Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 52
 19. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið sumarhús Síðustu ár hefur færst töluvert í vöxt að Íslendingar kaupi sér hús á Spáni til þess að geta eytt sumarfríunum sínum þar. Vigdís Þóra Sigfúsdóttir og Hjördís Harpa Guðlaugsdóttir reka fasteignasöluna og leigu- miðlunina Verano á Spáni. Verano er nýtt fyrirtæki á Spáni sem er bæði fasteignasala og leigu- miðlun. Auk þess býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á margs- konar aðra þjónustu. „Við tökum að okkur að hafa eftirlit með eignun- um fyrir fólk, sjáum um viðgerðar- þjónustu og viðhald, hjálpum til við skjalagerð, bjóðum upp á akstur og styttri skemmtiferðir og erum með tuttugu og fjögurra tíma neyðar- þjónustu,“ segir Vigdís og bætir við að þar sem Hjördís sé búin að búa lengi á Spáni tali hún tungu- málið eins og innfædd. „Til dæmis er mikið um að eldri borgarar sem eru þarna tali ekki tungumálið og því er mikilvægt að þeir hafi ein- hvern sem gerir það og þekkir heilbrigðiskerfið og annað vel og ef eitthvað kemur upp á getur fólk því leitað til okkar,“ segir hún Vigdís segir að hún og Hjördís hafi verið búnar að ganga lengi með hugmyndina að Verano í mag- anum áður en fyrirtækið var form- lega stofnað. „Við höfðum báðar verið mikið þarna úti og eftir að við kynntumst komumst við fljótt að því að við áttum okkur sama draum og ákváðum því bara að drífa okkur í að láta hann verða að veruleika,“ segir hún. Sjá www.verano.is. emilia@frettabladid.is Sjá um eftirlit og útleigu Vigdís lét drauminn rætast og stofnaði fasteignasölu á Spáni með vinkonu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Margar fallegar fasteignir eru til sölu hjá Verano. Ekki ætti að vera erfitt að slappa af í fríinu í þessu umhverfi. SÆTIR GARÐÁLFAR Garðálfar eru skemmtileg skreyting í garðinn yfir sumarið og eru þeir til af ýmsum gerðum og stærðum. Þeir lífga upp á garða og blómabeð enda jafnan litríkir og glað- legir dugnaðarforkar. Rúmfatalagerinn er með úrval af litlum og sætum garðálfum sem kosta frá 299 krónum. Álfarnir eru flestir við störf í garðinum enda miklir dugnaðarforkar. Á sýningunni Sumar 2007 mun Félag skrúðgarðyrkjumeistara halda upp á 40 ára afmæli sitt en það var stofnað árið 1967. Félag- ið mun kynna fagið á sýningunni og hvetja til náms í skrúðgarð- yrkju. 40 fermetra sýningarsvæði mun endurspegla færni og þekkingu skrúðgarð- yrkjumeistara í hönn- un og vinnubrögð- um en það helsta sem skrúðgarðyrkjumenn starfa við eru hellu- lagnir, hleðslur, stíga- gerð, plöntun, klipp- ingar og umhirða grænna svæða. Félag skrúðgarðyrkju- meistara 40 ára Skrúðgarðyrkjumeist- arar munu halda upp á afmælið á sýningunni Sumar 2007 í Fífunni helgina 20.-22. apríl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.