Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 2
Ögmundur, þurfa þingmenn
ekki líka nýtt launaþak?
Lágmarksframfærslu-
eyrir útlendinga á Schengen-svæð-
inu er talinn tvö þúsund krónur á
dag, hafi þeir frítt húsaskjól. Að
öðrum kosti er lágmarkið fjögur
þúsund krónur. Þessi skilyrði eiga
einnig við um EES-borgara, segir
Hildur Dungal, forstjóri Útlend-
ingastofnunar.
Frávísunarheimildir er að finna í
18. grein útlendingalaga. Sam-
kvæmt þeim má stöðva för útlend-
inga til landsins, til dæmis á Kefla-
víkurflugvelli, geti aðkomufólk
ekki sýnt fram á lágmarksfram-
færslugetu og fjárráð til að fara
heim aftur. Hildur telur að heimild-
inni sé beitt „töluvert oft“.
Minna eftirlit er á flugvellinum
þegar fólk kemur frá Schengen-
svæðinu, eins og í tilfelli Rúmen-
anna. Því hefur lögregla svigrúm
til að beita heimildunum í sjö daga
eftir komu fólks inn í landið.
Útlendingastofnun getur síðan
ákvarðað að vísa fólki úr landi,
samkvæmt sömu heimildum, innan
níu mánaða frá komu.
Hörður Jóhannesson aðstoðarlög-
reglustjóri hafnar gagnrýni Norð-
manna á það hvernig var að máli
Rúmenanna staðið. Í fréttum RÚV
kom fram að Norðmenn teldu
íslensk lögregluyfirvöld ekki geta
sent Rúmenana til Noregs, nær
hefði verið að senda þá til Rúmeníu.
„Við erum ekki að senda einn eða
neinn. Við erum bara að hjálpa þeim
að komast til baka, af því að þau
óskuðu eftir því, segir hann.
Lögreglan hafi því ekki gert
neitt sem Útlendingastofnun
Norðmanna geti kvartað undan.
„Það er enginn formlegur gjörn-
ingur af hendi lögreglu né Útlend-
ingastofnunar,“ segir Hörður.
Lögreglan hafði afskipti af Rúm-
enunum vegna þess að þeir voru „í
reiðileysi“ og ekki með atvinnu-
leyfi.
„Vendipunkturinn var um helg-
ina þegar þetta lá allt sofandi niðri í
bæ. Það kom í ljós að þau voru hér
til að vinna en ekki með atvinnu-
leyfi og höfðu ekki sótt um það. Þau
áttu ekki pening til að framfleyta
sér. Þegar þeim var gert ljóst að
þau gætu ekki verið hér á götunum
og til væri heimild til að vísa þeim
úr landi, óskuðu þau eftir aðstoð
okkar til að komast úr landi.“
Hefðu Rúmenarnir hins vegar
kosið að dveljast hér áfram, „þá
hefði komið til skoðunar að beita
einhverjum heimildum,“ segir
Hörður.
Rúmenarnir gátu
ekki framfleytt sér
Til að dveljast á Íslandi hefðu Rúmenarnir, sem var hjálpað úr landi, þurft 4.000
krónur fyrir hvern dag. Frávísunarheimildum mun oft vera beitt. Lögreglan
hefði skoðað að beita þessum heimildum hefði fólkið ekki farið sjálfviljugt.
Fjörutíu og tveir
fangar á Litla-Hrauni nýttu
kosningarétt sinn í utankjörfund-
aratkvæðagreiðslu á þriðjudag.
Fulltrúar sýslumanns efndu til
kjörfundar og var kjörklefa
komið upp í skólastofu í fangels-
inu.
77 afplána refsidóm á Litla-
Hrauni, þar af 12 útlendingar. Af
þeim 65 sem höfðu kosningarétt
nýttu hann 42. Það er um 65
prósenta þátttaka.
Að sögn fangavarðar fór lítið
fyrir pólitískri umræðu í fangels-
inu í aðdraganda kosninganna.
42 af 65 kusu á
Litla-Hrauni
Samræmdu prófunum í 10. bekk lauk í
gær. Tæplega 4.500 nemendur eru skráðir í 10.
bekk og flestir þeirra þreyttu einhver samræmd
próf. Fjölmennasta prófið var í íslensku en
rúmlega 4.200 nemendur voru skráðir í það.
Það eru mikil tímamót að ljúka grunnskólagöngu
og því venja að unglingar geri sér dagamun við lok
samræmdu prófanna. Undanfarin ár hefur dregið
verulega úr unglingadrykkju á þessum tímamótum
og nú er í flestum skólum boðið upp á skipulagðar
skemmtanir á borð við óvissuferðir.
Marta Kristín Hreiðarsdóttir, félagsfræðingur
og talsmaður SAMAN-hópsins, sem hefur barist
ötullega að forvörnum, segir að það sé mikilvægt
að boðið sé upp á jákvæðar og heilbrigðar skemmt-
anir fyrir unglingana á þessum tímamótum.
„Skilaboð okkar beinast að mestu til foreldra og
eru þess efnis að eyða tíma með börnunum sínum,
virða útivistartíma og leyfa ekki eftirlitslaus
partí,“ segir Marta.
