Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 19.04.2007, Qupperneq 80
Nú er mál að fara að huga að matjurtagarðinum, ef einhverrar uppskeru á að vera að vænta í sumar. Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blóma- vali, á ráð undir rifi hverju hvað varðar kryddjurt- ir. „Basilíku má sá hvenær sem er. Hana hefur maður bara í eldhúsglugganum, því hún þolir illa að vera úti,“ útskýrði Svava. Í Blómavali má finna ágætis úrval kryddjurtafræja. „Við erum til dæmis með margar tegundir af basilíku. Það er ein venju- leg, önnur nettari, ein rauð, sítrónubasilíka, thai- basilíka og kanilbasilíka,“ sagði Svava. Aðrar jurtir sem sóma sér vel í glugganum eru rósmarín, timjan, fáfnisgras og óreganó, að sögn Svövu. Úti þrífast hins vegar jurtir á borð við kór- íander, steinselju, graslauk, dill, salvíu og pipar- myntu. „Piparmyntan er æðislega flott í potti. Ég er alltaf með hana í stórum potti á veröndinni hjá mér, því hún veður svolítið um garðinn,“ sagði Svava. Hún segir best að forrækta kryddjurtir inni við. „Svo fer maður með þær út í góðu veðri og inn yfir nóttina svo að þær venjist kuldanum. Það kallast að herða plöntuna.“ Að því loknu ætti jurtin að lifa sumarið af úti á verönd. Frekari leiðbeiningar má oftar en ekki finna á fræpokunum, en annars má leita þeirra hjá starfsfólki Blómavals eða á heima- síðu þess. Tími kryddjurtanna nálgast ... að meistarakokkurinn Fabrizio Moreno, frá veitingahúsinu virta Pepenero, er gestur La Primavera fram á sunnudag. Matseðill Mor- eno er stútfullur af klassískum réttum og því ómissandi fyrir sælkera. Leikarinn Orri Huginn Ágústsson stundar elda- mennsku eins og aðrir stunda golf. Hann sótti grillið inn í skúr fyrir mán- uði. „Matur er eiginlega aðalhobbíið mitt. Ég er nánast matarpervert,“ sagði Orri. Þó að hann hafi gaman af tilraunastarfsemi í eldhúsinu segir hann þó mikilvægt að hafa einfalda rétti sem mótvægi. „Þess- ar uppskriftir eru til dæmis bara einfaldur og fljótlegur matur, en samt til að gera vel við sig,“ sagði Orri. Í sumar er hins vegar heljarinn- ar matarveisla á dagskrá, sem Orri segir útheimta margra daga elda- mennsku. „Við erum tuttugu í hópi sem höldum nýársboð. Í ár frestað- ist það af óviðráðanlegum orsökum og verður því að garðveislu í júlí í staðinn. Síðast þegar við héldum svona boð vorum við með tíu rétti á mann og elduðum í fjóra daga. En svo eldar maður ekki í tvo mánuði eftir það,“ sagði hann kíminn. Fyrir leikara er ekki alls kost- ar auðvelt að sinna eldamennsku á kvöldin. „Við frumsýnum söngleik- inn Gretti á sunnudaginn og ég hef ekki komist mikið í pottana í törn- inni.“ sagði Orri. „En ég sé fram á gósentíð eftir frumsýningu og þá getur maður leyft sér að gera ein- hverjar gloríur í eldhúsinu. Með hækkandi sól fyllist maður líka meiri móð og ég dró grillið út í garð fyrir mánuði síðan. Uppskrift eins og þessi er þægileg en pínulít- ið öðruvísi. Þetta er ekkert flókn- ara en formarinerað kjöt en mikið skemmtilegra,“ sagði hann. Bökunartími kartaflnanna fer auð- vitað eftir stærð en 45 mínútur eru þó yfirleitt nægur tími. Rauðlauk- urinn má fara á grillið á sama tíma og kartöflurnar. Kryddið steikur með salti og pipar eftir smekk. Blandið bjór og bbq-sósu saman í skál og marinerið kjöt í a.m.k. 30 mín. Það má flækja marineringuna með þurrkryddum og hunangi en hún er alveg nógu bragðmikil og góð svona einföld. Hitið grillið vel, látið kjötið á heita grindina í stutta stund á hverri hlið til að fá fallegar rákir og góða grill- bragðið. Lækkið hitann aðeins og grillið í u.