Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 12
 Samtals 685 ofbeldis- brot gegn lögreglumönnum voru tilkynnt á árabilinu 1998-2005. Þá urðu um 60 prósent lögreglu- manna fyrir ofbeldi í vinnu sinni á fimm ára tímabili, frá 2000-2005. Fimm þeirra urðu fyrir ofbeldi sem leiddi til líkamlegrar fötlun- ar, örorku eða útlimamissis. Þetta er meðal niðurstaðna úr tveimur rannsóknum á ofbeldi gegn lögreglumönnum sem emb- ætti ríkislögreglustjóra hefur látið gera. Þá leiða niðurstöður í ljós, að hótanir í garð lögreglumanna vegna starfs þeirra eru mjög algengar. Um 70 prósent þeirra sögðust hafa orðið fyrir slíku í vinnu og 26 prósent utan vinnu. Þeim sem helst var hótað voru karlar, yngri en 35 ára, sem gegndu stöðu almenns lögreglu- manns og unnu hjá minni lögreglu- embættum. Hótanir í garð fjölskyldna lög- reglumanna eru einnig tíðar. Spurningu þar að lútandi svöruðu 54 lögreglumenn játandi. Þeir greindu allir frá því að barni þeirra hefði verið hótað, auk fleiri fjölskyldumeðlima. Í rúmlega 20 prósentum tilvika var hótunin kærð eða tilkynnt til lögreglu. Þau 60 prósent, eða 238 lög- reglumenn, sem kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi í vinnunni kváðu gerendurna ýmist hafa sparkað, slegið eða kýlt. Þá kemur í ljós að aukning hefur orðið á notkun vopna gegn lög- reglumönnum, úr fjórum prósent- um tilvika í fjórtán á tímabilinu. Einkum var um að ræða eggvopn, barefli, ökutæki eða annað. Í einu tilviki var um skotvopn að ræða. Það var árið 2001, en þá var lög- reglumanni ógnað með skamm- byssu. Um fjórðungur tilkynntra brota gegn lögreglu var framinn á lögreglustöð eða í lögreglubílum. Á tímabilinu 2000-2005 voru 479 einstaklingar kærðir 516 sinnum fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni. Um fimmtungur þeirra mála fór í ákærumeðferð. Af þeim enduðu um 57 prósent fyrir dómi. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að styðja lögreglumenn sem hafi verið beittir ofbeldi í starfi. Hann bendir meðal annars á að dómsmálaráðherra hafi í því skyni veitt fjármagn til að auka félags- legan stuðning við þá í starfi, refsirammi brota gegn valdstjórn- inni hafi verið hækkaður úr sex ára fangelsi í átta og nýlegar breytingar á skipan lögreglumála auki öryggi lögreglumanna í starfi. Hundruð ofbeldis- brota gegn lögreglu Meirihluti lögreglumanna hefur orðið fyrir hótunum og ofbeldi í starfi, að því er nýjar rannsóknir leiða í ljós. Á sjö ára tímabili voru nær 700 ofbeldisbrot tilkynnt. Hótanir ná jafnvel til maka lögreglumanna og barna þeirra. Nicolas Sarkozy, verðandi forseti Frakklands, sætti í gær orrahríð gagnrýni, viku áður en hann tekur við embætti. Verka- lýðsleiðtogi hótaði harðri and- spyrnu við áformaðar umbætur hans og pólitískir andstæðingar kölluðu lúxussnekkjusiglingu þá sem hann fór í strax í kjölfar kosn- inganna „ósiðlega“. Sarkozy, sem dreif eiginkonu sína og son með í siglingu um eyjar í grennd við Möltu daginn eftir úrslitaumferð forsetakosn- inganna á sunnudaginn, var vænt- anlegur aftur í land á miðviku- dagskvöld. Óvíst var þó hvenær hann myndi snúa aftur til Parísar. Elisabeth Guigou, sem sat um skeið fyrir Sósíalistaflokkinn sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn- inni, kallaði siglingu hins verðandi forseta á 60 metra lúxussnekkju sem hann fékk að láni frá millj- arðamæringi „hneykslanlega“ og „ósiðlega“. „Öll þessi fjárútlát þegar hann þykist vera… forseti allra Frakka,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali. Slíkt „óhóf“ verkaði illa á þann hluta þjóðarinnar, sem berðist við að láta enda ná saman. Jean-Francois Cope, talsmaður ríkisstjórnarinnar, bað stjórnar- andstæðinga að hætta „persónu- legum árásum“ á Sarkozy. Hann tók fram að ríkið hefði ekki borið neinn kostnað af snekkjuferð hans. Meðal dagskráratriða í dag, 10. maí: Hörðuvallaskóli kl. 8.30. Ruslaskrímslið og Hörðuvallanaglarnir. Kynning á þemaverkefni og íþróttasýning. Bókasafn Kópavogs kl. 9.30. Leikbrúðuland sýnir Númi á ferð og flugi. Sýning fyrir öll börn. Leikskólinn Rjúpnahæð kl. 15.30. Opið hús og kynning. Digranesskóli kl. 16.00. Sólkerfisganga fyrir almenning. Myndlistarsýningar • danssýning • opin hús. Kynnið ykkur dagskrána nánar á kopavogur.is VOR Í ÍSLENSKRI VERKEFNASTJÓRNUN Opin ráðstefna MPM námsins Hótel Loftleiðum, Þingsal 1-4, 11. maí, frá kl. 13.00-17.30 Útskriftarnemendur í MPM náminu kynna fjölbreytt og hnitmiðuð lokaverkefni tengd verkefnastjórnun Dæmi um viðfangsefni eru: • Þjálfun og þekkingaruppbygging • Verkefnastofur og skipuheildir • Greiningartæki • Siðfræðileg álitaefni • Gæðastjórnun Ráðstefnan fer fram í þremur straumum og á hverjum tíma verða þrjú verkefni til kynningar. Sjá dagskrá á mpm.is. Allir velkomnir www.mpm.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.