Fréttablaðið - 26.04.2007, Side 76
Írski athafnamaðurinn
Vince Power, fyrrver-
andi forsprakki Reading-
tónlistarhátíðarinnar, kom í
stutta heimsókn til Íslands
á dögunum og sá þá Pétur
Ben og Færeyinginn Teit
syngja í Borgarfirði. Freyr
Bjarnason hitti Power að
máli og komst að því að
kappinn er álíka kraftmikill
og nafnið gefur til kynna.
„Þeir voru mjög ólíkir en báðir
með mikið sjálfstraust og góðir
lagahöfundar,“ segir Power um
frammistöðu Péturs Ben og Teits,
sem spiluðu á vegum ÚTÓN, Út-
flutningsskrifstofu íslenskrar
tónlistar. Segir hann góðan mögu-
leika á því að þeir komi fram á ís-
lensku kvöldi sem hann vilji halda
á einum af klúbbum sínum í Lond-
on. „Ég hef séð marga tónlistar-
menn í gegnum árin en oft hefur
manni fundist eitthvað vanta, eitt-
hvað hungur eins og listamennirn-
ir séu andsetnir, svipað og Oasis á
sínum tíma. Þessir tveir eru mjög
hæfileikaríkir en málið snýst um
að vera á réttum stað á réttum
tíma og með rétta upptökustjór-
ann.“
Vince Power fæddist á Írlandi 29.
apríl 1947 og hélt því upp á sex-
tugsafmæli sitt síðastliðinn föstu-
dag. Sextán ára fluttist hann til
London þar sem hann fór að reyna
fyrir sér í ýmiss konar störfum,
þar á meðal sem húsgagnasali.
Árið 1989 eignaðist hann 50% hlut
í Reading-tónlistarhátíðinni sem
er haldin á Englandi á hverju ári.
Náði hann að rífa hátíðina upp til
vegsemdar og virðingar og hefur
hún um árabil verið ein virtasta
tónlistarhátíð heims þar sem
stærstu nöfnin í tónlistarbransan-
um hafa troðið upp. Má þar nefna
Oasis, Nirvana, Pearl Jam, Red
Hot Chili Peppers og Björk Guð-
mundsdóttir.
Power seldi hlut sinn í Reading-
hátíðinni árið 2005. Hann viður-
kennir að hann sakni hennar stund-
um. „Krakkarnir mínir skamma
mig fyrir að hafa selt hana, því
þeir höfðu mjög gaman af henni
og ólust upp í kringum hana.
Núna er ég bara upptekinn við
aðra hluti. Ég keypti Benicassim-
hátíðina [sem er haldin á Spáni]
og ætla að reyna að bæta hana og
stækka. Ég rek líka nokkra bari og
klúbba og síðan vil ég halda hátíð
í Bilbao á næsta ári,“ segir hann
og hvetur blaðamann til að kíkja á
Benicassim sem allra fyrst. „Þetta
er fjörutíu þúsund manna hátíð,
alveg frábær. Hún er haldin við
sjóinn og er mjög afslöppuð og
allt öðruvísi en það sem er í boði
í Bretlandi. Til dæmis er veðr-
ið þarna alltaf 100 prósent,“ segir
hann og hlær, greinilega vanur
alls konar sudda í Bretlandi.
Power vill ekki meina að hann sé
vægðarlaus í viðskiptum þrátt
fyrir að það orðspor fari af honum.
„Þetta truflar mig ekki. Ég fékk
þetta orðspor í gamla daga. Ég
lagði mjög hart að mér á þessum
tíma og að mér skyldi neitað um
eitthvað var ekki inni í myndinni.
Skemmtanabransinn snýst mikið
um að hver geri öðrum greiða en
ég fór beint að kjarnanum enda
írskur maður í London. Ég er samt
ekkert vægðarlaus, enda er ég
fjölskyldumaður og á átta börn.“
Á meðal þekktra nafna sem hafa
haldið tónleika á Bretlandseyj-
um á hans vegum, utan Reading-
hátíðarinnar, eru Johnny Cash,
U2, Rolling Stones, Bob Dylan og
Van Morrison.
Power er jarðbundinn maður og
segist aldrei hafa fylgt frægum
tónlistarmönnum eftir með lotn-
ingu. „Þetta er bara vinnan mín.
