Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 10
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 BREYTTU GLITNIS PUNKTUNUM Í DRAUMA FERÐALAG Benedikt sextándi páfi sagðist í gær styðja það að þeir stjórnmálamenn, sem greiddu atkvæði með því að lögleiða fóstureyðingar í Mexíkóborg í síðasta mánuði, yrðu bannfærðir. Þar með sendir hann skýr skilaboð til Suður-Ameríku- ríkja um að kaþólska kirkjan ætli ekkert að slaka á í þessum málum. Samkvæmt kenningum kaþólsku kirkjunnar eru allar konur, sem gangast undir fóstureyðingu, sjálfkrafa bannfærðar og þar með gerðar útlægar úr kaþólsku kirkjunni. Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar í Mexíkó hafa sagt að þar í landi ætti einnig að bannfæra lækna og hjúkrunarkonur sem framkvæma fóstureyðingar sem og þá þingmenn sem samþykktu nýverið lögleiðingu fóstureyðinga í Mexíkóborg. Páfinn hélt í gær til Brasilíu, en þangað kom hann síðast árið 1990 þegar hann var enn kardináli og gekk undir nafninu Joseph Ratzinger. Í Brasilíu ætlar hann meðal annars að taka þátt í nokkrum útimessum og taka fyrsta innfædda Brasilíumanninn í tölu dýrlinga kaþólsku kirkjunnar. Á blaðamannafundi um borð í flugvél Páfagarðs á leiðinni til Brasilíu í gær sagði Benedikt að stærsta áhyggjuefni kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríku væri stöðugur flótti kaþólskra íbúa landanna yfir í mótmælendakirkjur síðustu árin. Á fundi með biskupum álfunnar, sem haldinn verður í Sao Paolo, ætlar páfi að kynna aðgerðaáætlun til að snúa þessari þróun við. Fóstureyðingar eru mikið hitamál í Brasilíu. Þær eru bannaðar þar, nema ef þungun stafar af nauðgun eða líf móður sé í hættu. Samkvæmt skoðanakönnun- um er mikill meirihluti Brasilíumanna andvígur því að rýmka þessi ákvæði, og á þriðjudag mótmæltu fimm þúsund manns fóstureyðingum á útifundi í Brasilíu, höfuðborg landsins. Sumir stjórnmálamannanna, sem páfi hótar bann- færingu, sögðust láta sér það í léttu rúmi liggja. „Ég er kaþólsk og verð það þótt kirkjan bannfæri mig,“ sagði Letitia Quezada, borgarráðsmaður í Mexíkóborg. „Sam- viska mín er hrein.“ Styður bannfæringu vegna fóstureyðinga Benedikt sextándi páfi hélt í gær til Brasilíu. Hann sendi skýr skilaboð til álf- unnar um að kaþólska kirkjan ætlaði ekki að slaka á í afstöðu til fóstureyðinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.