að vera undir það búinn að mæta umræðu og gagnrýni um störf sín. Refsivörslu- kerfið er ekki einkamál fáeinna útvalinna. Það varðar allt sam- félagið. Í áðurnefndu viðtali segir ríkislögreglustjóri að hann hafi frá upphafi talið vafasamt að hefja lögreglurannsókn vegna olíumáls- ins. Ef það var fagleg niðurstaða embættisins átti embættið að standa á henni. Önnur niðurstaða er fráleit í ljósi kröfunnar um sjálfstætt og faglegt ákæruvald – breytir engu þó undiritaður sé henni ósammála. Það vekur því mikla undrun og furðu að þrátt fyrir þessa niðurstöðu embættis- ins skuli málið hafa verið þar til meðferðar á fjórða ár. Af viðtalinu verður ráðið að rannsóknin hafi hafist vegna þrýstings alþingis- manna. Orð ríkislögreglustjóra eru áfellisdómur yfir embættinu, því þau verða ekki skilin á annan veg en þann að ríkislögreglustjóra- embættið sé ekki nægilega sjálf- stætt og faglegt – það sveiflist eftir tíðaranda hverju sinni og/eða viðhorfum og kröfum stjórnmála- manna. Við lestur viðtalsins vökn- uðu óhjákvæmilega spurningar um réttmæti ásakana sakborn- inga í svokölluðu Baugsmáli. Þeir hafa lengi haldið því fram að rót þess máls megi rekja til viðhorfa stjórnmálamanna. Yfirlýsing ríkis- lögreglustjóra er vatn á þeirra myllu. Í lýðræðisríki er krafan: Sömu leikreglur fyrir alla. Ef vald- hafar eiga að öðlast trúverðug- leika verða þeir að beita valdinu þannig að allir séu jafnir fyrir lögum. Sambærileg mál fái sam- bærilega meðferð. Trúverðug- leika öðlast menn ekki af því að fylla brjóst sitt og ermar af heið- ursmerkjum eða íklæðast skraut- legum búningum – annað og miklu meira þarf að koma til. Olíumálið laut að miklum hagsmunum og samráð félaganna olli sannan- lega miklu tjóni. Fé var haft af almenningi, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum. Lögreglurann- sóknin birtist almenningi þannig að ekki væru til nægir fjármun- ir til að sinna henni, auk þess sem ríkislögreglustjóri dró lappirnar og virðist ekki hafa vandað sig. Á sama tíma fóru hundruð millj- óna í rannsókn Baugsmálsins. Við þá rannsókn virtist aldrei skorta fé eða áhuga. Þrátt fyrir það er enn óljóst hverjir voru þolendur í því máli. Það er sjálfsögð og eðli- leg krafa að sambærileg mál fái samskonar meðferð. Ella missa stjórnvöld tiltrú almennings. Í upphafi vísaði ég til þess að ríkislögreglustjóri hefði sakað kjörna fulltrúa þjóðarinnar um að reyna að grafa undan trúverðug- leika lögreglu og annarra ríkis- stofnana. Hér er ríkislögreglu- stjóri að saka alþingismenn um að vega að stjórnskipun landsins. Þessi orð sín verður ríkislögreglu- stjóri að skýra frekar – ella teljast þau dauð og ómerk. Þá þarf ekki að koma á óvart, m.a. í ljósi orða ríkislögreglustjóra um ósjálfstæði embættisins og niðurstöðu dóm- stóla í mörgum erfiðum málum, sem embættið hefur haft til rann- sóknar, að margir efist um hæfni og getu ríkislögreglustjóra til að stýra embættinu. Við lestur við- talsins vakti sérstaka athygli mína að ekki var spurt augljósra spurn- inga. Leyfi ég mér að láta eftirfar- andi spurningar fljóta með í þeirri von að ríkislögreglustjóri sjái sér fært að svara þeim á þessum vett- vangi, auk þess sem hann skýri mun betur hvað felist í ásökunum hans á hendur kjörnum fulltrúum á Alþingi. 1. Hvernig stóð á því að rannsókn á olíumálinu stóð yfir í á fjórða ár, ef rannsóknaraðili var sann- færður um að engar forsendur voru fyrir rannsókninni? 2. Eru fleiri dæmi en olíumálið svokallaða um að sakamála- rannsókn hafi hafist vegna utanaðkomandi þrýstings frá stjórnmálamönnum – ráðherr- um og/eða alþingismönnum? 3. Hvaða nafngreindir stjórn- málamenn – alþingismenn/ráð- herrar – höfðu þau áhrif að lög- reglurannsókn hófst? 4. Er ríkislögreglustjóra sætt í embætti eftir að hafa viður- kennt að utanaðkomandi áhrif urðu til þess að lögreglurann- sókn hófst gagnvart einstakl- ingum, þvert á faglegt mat embættisins? Höfundur er alþingismaður. Ríkislögreglustjóri og olíumálið Lampard Rooney Gerrard Einar* Ronaldo *fyrir okkur hin ÍS L E N S K A S IA .I S N A T 3 72 68 0 4. 20 07
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.