Ég eyði aldrei óþarfa tíma með
listamönnunum. Ég virði þá en
lít ekki til þeirra með stjörnur í
augum. Ég vil frekar vera með
fjölskyldu minni heldur en að
fara í eftirpartí.“
Hann segist jafnframt ekki
ætla sér að setjast í helgan stein á
næstunni þrátt fyrir að vera orð-
inn milljónamæringur. „Ég veit
nú ekki hvernig á að skilgreina
orðið milljónamæringur. Ég á
stóra fjölskyldu og þrjár fyrr-
verandi konur sem sjá um að ég
verði aldrei of ríkur,“ segir hann
og hlær. „Þegar pabbi minn hætti
að vinna eftir fjörutíu ára starfs-
feril dó hann skömmu síðar. Eitt
af því sem ég hræðist hvað mest
í lífinu er að setjast í helgan
stein.“
Power er um þessar mund-
ir að skrifa sjálfsævisögu sína
með hjálp blaðamannsins James
Brown. „Þessi saga snýst ekki um
að segja frá fólkinu sem ég hef
umgengst í gegnum tíðina heldur
fjallar hún um uppruna minn. Ég
eyddi æskuárum mínum á Írlandi
og kom til Englands þegar ég var
sextán ára, eins og svo marg-
ir Írar gerðu. Það er bara gaman
að setja þetta á blað fyrir börn-
in mín og ef einhver kaupir bók-
ina og fær innblástur af henni er
það bara gott mál, því hún sýnir
að hægt er að ná langt án þess að
hafa neitt í höndunum. Ef maður
hefur viljann og kraftinn skiptir
hitt ekki máli.“
Leikkonan Angelina Jolie hefur
óskað eftir því við dómstóla að
nafni ættleidds sonar hennar Pax
Thien Jolie verði breytt í Pax
Thien Jolie-Pitt. Jolie vill sem
sagt að eftirnafni kærasta síns,
Brad Pitt, verði bætt við nafnið,
rétt eins og með hin börn þeirra.
Jolie ættleiddi hinn víetnamska
Pax í síðasta mánuði. Þurfti hún að
sækja um ættleiðinguna sem ein-
stæð móðir þar sem hún er ekki
gift Pitt. Jolie og Pitt áttu fyrir
þrjú börn: hinn fimm ára Madd-
ox, Zahöru sem er tveggja ára og
Shiloh sem fæddist í maí í fyrra.
Vill breyta
nafninu
Hljómsveitin Spinal Tap ætlar
að koma saman á nýjan leik á
Live Earth-tónleikum á Wemb-
ley í London 7. júlí. Spinal Tap sló
í gegn í grín-heimildarmyndinni
This Is Spinal Tap árið 1984 þar
sem gert var grín að þungarokks-
hljómsveitum.
Allir hinna upprunalegu meðlima
sveitarinnar munu spila á tónleik-
unum, auk þess sem leikstjóri This
Is Spinal Tap, Rob Reiner, verður
á staðnum. Ný fimmtán mínútna
heimildarmynd um hljómsveitina
sem Reiner leikstýrði verður jafn-
framt sýnd á Tribeca-kvikmynda-
hátíðinni í New York. Fyrrver-
andi varaforseti Bandaríkjanna,
Al Gore, verður kynnir á hátíðinni,
þar sem þó nokkrar stuttmyndir
um hlýnun jarðar verða sýndar.
„Þeir eru ekki meðvitaðir um
umhverfi sitt en þeir hafa heyrt
minnst á hlýnun jarðar,“ sagði
Reiner um félaga sína í Spinal Tap.
Hljómsveitin hefur nokkrum sinn-
um komið saman eftir að mynd-
in var frumsýnd en nokkur ár eru
liðin frá því hljómsveitarmeðlimir
komu síðast fram.
Spilar á Live Earth
Heather Mills er dottin út úr banda-
ríska raunveruleikaþættinum
Dancing with the Stars. Heather,
sem er 39 ára, segir að það hafi
ekki komið á óvart að hún hafi dott-
ið út úr dansþættinum. „Við vissum
að við færum heim,“ segir Heath-
er, sem þótti standa sig vel og sýna
flott tilþrif á dansgólfinu ásamt
dansfélaga sínum. Heather var
sem kunnugt er eiginkona Bítils-
ins Pauls McCartney en þau standa
nú í erfiðum skilnaði. Frammistaða
hennar í þáttunum þótti sér í lagi
glæsileg í ljósi þess að hún missti
vinstri fótlegg í bílslysi árið 1993.
Heather dottin út
rði.
Sími: Áki: 8926723 & Kristján: 8960602 • www.spakongen.is
Tökum gamla potta upp
í nýja Arctic spa nuddpotta.