Fréttablaðið - 26.04.2007, Page 38
26. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið útivist
Cintamani og Íslenski alpa-
klúbburinn stofnuðu Leiðang-
ursstyrktarsjóð í vetur. Styrk-
urinn verður veittur árlega
og geta allir sótt um sem eru í
miklum ferðahugleiðingum.
Styrkurinn verður í formi al-
klæðnaðar fyrir leiðangurs-
meðlimi ásamt fjárstyrk. Sam-
anlögð heildarupphæð styrks-
ins nemur 400.000 krónum.
Þar að auki munu Cintamani
og ÍSALP aðstoða leiðangur-
inn við skipulag, kynningu og
uppsetningu myndasýningar í
lok ferðar.
Áhersla verður lögð á að
styrkja einstaklinga eða hópa
sem stefna á klifur eða fjalla-
leiðangra hvers konar þar sem
takmarkið er krefjandi og ný-
stárlegt.
Umsóknarfrestur var upp-
haflega til 31. mars en hefur
verið framlengdur til 31. apríl.
Hægt er að nálgast umsóknar-
eyðublöð á heimasíðum Cinta-
mani og ÍSALP. Dómnefndin er
skipuð þeim Jökli Bergmann
fjallaleiðsögumanni, Haraldi
Erni Ólafssyni og Skarphéðni
Halldórssyni, fulltrúa ÍSALP.
Veitt úr leiðangurs-
styrktarsjóði
Þeir sem stefna á krefjandi fjallaleiðangra geta sótt um styrk í Leiðangurs-
styrktarsjóð ÍSALP og Cintamani.
Sp
ör
-
Ra
gn
he
ið
ur
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
Hálfur mánuður í Kína, mjög vel skipulögð ferð þar sem það sem Kína er frægust fyrir verður skoðað. Hér má nefna
Terrakotta herinn, einn merkilegasta fornleifafund veraldar, siglingu á skemmtiferðaskipi um Yangtze fljót sem er
þekkt fyrir gljúfrin þrjú og að sjálfsögðu Kínamúrinn. Helstu borgir Kína, Shanghai og Beijing sóttar heim. Hér gefst
tækifæri til að kynnast bæði hinu þjóðlega Kína en einnig þeim ótrúlega miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu
áratugum. Sagan er heillandi og menningin ólík okkar, við kynnumst hefðum og smökkum á þjóðlegum réttum.
Verð 288.200 kr. á mann í
tvíbýli...allt innifalið!
Aukagjald fyrir einbýli er 55.540 kr.
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
N á n a r i u p p l ý s i n g a r í s í m a 5 7 0 2 7 9 0 e ð a w w w . b a e n d a f e r d i r . i s
27. september – 12. október
Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir
6. – 20. september
Fararstjóri: Magnús Björnsson
ævintýraheimur
Um 300 manns stunda kajakróður hérlendis og
eru meðlimir í Kayakklúbbnum. Í augum flestra
er þetta áhugamál og nýta margir sumarfríið í
langar kajakferðir um óbyggðar strandir.
Kajaksportið er í mikilli sókn hérlendis og stöðugt
fjölgar þeim sem leggja stund á kajakróður. Harald-
ur Njálsson er einn þeirra en hann er varaformað-
ur Kayakklúbbsins á Íslandi. „Ég byrjaði í þessu árið
2003 þannig að ég er ekki búinn að vera neitt rosalega
lengi í róðrinum,“ segir Haraldur. „Félagi minn dró
mig í þetta því hann langaði svo að prófa. Nú er hann
hættur en ég er alveg forfallinn.“
Í Kayakklúbburinn eru nú um 300 manns. Flestir
meðlima eru þar af áhuganum einum saman og viku-
lega stendur klúbburinn fyrir svokölluðum félags-
róðri. „Þetta er mjög skemmtilegt sport og fullt af
góðum stöðum til að róa hér á Íslandi,“ segir Harald-
ur.
Mest er róið í Faxaflóanum, eyjurnar í kringum
Reykjavíkurhöfn eru mikið sóttar og Hvalfjörðurinn
er einnig vinsæll róðrastaður. „Svo fara menn í lengri
ferðir þar sem þeir taka með sér mat til nokkurra
daga, tjald og svefnpoka og bara allt sem til þarf,“
segir Haraldur. „Mitt uppáhaldssvæði eru Horn-
strandirnar en þær eru vinsælar í svona ferðir.“
Kajakróður er meira en áhugamál í augum sumra.
Kayakklúbburinn stendur fyrir Íslandsmóti sem
samanstendur af fjölda móta yfir sumartímann. „Ka-
jaksumarið byrjar einmitt núna á morgun, föstudag-
inn 27. apríl, með keppni í straumkajak í Elliðaánum
og strax á eftir er keppt í svokölluðu Elliðaárródeói,“
segir Haraldur. „Svo á laugardag verður Reykjavík-
urbikarinn í Geldinganesinu þar sem keppt er í 10
km kappróðri karla og kvenna og einnig verður boðið
upp á nýjan flokk, 50 ára og eldri.“
Kayakklúbburinn er með heimasíðuna www.
kayakklubburinn.is og þar eru upplýsingar fyrir þá
sem vilja kynna sér eða prófa kajakróður á Íslandi.
- tg
Hornstrandirnar eru
vinsæll kajakstaður
Haraldur hóf að stunda kajakróður fyrir nokkrum árum og heillaðist strax. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fjölmargir leggja stund á kajakróður hérlendis enda Íslend-
ingum í blóð borið að sækja sjóinn.
LÖGMÁL FERÐAMANNSINS
1. Göngum ávallt frá áningarstað eins og við viljum koma að honum.
2. Skiljum hvorki eftir rusl á víðavangi né urðum það.
3. Kveikjum ekki eld á grónu landi.
4. Rífum ekki upp grjót eða hlöðum
vörður að nauðsynjalausu.
5. Spillum ekki vatni, eða skemm-
um lindir, hveri eða laugar.
6. Sköðum ekki gróður.
7. Truflum ekki dýralíf.
8. Skemmum ekki jarðmyndanir.
9. Rjúfum ekki öræfakyrrð að
óþörfu.
10. Ökum ekki utan vega.
11. Fylgjum merktum göngustígum
þar sem þess er óskað.
12. Virðum friðlýsingarreglur og
tilmæli landvarða.