Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 80

Fréttablaðið - 19.04.2007, Side 80
Nú er mál að fara að huga að matjurtagarðinum, ef einhverrar uppskeru á að vera að vænta í sumar. Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blóma- vali, á ráð undir rifi hverju hvað varðar kryddjurt- ir. „Basilíku má sá hvenær sem er. Hana hefur maður bara í eldhúsglugganum, því hún þolir illa að vera úti,“ útskýrði Svava. Í Blómavali má finna ágætis úrval kryddjurtafræja. „Við erum til dæmis með margar tegundir af basilíku. Það er ein venju- leg, önnur nettari, ein rauð, sítrónubasilíka, thai- basilíka og kanilbasilíka,“ sagði Svava. Aðrar jurtir sem sóma sér vel í glugganum eru rósmarín, timjan, fáfnisgras og óreganó, að sögn Svövu. Úti þrífast hins vegar jurtir á borð við kór- íander, steinselju, graslauk, dill, salvíu og pipar- myntu. „Piparmyntan er æðislega flott í potti. Ég er alltaf með hana í stórum potti á veröndinni hjá mér, því hún veður svolítið um garðinn,“ sagði Svava. Hún segir best að forrækta kryddjurtir inni við. „Svo fer maður með þær út í góðu veðri og inn yfir nóttina svo að þær venjist kuldanum. Það kallast að herða plöntuna.“ Að því loknu ætti jurtin að lifa sumarið af úti á verönd. Frekari leiðbeiningar má oftar en ekki finna á fræpokunum, en annars má leita þeirra hjá starfsfólki Blómavals eða á heima- síðu þess. Tími kryddjurtanna nálgast ... að meistarakokkurinn Fabrizio Moreno, frá veitingahúsinu virta Pepenero, er gestur La Primavera fram á sunnudag. Matseðill Mor- eno er stútfullur af klassískum réttum og því ómissandi fyrir sælkera. Leikarinn Orri Huginn Ágústsson stundar elda- mennsku eins og aðrir stunda golf. Hann sótti grillið inn í skúr fyrir mán- uði. „Matur er eiginlega aðalhobbíið mitt. Ég er nánast matarpervert,“ sagði Orri. Þó að hann hafi gaman af tilraunastarfsemi í eldhúsinu segir hann þó mikilvægt að hafa einfalda rétti sem mótvægi. „Þess- ar uppskriftir eru til dæmis bara einfaldur og fljótlegur matur, en samt til að gera vel við sig,“ sagði Orri. Í sumar er hins vegar heljarinn- ar matarveisla á dagskrá, sem Orri segir útheimta margra daga elda- mennsku. „Við erum tuttugu í hópi sem höldum nýársboð. Í ár frestað- ist það af óviðráðanlegum orsökum og verður því að garðveislu í júlí í staðinn. Síðast þegar við héldum svona boð vorum við með tíu rétti á mann og elduðum í fjóra daga. En svo eldar maður ekki í tvo mánuði eftir það,“ sagði hann kíminn. Fyrir leikara er ekki alls kost- ar auðvelt að sinna eldamennsku á kvöldin. „Við frumsýnum söngleik- inn Gretti á sunnudaginn og ég hef ekki komist mikið í pottana í törn- inni.“ sagði Orri. „En ég sé fram á gósentíð eftir frumsýningu og þá getur maður leyft sér að gera ein- hverjar gloríur í eldhúsinu. Með hækkandi sól fyllist maður líka meiri móð og ég dró grillið út í garð fyrir mánuði síðan. Uppskrift eins og þessi er þægileg en pínulít- ið öðruvísi. Þetta er ekkert flókn- ara en formarinerað kjöt en mikið skemmtilegra,“ sagði hann. Bökunartími kartaflnanna fer auð- vitað eftir stærð en 45 mínútur eru þó yfirleitt nægur tími. Rauðlauk- urinn má fara á grillið á sama tíma og kartöflurnar. Kryddið steikur með salti og pipar eftir smekk. Blandið bjór og bbq-sósu saman í skál og marinerið kjöt í a.m.k. 30 mín. Það má flækja marineringuna með þurrkryddum og hunangi en hún er alveg nógu bragðmikil og góð svona einföld. Hitið grillið vel, látið kjötið á heita grindina í stutta stund á hverri hlið til að fá fallegar rákir og góða grill- bragðið. Lækkið hitann aðeins og grillið í u.