Skemmta sér eftir prófin
„Vart var sólarhringur
liðinn þegar
stjórnmála-
menn allra
flokka, sem ekki
áttu húseignirn-
ar, höfðu
opinberlega lýst
því yfir að þeir
teldu mikilvægt
að viðhalda
götumynd og
endurbyggja húsin á sama stað í
upprunalegri mynd,“ sagði
Björgólfur Guðmundsson í
Landsbankanum á þingi um
uppbyggingu eftir brunannn í
Austurstræti. „Í sjálfu sér er þetta
falleg hugsun og viðbrögðin
skiljanleg,“ bætti Björgólfur við.
Hann kvað verndun menningar-
verðmæta mikilvæga en að þau
viðhorf mættu „ekki hindra
eðlilega framþróun borga“.
Vilhjálmur Vilhjálmsson borgar-
stjóri sagðist ekki hafa breytt um
skoðun varðandi endurgerð
götumyndarinnar.
Verndun hindri
ekki framþróun
Aðstandendur Live
Earth-tónleikanna, hafa dregið til
baka tilboð um að tónleikar verði
haldnir í Reykjavík vegna þess að
ríkisstjórn Íslands sýndi viðburð-
inum ekki nægan áhuga, auk þess
sem staðan á tæknilegum
undirbúningi þótti ekki viðun-
andi.
Kári Sturluson, sem annaðist
skipulag hér á landi, segir
skipuleggjendur hafa runnið út á
tíma. Hann vill ekki kenna
áhugaleysi ríkisins alfarið um
niðurstöðuna. „En það er ljóst að
ef fulltrúar ríkisstjórnarinnar
hefðu sýnt þessu verkefni
raunverulegan áhuga frá upphafi
þá hefði staðan getað verið allt
öðruvísi.“
Hætt við Live
Earth á Íslandi
Búist er við að Tony
Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, muni á hádegi í dag segja
af sér sem formaður Verka-
mannaflokksins. Líklega gegnir
hann áfram embætti forsætisráð-
herra þangað til í lok júní eða
byrjun júlí.
Skrifstofa Blairs staðfesti í gær
að hann muni greina frá áformum
sínum í dag. Gordon Brown
fjármálaráðhera þykir líklegast-
ur arftaki hans.
Á morgun heldur Blair til
Frakklands til að óska Nicolas
Sarkozy til hamingju með
sigurinn í forsetakjöri um síðustu
helgi.
Blair segir lík-
lega af sér í dag
„Hún er
búin að fá of mikla
neikvæða umfjöll-
un,“ sagði Fanný
Guðbjörg Jónsdóttir,
kosningastjóri ungra
framsóknarmanna,
um Luciu Celeste
Molina Sierra.
Lucia, sem er
tengdadóttir Jónínu
Bjartmarz umhverf-
isráðherra, dreifði
grænum frostpinn-
um til vegfarenda í
boði Framsóknarflokksins á
Laugaveginum. Þegar ljósmynd-
ara Fréttablaðsins bar að garði
neitaði hún að vera á mynd og
hljóp hún inn á kosningaskrifstofu
ungliða flokksins
sem þar stendur.
„Það er búið að
vera mikið álag á
henni undanfarið.
Lucia er vinkona
okkar og hún er hér
einfaldlega til að
hjálpa vinum sínum.
Þetta er engin frétt,“
sagði Fanný kosn-
ingastjóri eftir að
hafa rætt málið við
Luciu sem hélt sig
inni á skrifstofunni
og aftók að láta mynda sig og veita
viðtal um sjálfboðastarf sitt fyrir
Framsóknarflokkinn. Stuttu
seinna var hún farin af kosninga-
skrifstofunni.
Þingflokkur Vinstri
grænna vill láta leiða í lög að
ráðherrar geti
ekki ráðstafað
fé úr ríkissjóði í
þrjá mánuði
fyrir kosningar.
„Frá og með
því að 90 dagar
eru til reglu-
legra alþingis-
kosninga eða
jafn langur eða
skemmri tími er
til kosninga sem
boðað hefur verið til aukalega er
ráðherrum óheimilt að gera
samninga eða binda með neinum
öðrum hætti ríkissjóð þannig að í
því felist skuldbinding, vilyrði eða
fyrirheit um ný útgjöld,“ segir í
frumvarpi þingflokksins.
Hemja ráðherra
fyrir kosningar
Mikill munur er á fylgi
Framsóknarflokksins í tveimur
skoðanakönnunum sem birtar
voru í gær. Í könnun Capacent
Gallup mælist flokkurinn með 14,6
prósent, og eykur fylgi sitt um
tæp fimm prósentustig frá því í
könnun Capacent daginn áður. Í
könnun Félagsvísindastofnunar
mælist flokkurinn hins vegar
einungis með 8,6 prósenta fylgi.
Sjálfstæðisflokkur fær 38
prósent, Samfylkingin 29 og
Vinstri græn 16,2 hjá Félagsvís-
indastofnun en hjá Capacent fær
Sjálfstæðisflokkur 36 prósent,
Samfylkingin 25 og Vinstri græn
14,5 prósent.
Mikill munur á
Framsóknarfylgi
Gaf vegfarendum
græna frostpinna