Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 10
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
BREYTTU
GLITNIS
PUNKTUNUM
Í DRAUMA
FERÐALAG
Benedikt sextándi páfi sagðist í gær
styðja það að þeir stjórnmálamenn, sem greiddu
atkvæði með því að lögleiða fóstureyðingar í
Mexíkóborg í síðasta mánuði, yrðu bannfærðir. Þar
með sendir hann skýr skilaboð til Suður-Ameríku-
ríkja um að kaþólska kirkjan ætli ekkert að slaka á í
þessum málum.
Samkvæmt kenningum kaþólsku kirkjunnar eru
allar konur, sem gangast undir fóstureyðingu,
sjálfkrafa bannfærðar og þar með gerðar útlægar úr
kaþólsku kirkjunni. Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar í
Mexíkó hafa sagt að þar í landi ætti einnig að
bannfæra lækna og hjúkrunarkonur sem framkvæma
fóstureyðingar sem og þá þingmenn sem samþykktu
nýverið lögleiðingu fóstureyðinga í Mexíkóborg.
Páfinn hélt í gær til Brasilíu, en þangað kom hann
síðast árið 1990 þegar hann var enn kardináli og gekk
undir nafninu Joseph Ratzinger. Í Brasilíu ætlar hann
meðal annars að taka þátt í nokkrum útimessum og
taka fyrsta innfædda Brasilíumanninn í tölu dýrlinga
kaþólsku kirkjunnar. Á blaðamannafundi um borð í
flugvél Páfagarðs á leiðinni til Brasilíu í gær sagði
Benedikt að stærsta áhyggjuefni kaþólsku kirkjunnar
í Suður-Ameríku væri stöðugur flótti kaþólskra íbúa
landanna yfir í mótmælendakirkjur síðustu árin. Á
fundi með biskupum álfunnar, sem haldinn verður í
Sao Paolo, ætlar páfi að kynna aðgerðaáætlun til að
snúa þessari þróun við.
Fóstureyðingar eru mikið hitamál í Brasilíu. Þær
eru bannaðar þar, nema ef þungun stafar af nauðgun
eða líf móður sé í hættu. Samkvæmt skoðanakönnun-
um er mikill meirihluti Brasilíumanna andvígur því
að rýmka þessi ákvæði, og á þriðjudag mótmæltu
fimm þúsund manns fóstureyðingum á útifundi í
Brasilíu, höfuðborg landsins.
Sumir stjórnmálamannanna, sem páfi hótar bann-
færingu, sögðust láta sér það í léttu rúmi liggja. „Ég er
kaþólsk og verð það þótt kirkjan bannfæri mig,“ sagði
Letitia Quezada, borgarráðsmaður í Mexíkóborg. „Sam-
viska mín er hrein.“
Styður bannfæringu
vegna fóstureyðinga
Benedikt sextándi páfi hélt í gær til Brasilíu. Hann sendi skýr skilaboð til álf-
unnar um að kaþólska kirkjan ætlaði ekki að slaka á í afstöðu til fóstureyðinga.