Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Þrátefli við Bobby
Fischer?
Nefndarmenn fá meiri
tíma með börnunum
Alvöru og töff karlmenn í Helsinki
Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hjá
Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, varð þriðji
í hlaupi í Borgundar-
hólmi í Danmörku um
síðustu helgi þegar hann
hljóp 197 kílómetra á 24
klukkutímum.
„Þetta fór langt fram úr öllu
sem ég átti von á,“ segir Gunn-
laugur sem fyrir hlaupið
stefndi að því að ljúka 160
kílómetrum en hefði getað
lokið 200 kílómetrum hefði
GPS-mælirinn ekki orðið fyrir
truflun á leiðinni.
„Ég hefði getað farið 200
kílómetra ef ég hefði getað
stillt mig af og skrúfað mig
upp þegar fjórir tímar voru
eftir því að ég var ekki svo
þreyttur þegar ég kom í mark.
En þetta er alltaf vegasalt.
Maður tekur áhættu og þetta
var fyrsta hlaupið af þessum
toga sem ég tek þátt í þannig
að ég var að fara út í óviss-
una,“ segir hann.
Árangur Gunnlaugs jafn-
gildir því að hlaupa frá
Reykjavík að Hellnum á Snæ-
fellsnesi og rúmlega það í
gegnum Hvalfjarðargöngin á
einum sólarhring. Það er
afrek enda bendir hann á að
það hafi „púnkterað“ hjá
mörgum í hlaupinu. „Þetta er
hárfín lína, að fara ekki of
hratt eða hægt og borða og
drekka rétt.“
Þrjátíu og fjórir hlauparar tóku þátt, þrjátíu og
einn lauk hlaupinu. Sigurvegarinn hljóp 226 kíló-
metra og sá sem varð í öðru sæti hljóp 206 kílómetra
á þeim sólarhring sem hlaupið stóð.
Hlaupnir voru 1,8 kílómetra hringir og hringirnir
taldir. Gunnlaugur segir slík hlaup erfiðari andlega.
„Hausinn spilar rullu í þessu líka,“ segir hann og
bætir hlæjandi við að talað sé um 200 kílómetra sem
„magísku mörkin. Þá er maður kominn í stórmeist-
araflokkinn.“
Eins og að hlaupa upp á
Snæfellsnes á 24 tímum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Árni Pétur
Jónsson, forstjóri Vodafone,
skrifuðu í gær undir samning um
fjarskiptaþjónustu fyrir borgina
til næstu þriggja ára. Samhliða
því var opnað grænt símanúmer
borgarinnar og Vodafone, en í það
geta borgarbúar hringt til að gefa
tré sem gróðursett verður í landi
borgarinnar í sumar. Með því að
hringja í símanúmerið 900 9555
gjaldfærast 500 kr. á símareikn-
ing. Skógræktarfélag Reykjavík-
ur sér um að planta trjánum.
Hringdu og
gefðu tré
Ný tískuvöruverslun og gallerí
hefur verið opnuð á Djúpavogi.
Eigendur eru Ágústa Margrét
Arnardóttir frá Höfn í Hornafirði
og Íris Dögg Hákonardóttir úr
Reykjavík. Fram kemur á vef
Djúpavogshrepps að það hafi
verið ástin sem dró þær báðar á
Djúpavog. Ágústa Margrét er
tösku- og fylgihlutahönnuður sem
starfar undir nafninu GUSTA
DESIGN. Íris Dögg Hákonardótt-
ir keypti verslunina ONI á
Laugaveginum árið 2006 en lokaði
síðan versluninni og hóf að selja
vörurnar á Netinu. Nú er ONI
opnuð aftur í nýjum landshluta.
Ný tískuvörubúð
á Djúpavogi
Viðkvæmt
mál og erfitt