þ.b. 22-25 mínútur í heild- ina eða eftir smekk. Innihaldi jógúrtsósunnar bland- að saman í skál og borið fram. Sósan er frábær með bæði kartöfl- unum og kjötinu. Til að væta kverkarnar er kjörið að bera fram meira af uppáhalds- bjórnum þínum, því ekkert á eins vel við þessa nautasteik eins og bjórinn sem hún er marineruð í. Koníak og klassavín í sumarbyrjun Sumarið heilsar vínáhugamönnum með áhugaverðum uppákomum. Tveir af vínvænustu veitingastöðum borgarinnar bjóða heim gesta- kokkum. Í samstarfi við vínframleiðandann Fonterutoli býður La Primavera hingað Fabrizio Marino yfirmatreiðslumann á veitingahús- inu Pepenero rétt utan Pisa. Matseðilinn er einkar lokkandi og með honum eru boðin gæðavín frá m.a. Fonterutoli og hinum stórkostlega hvítvínsframleiðanda í hlíðum Alpanna, Alois Lageder. Menningardagarnir franskt vor á Íslandi, Pourguoi pas, standa yfir og tveir matar- og vínviðburðir birtast okkur frá Frakklandi næstu daga. Siggi Hall fær til liðs við sig franska „Michelin“ stjörnukokkinn Franc- is Chaeveau og býður matseðil með 7% vsk. Skýtur þannig á umræð- una um tregðu veitingahúsanna að lækka virðisaukaskattinn. Með matnum frá Provence er boðið upp á sérvalin frönsk vín. Á mánudaginn geta svo vínáhugamenn sest á skólabekk um síðdeg- isstund. Vínskólinn stendur þá fyrir koníaksnámskeiði, „Masterclass“, í samstarfi við framleiðandann Camus sem átt hefur vinsælasta koní- ak hér á landi áratugum saman. Lesley Ellis, sem hefur starfað hjá Cognac Camus í meira en 30 ár, stýrir námskeiðinu sem haldið verður í Þingholti á Hótel Holti frá kl. 17 til 19. Mun hún leiða þátttakendur í gegnum allt ferli koníaksgerðar ásamt því að skýra helstu reglur og flokkun koníaks. Einnig mun hún ræða markaðsstöðu koníaks á heimsmarkaði ásamt því að leiða áhugasama í gegnum smökkun á mismunandi gæðakoníaki frá Camus-húsinu. Það er stærsta koníakshúsið sem rekið er sem fjölskyldufyrirtæki og hefur Camus-fjölskyldan framleitt koníak allt frá árinu 1863. Camus er frægt fyrir flóknar blöndur og hefur verið ráðandi um langt árabil á heims- markaði hvað varðar sölu á hágæða koníaki ásamt fágætum sérteg- undum í kristal- eða postulínsumbúðum. Koníak hefur jafnan á sér há- gæðablæ og ímyndin og framsetningin skiptir miklu máli. Á síðasta ári voru flöskur Camus-koníaks endurhannaðar. Eru breytingarnar um- talsverðar þótt fyrirtækið sé annars frekar íhaldssamt eins og vera ber um framleiðanda vöru þar sem halda þarf gríðar- lega fast í hefðirnar. Koníaksneysla hefur breyst mikið síðari ár og framleiðendur hafa leitað nýrra markaða og breytinga á framsetningu. Námskeiðsgjald er 2.000 kr. og fer skráning fram á vinskolinn@vinskolinn.is. Þetta er einstakt tækifæri til að smakka úrval vandaðra koníaksteg- unda og það fyrir verð sem jafngildir einu glasi! Argentískt nautakjöt í uppáhaldi OPIÐ HÚS - HVERAGERÐI EINBÝLISHÚS AÐ REYKJAMÖRK 15 HÚSRÁÐENDUR BJÓÐA Í BÆINN, Í DAG, Á MILLI KL 14 OG 16 Eignin er 144,2 fm einbýli, þar af 30 fm í kjallara. Húsið er steinsteypt og hef- ur verið endurnýjað að hluta að innan. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, borðstofu, baðherbergi, þvottahús, búr, eldhús og forstofu. Baðher- bergið er flísalagt. Eldhús með kirsuberjainnréttingu. Gólfefni flísar og park- et. Ný miðstöðvarlögn. Eignarlóð. Staðsetningin er góð í grónu umhverfi, miðsvæðis í bænum. Eign sem gefur mikla möguleika svo sem viðbyggingu, bílskúr og fl. Verð 25,6 millj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.