Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 52

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 52
 19. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið sumarhús Síðustu ár hefur færst töluvert í vöxt að Íslendingar kaupi sér hús á Spáni til þess að geta eytt sumarfríunum sínum þar. Vigdís Þóra Sigfúsdóttir og Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir reka fasteignasöluna og leigu- miðlunina Verano á Spáni. Verano er nýtt fyrirtæki á Spáni sem er bæði fasteignasala og leigu- miðlun. Auk þess býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á margs- konar aðra þjónustu. „Við tökum að okkur að hafa eftirlit með eignun- um fyrir fólk, sjáum um viðgerðar- þjónustu og viðhald, hjálpum til við skjalagerð, bjóðum upp á akstur og styttri skemmtiferðir og erum með tuttugu og fjögurra tíma neyðar- þjónustu,“ segir Vigdís og bætir við að þar sem Hjördís sé búin að búa lengi á Spáni tali hún tungu- málið eins og innfædd. „Til dæmis er mikið um að eldri borgarar sem eru þarna tali ekki tungumálið og því er mikilvægt að þeir hafi ein- hvern sem gerir það og þekkir heilbrigðiskerfið og annað vel og ef eitthvað kemur upp á getur fólk því leitað til okkar,“ segir hún Vigdís segir að hún og Hjördís hafi verið búnar að ganga lengi með hugmyndina að Verano í mag- anum áður en fyrirtækið var form- lega stofnað. „Við höfðum báðar verið mikið þarna úti og eftir að við kynntumst komumst við fljótt að því að við áttum okkur sama draum og ákváðum því bara að drífa okkur í að láta hann verða að veruleika,“ segir hún. Sjá www.verano.is. emilia@frettabladid.is Sjá um eftirlit og útleigu Vigdís lét drauminn rætast og stofnaði fasteignasölu á Spáni með vinkonu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Margar fallegar fasteignir eru til sölu hjá Verano. Ekki ætti að vera erfitt að slappa af í fríinu í þessu umhverfi. SÆTIR GARÐÁLFAR Garðálfar eru skemmtileg skreyting í garðinn yfir sumarið og eru þeir til af ýmsum gerðum og stærðum. Þeir lífga upp á garða og blómabeð enda jafnan litríkir og glað- legir dugnaðarforkar. Rúmfatalagerinn er með úrval af litlum og sætum garðálfum sem kosta frá 299 krónum. Álfarnir eru flestir við störf í garðinum enda miklir dugnaðarforkar. Á sýningunni Sumar 2007 mun Félag skrúðgarðyrkjumeistara halda upp á 40 ára afmæli sitt en það var stofnað árið 1967. Félag- ið mun kynna fagið á sýningunni og hvetja til náms í skrúðgarð- yrkju. 40 fermetra sýningarsvæði mun endurspegla færni og þekkingu skrúðgarð- yrkjumeistara í hönn- un og vinnubrögð- um en það helsta sem skrúðgarðyrkjumenn starfa við eru hellu- lagnir, hleðslur, stíga- gerð, plöntun, klipp- ingar og umhirða grænna svæða. Félag skrúðgarðyrkju- meistara 40 ára Skrúðgarðyrkjumeist- arar munu halda upp á afmælið á sýningunni Sumar 2007 í Fífunni helgina 20.-22. apríl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.