þ.b. 22-25 mínútur í heild- ina eða eftir smekk. Innihaldi jógúrtsósunnar bland- að saman í skál og borið fram. Sósan er frábær með bæði kartöfl- unum og kjötinu. Til að væta kverkarnar er kjörið að bera fram meira af uppáhalds- bjórnum þínum, því ekkert á eins vel við þessa nautasteik eins og bjórinn sem hún er marineruð í. Koníak og klassavín í sumarbyrjun Sumarið heilsar vínáhugamönnum með áhugaverðum uppákomum. Tveir af vínvænustu veitingastöðum borgarinnar bjóða heim gesta- kokkum. Í samstarfi við vínframleiðandann Fonterutoli býður La Primavera hingað Fabrizio Marino yfirmatreiðslumann á veitingahús- inu Pepenero rétt utan Pisa. Matseðilinn er einkar lokkandi og með honum eru boðin gæðavín frá m.a. Fonterutoli og hinum stórkostlega hvítvínsframleiðanda í hlíðum Alpanna, Alois Lageder. Menningardagarnir franskt vor á Íslandi, Pourguoi pas, standa yfir og tveir matar- og vínviðburðir birtast okkur frá Frakklandi næstu daga. Siggi Hall fær til liðs við sig franska „Michelin“ stjörnukokkinn Franc- is Chaeveau og býður matseðil með 7% vsk. Skýtur þannig á umræð- una um tregðu veitingahúsanna að lækka virðisaukaskattinn. Með matnum frá Provence er boðið upp á sérvalin frönsk vín. Á mánudaginn geta svo vínáhugamenn sest á skólabekk um síðdeg- isstund. Vínskólinn stendur þá fyrir koníaksnámskeiði, „Masterclass“, í samstarfi við framleiðandann Camus sem átt hefur vinsælasta koní- ak hér á landi áratugum saman. Lesley Ellis, sem hefur starfað hjá Cognac Camus í meira en 30 ár, stýrir námskeiðinu sem haldið verður í Þingholti á Hótel Holti frá kl. 17 til 19. Mun hún leiða þátttakendur í gegnum allt ferli koníaksgerðar ásamt því að skýra helstu reglur og flokkun koníaks. Einnig mun hún ræða markaðsstöðu koníaks á heimsmarkaði ásamt því að leiða áhugasama í gegnum smökkun á mismunandi gæðakoníaki frá Camus-húsinu. Það er stærsta koníakshúsið sem rekið er sem fjölskyldufyrirtæki og hefur Camus-fjölskyldan framleitt koníak allt frá árinu 1863. Camus er frægt fyrir flóknar blöndur og hefur verið ráðandi um langt árabil á heims- markaði hvað varðar sölu á hágæða koníaki ásamt fágætum sérteg- undum í kristal- eða postulínsumbúðum. Koníak hefur jafnan á sér há- gæðablæ og ímyndin og framsetningin skiptir miklu máli. Á síðasta ári voru flöskur Camus-koníaks endurhannaðar. Eru breytingarnar um- talsverðar þótt fyrirtækið sé annars frekar íhaldssamt eins og vera ber um framleiðanda vöru þar sem halda þarf gríðar- lega fast í hefðirnar. Koníaksneysla hefur breyst mikið síðari ár og framleiðendur hafa leitað nýrra markaða og breytinga á framsetningu. Námskeiðsgjald er 2.000 kr. og fer skráning fram á vinskolinn@vinskolinn.is. Þetta er einstakt tækifæri til að smakka úrval vandaðra koníaksteg- unda og það fyrir verð sem jafngildir einu glasi! Argentískt nautakjöt í uppáhaldi OPIÐ HÚS - HVERAGERÐI EINBÝLISHÚS AÐ REYKJAMÖRK 15 HÚSRÁÐENDUR BJÓÐA Í BÆINN, Í DAG, Á MILLI KL 14 OG 16 Eignin er 144,2 fm einbýli, þar af 30 fm í kjallara. Húsið er steinsteypt og hef- ur verið endurnýjað að hluta að innan. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, borðstofu, baðherbergi, þvottahús, búr, eldhús og forstofu. Baðher- bergið er flísalagt. Eldhús með kirsuberjainnréttingu. Gólfefni flísar og park- et. Ný miðstöðvarlögn. Eignarlóð. Staðsetningin er góð í grónu umhverfi, miðsvæðis í bænum. Eign sem gefur mikla möguleika svo sem viðbyggingu, bílskúr og fl. Verð 25,6 millj.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.