Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 12
Samtals 685 ofbeldis-
brot gegn lögreglumönnum voru
tilkynnt á árabilinu 1998-2005. Þá
urðu um 60 prósent lögreglu-
manna fyrir ofbeldi í vinnu sinni á
fimm ára tímabili, frá 2000-2005.
Fimm þeirra urðu fyrir ofbeldi
sem leiddi til líkamlegrar fötlun-
ar, örorku eða útlimamissis.
Þetta er meðal niðurstaðna úr
tveimur rannsóknum á ofbeldi
gegn lögreglumönnum sem emb-
ætti ríkislögreglustjóra hefur
látið gera.
Þá leiða niðurstöður í ljós, að
hótanir í garð lögreglumanna
vegna starfs þeirra eru mjög
algengar. Um 70 prósent þeirra
sögðust hafa orðið fyrir slíku í
vinnu og 26 prósent utan vinnu.
Þeim sem helst var hótað voru
karlar, yngri en 35 ára, sem
gegndu stöðu almenns lögreglu-
manns og unnu hjá minni lögreglu-
embættum.
Hótanir í garð fjölskyldna lög-
reglumanna eru einnig tíðar.
Spurningu þar að lútandi svöruðu
54 lögreglumenn játandi. Þeir
greindu allir frá því að barni
þeirra hefði verið hótað, auk fleiri
fjölskyldumeðlima. Í rúmlega 20
prósentum tilvika var hótunin
kærð eða tilkynnt til lögreglu.
Þau 60 prósent, eða 238 lög-
reglumenn, sem kváðust hafa
orðið fyrir ofbeldi í vinnunni
kváðu gerendurna ýmist hafa
sparkað, slegið eða kýlt.
Þá kemur í ljós að aukning hefur
orðið á notkun vopna gegn lög-
reglumönnum, úr fjórum prósent-
um tilvika í fjórtán á tímabilinu.
Einkum var um að ræða eggvopn,
barefli, ökutæki eða annað. Í einu
tilviki var um skotvopn að ræða.
Það var árið 2001, en þá var lög-
reglumanni ógnað með skamm-
byssu. Um fjórðungur tilkynntra
brota gegn lögreglu var framinn á
lögreglustöð eða í lögreglubílum.
Á tímabilinu 2000-2005 voru 479
einstaklingar kærðir 516 sinnum
fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni.
Um fimmtungur þeirra mála fór í
ákærumeðferð. Af þeim enduðu
um 57 prósent fyrir dómi.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri segir að þegar hafi
verið gripið til aðgerða til að
styðja lögreglumenn sem hafi
verið beittir ofbeldi í starfi.
Hann bendir meðal annars á að
dómsmálaráðherra hafi í því skyni
veitt fjármagn til að auka félags-
legan stuðning við þá í starfi,
refsirammi brota gegn valdstjórn-
inni hafi verið hækkaður úr sex
ára fangelsi í átta og nýlegar
breytingar á skipan lögreglumála
auki öryggi lögreglumanna í
starfi.
Hundruð ofbeldis-
brota gegn lögreglu
Meirihluti lögreglumanna hefur orðið fyrir hótunum og ofbeldi í starfi, að
því er nýjar rannsóknir leiða í ljós. Á sjö ára tímabili voru nær 700 ofbeldisbrot
tilkynnt. Hótanir ná jafnvel til maka lögreglumanna og barna þeirra.
Nicolas Sarkozy,
verðandi forseti Frakklands, sætti
í gær orrahríð gagnrýni, viku áður
en hann tekur við embætti. Verka-
lýðsleiðtogi hótaði harðri and-
spyrnu við áformaðar umbætur
hans og pólitískir andstæðingar
kölluðu lúxussnekkjusiglingu þá
sem hann fór í strax í kjölfar kosn-
inganna „ósiðlega“.
Sarkozy, sem dreif eiginkonu
sína og son með í siglingu um
eyjar í grennd við Möltu daginn
eftir úrslitaumferð forsetakosn-
inganna á sunnudaginn, var vænt-
anlegur aftur í land á miðviku-
dagskvöld. Óvíst var þó hvenær
hann myndi snúa aftur til Parísar.
Elisabeth Guigou, sem sat um
skeið fyrir Sósíalistaflokkinn sem
dómsmálaráðherra í ríkisstjórn-
inni, kallaði siglingu hins verðandi
forseta á 60 metra lúxussnekkju
sem hann fékk að láni frá millj-
arðamæringi „hneykslanlega“ og
„ósiðlega“.
„Öll þessi fjárútlát þegar hann
þykist vera… forseti allra Frakka,“
sagði hún í sjónvarpsviðtali. Slíkt
„óhóf“ verkaði illa á þann hluta
þjóðarinnar, sem berðist við að
láta enda ná saman.
Jean-Francois Cope, talsmaður
ríkisstjórnarinnar, bað stjórnar-
andstæðinga að hætta „persónu-
legum árásum“ á Sarkozy. Hann
tók fram að ríkið hefði ekki borið
neinn kostnað af snekkjuferð
hans.
Meðal dagskráratriða í dag, 10. maí:
Hörðuvallaskóli kl. 8.30. Ruslaskrímslið og Hörðuvallanaglarnir.
Kynning á þemaverkefni og íþróttasýning.
Bókasafn Kópavogs kl. 9.30. Leikbrúðuland sýnir Númi á ferð
og flugi. Sýning fyrir öll börn.
Leikskólinn Rjúpnahæð kl. 15.30. Opið hús og kynning.
Digranesskóli kl. 16.00. Sólkerfisganga fyrir almenning.
Myndlistarsýningar • danssýning • opin hús.
Kynnið ykkur dagskrána nánar á kopavogur.is
VOR Í ÍSLENSKRI
VERKEFNASTJÓRNUN
Opin ráðstefna MPM námsins
Hótel Loftleiðum, Þingsal 1-4,
11. maí, frá kl. 13.00-17.30
Útskriftarnemendur í MPM náminu kynna
fjölbreytt og hnitmiðuð lokaverkefni tengd
verkefnastjórnun
Dæmi um viðfangsefni eru:
• Þjálfun og þekkingaruppbygging
• Verkefnastofur og skipuheildir
• Greiningartæki
• Siðfræðileg álitaefni
• Gæðastjórnun
Ráðstefnan fer fram í þremur straumum og
á hverjum tíma verða þrjú verkefni til
kynningar.
Sjá dagskrá á mpm.is.
Allir velkomnir
www.mpm.is