Fréttablaðið - 26.04.2007, Page 1
69%
30%
37%
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007.
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
höfuðborgarsvæðið
Fimmtudagur
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
10
20
40
0
50
60
80
70
Klæðist vesti skreyttu
gulli og demöntum
Á mánudaginn heldur Urður í tónleikaferð
ásamt níu mánaða dóttur sinni, barnfóstru og
öðrum liðsmönnum sveitarinnar.
Urður Hákonardóttir, söngkona danssveitari
Gus, hefur lengur ve iðtó l
sannfæra blaðamann um að þetta sé alvöru demanta-
og gullskreyting.„Ætli það hafi ekki kostað svona um 2,5 milljónir
þetta vesti, en ég fékk náttúrlega tsegir hún h
útivistFIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 Á kajak um StrandirHaraldur Njálsson, varafor-maður Kayakklúbbsins, segir Hornstrandir vinsælar. BLS. 2
Hornstrandir vin-
sæll kajakstaður BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
www.xf.is
LÍFEYRISGREIÐSLUR EIGA AÐ
BERA 10% SKATT LÍKT OG
FJÁRMAGNSTEKJUR
Veitir þér aðgang að
29 vatnasvæðum
vítt og breitt um landið
fyrir aðeins 5000 kr.
Handbók með ítarlegum
upplýsingum, kortum o.fl.
fylgir frítt með!
Fæst á N1, í veiðivöruverslunum
og á www.veidikortid.is
Friðrik Þór Friðriksson
leikstjóri og menntamálaráðu-
neytið skrifuðu nýverið undir
samning til fimmtán ára sem
tryggir skólum rétt til að sýna
allar kvikmyndir hans. Kvik-
myndir Friðriks hafa undanfarin
ár verið sýndar í grunnskólum
landsins án greiðslu og gladdist
Friðrik mjög yfir því að þetta
skyldi leitt til lykta. „Myndirnar
hafa verið sýndar ólöglega
undanfarin ár en nú verða þessar
sýningar loksins löglegar.“
Samningurinn tryggir leikstjóran-
um tvær milljónir á ári, þrjátíu
milljónir samtals, og segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
að helsta gagnrýnin á þennan
samning muni verða hversu
upphæðin sem íslenska ríkið
greiðir sé lág.
Myndirnar lög-
legar í skólum
Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur fundið
barnaklám í tölvum fjórtán ein-
staklinga það sem af er þessu ári.
Leitað hefur verið í 38 tölvum, auk
þess sem hald hefur verið lagt á 76
muni sem tengdir eru umræddum
tölvum.
Af þessum fjórtán einstakling-
um sem barnaklám hefur fundist
hjá hafa sex verið handteknir eftir
tilkynningar Interpol eða Europol
um starfandi barnaklámhringi
erlendis sem teygt hafa anga sína
hingað til lands. Hinir átta hafa
verið handteknir eftir tilkynningar
frá barnaverndarnefndum eða
eftir öðrum leiðum.
Hluti þeirra 38 tölva sem lög-
reglan hefur lagt hald á er enn í
rannsókn því ástæða hefur þótt til
að leita frekar í þeim þar sem
þegar hefur fundist eitthvað af
barnaklámi í þeim. Umræddir ein-
staklingar, allir karlmenn, eru á
ýmsum aldri.
„Við sjáum að þetta er að auk-
ast,“ segir Björgvin Björgvinsson,
yfirmaður kynferðisbrotadeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. „Miðað við hlutfall af þeim
málum sem koma inn mánaðar-
lega er þetta einn af stærri þáttun-
um. Nú er það orðin vinnuregla
hjá okkur að um leið og við fáum
tilkynningu frá barnaverndar-
nefnd varðandi grunsemdir um
barnaklám fer alltaf fram hand-
taka og hald er lagt á tölvubúnað í
kjölfarið.“
Björgvin segir að ákveðnar hug-
myndir séu nú í kerfinu til varnar
þessari þróun, meðal annars um
hvort líta eigi til aðferða Norð-
manna. Þeir hafi komið upp bún-
aði sem virki þannig að viðvörun
frá lögreglunni birtist á skjánum
ætli menn að fara inn á barna-
klámsíður. Bent sé á að það sé brot
á lögum að fara inn á þessar síður.
Sú aðferð hafi gefist vel þar í
landi.
„Það er verið að athuga hvað
hægt sé að gera í vörnum hér á
landi til að minna fólk á að það sé
komið inn á svæði sem varðar við
lög að fara inn á,“ segir Björgvin.
„Þær aðgerðir verða að vera í
samstarfi við alla þá þjónustuaðila
sem eru með netþjónustu hér.
Þetta er í ákveðnum farvegi, bæði
í dómsmálaráðuneytinu og hjá lög-
reglunni.“
Æ meira finnst af
barnaklámi í tölvum
Barnaklám hefur fundist í tölvubúnaði fjórtán einstaklinga það sem af er þessu
ári. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir
vandann fara vaxandi. Unnið er að vörnum gegn þessari þróun hér á landi.
Þorsteinn Njálsson, læknir á Kára-
hnjúkum, segir forsvarsmenn Impregilo hafa vitað
af veikindum af völdum mengunar í aðrennslisgöng-
um virkjunarinnar frá því að þau komu fyrst upp 10.
apríl. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið brugðist við
strax, heldur menn sendir inn í göngin þar til Vinnu-
eftirlitið stöðvaði vinnu þar í fyrradag. Þorsteinn
hefur sent Vinnueftirlitinu lista með nöfnum 180
starfsmanna sem hafa veikst vegna mengunarinnar.
Fljótlega fór að bera á alvarlegum veikindum. Einn
maður liggur nú á sjúkrahúsi í Póllandi með raskanir
á miðtaugakerfi og tveir voru útskrifaðir af spítala í
Neskaupstað í gær, enn óvinnufærir. Sá pólski var
sendur utan þar eð hann hefði ekki getað greitt fyrir
dýrar rannsóknir hérlendis. Alls eru á annan tug
manna enn óvinnufærir.
Þorsteinn segir jafnframt að mörg dæmi séu um að
menn hafi hætt vinnu og snúið heim vegna ills aðbún-
aðar. Ómar Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir
að strax hafi verið brugðist við en það hafi greinilega
ekki nægt. Hann kannast ekki við að menn hafi hætt
störfum vegna lélegs aðbúnaðar.
Vitað um veikindin í tvær vikur
Jóhannes Geir Sigur-
geirsson lætur í dag af störfum
sem stjórnarformaður Landsvirkj-
unar, en hann hefur gegnt því
starfi í tíu ár.
Nýr stjórnar-
formaður verður
Páll Magnússon,
bæjarritari í
Kópavogi og
fyrrverandi
aðstoðarmaður
Valgerðar
Sverrisdóttur
ráðherra.
Ársfundur
Landsvirkjunar
verður haldinn í
dag og eru fimm
menn í stjórn
fyrirtækisins,
skipaðir af
stjórnarflokkun-
um. Framsóknar-
flokkurinn skipar
stjórnarformann.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins verða engar
frekari breytingar gerðar á
stjórn fyrirtækisins að sinni.
Páll tekur við
formennsku