Fréttablaðið - 10.05.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 10.05.2007, Síða 22
fréttir og fróðleikur Kosningalögin komu ekki af himnum ofan – ekki frekar en sjálfur kosningarétt- urinn. Hvort tveggja eru mannanna verk og bera þess glögg merki. „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur. Á borðinu skulu vera ekki færri en tvö venju- leg dökk ritblý er kjörstjórn lætur í té og sér um að jafnan séu nægi- lega vel ydd.“ Svo segir í 81. grein laga um kosningar til Alþingis. Ekki er skilgreint hvað telst „nægilega vel ydd“, en að líkind- um er það kjörstjórnar að meta það. Á kjörskrá eru 221.368 kjósend- ur en sú tala kann að breytast eftir að tekið er tillit til látinna, nýrra ríkisfangshafa og annarra leið- réttinga. Þannig fjölgaði um fimmtán á kjörskrá eftir leiðrétt- ingu í kjölfar síðustu kosninga. Í kosningum undangenginna 40 ára hefur kjörsókn verið á bilinu 84-91 prósent en síðast nýttu 87,7 prósent kosningarétt sinn. Til sam- anburðar má nefna að 84 prósent franskra kjósenda nýttu atkvæðis- réttinn í forsetakosningunum þar í landi á dögunum og þótti mikið. Kosið er á samtals 151 stað á landinu öllu en kjördeildir eru talsvert fleiri. Flestir eru kjör- staðirnir í Norðvesturkjördæmi, 47, en fæstir í Reykjavíkurkjör- dæmunum, sjö í hvoru kjördæmi. Þeir skipta hundruðum sem vinna við kosningarnar með einum eða öðrum hætti. Kjósendur verða helst varir við almenna starfs- menn í kjördeildum sem taka niður nafn og kennitölu kjósenda og vísa þeim til kjörklefa. En sam- kvæmt laganna hljóðan starfa landskjörstjórn, yfirkjörstjórnir, undirkjörstjórnir og jafnvel umdæmiskjörstjórnir og sérstak- ar kjörstjórnir. Undan setu í kjör- stjórn verður ekki vikist enda segir í 18. grein kosningalaganna: Það er borgaraleg skylda að taka sæti í kjörstjórn. Kosningalögin eru í 130 grein- um í 28 köflum og prentast á 29 A 4 blöð. Síðast var lögunum breytt 1999 en grundvallarbreytingar voru einnig gerðar 1982 og 1959. Ítarlega er fjallað um refsi- ákvæði sem liggja við margvísleg- um brotum á lögunum en brot geta varðað allt frá sektum og upp í fjögurra ára fangelsi. Ekki hefur komið til beitingar slíkra refsinga í kjölfar umliðinna kosninga og má af því draga þá ályktun að Íslendingar hagi sér almennt vel á kjörstað og virði lög og reglur um framkvæmd kosninga. Í lögunum er einnig fjallað um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll. Kjörstaðir opna flestir klukkan níu á laugardag og stendur kjör- fundur víðast hvar til tíu um kvöld- ið. Í fámennum kjördeildum getur kjörfundur staðið skemur. Talning atkvæða hefst áður en kjörfundi lýkur og er fyrstu talna að vænta úr flestum kjördæmum fljótlega eftir að kjörfundi lýkur. Ekki er síðustu og endanlegra talna að vænta fyrr en undir sunnudagsmorgun. Ritblýin skulu nægilega vel ydd Starfslýsingin þarf að standast lög H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 NÝJUNG Í BANKA VIÐSKIPTUM Ofsóttir öldum saman

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.