Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 28
hagur heimilanna
Nýjung í ræstingum
– þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsetti
R
V
62
33
UniFlex afþurrkunarsett
og tvær aukamoppur.
1.398,-
Henrietta Holz Jensen
sölumaður í útibúi RV í Danmörku
N
ú
á
ti
lb
oð
i!
il
i
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Demants ...
... kjarnaborar: 42 - 400 mm
... slípibollar: 125 og 180 mm
... sagarblöð: 125 - 800 mm
Gæði og gott verð.
Gísli Hrafn Atlason femínisti segir
heillavænlegasta húsráðið að kenna
ungviðinu grundvallaratriði þrifa og
matseldar.
Sumarið er rétt handan við hornið og
margir eru farnir að sinna vorverkunum í
garðinum. Jón Ragnar Björgvinsson skrúð-
garðameistari segir að enn sé of snemmt að
setja niður sumarblómin.
„Um leið og sólin fer að skína streymir fólk af stað og
vill fá sumarblóm. Ég er hins vegar svo harður að ég
vil ómögulega selja þeim þau strax,“ segir Jón sem
hefur starfað við garðyrkju um áratuga skeið og veitir
ráðgjöf í gróðarstöðinni Storð.
Jón segir að best sé að bíða með að setja niður sum-
arblómin þangað til síðar í mánuðinum. „Upp úr 20.
maí er fínt að fara að huga að þessu ef spáin er góð.
Það er betra að hafa varann á því það getur alltaf kóln-
að á þessum árstíma. Í fyrra var til dæmis næturfrost
allar nætur frá því um miðjan maí og fram í byrjun
júní og flest sumarblóm þola ekki frost,“ segir Jón.
Hann bendir á að nú sé hins vegar fínn tími til þess að
stinga upp beðin, losa um moldina og kaupa áburð.
Öðrum vorverkum í garðinum ætti að vera lokið.
„Nú er að verða of seint að klippa runnana og vorlauk-
arnir ættu að vera komnir í mold. Það þarf að setja
vorlaukana niður seinni part vetrar og það eina sem
hægt er að eiga við úr þessu eru anímónur,“ segir
Jón.
Jón segir að tískan ráði ferðinni þegar kemur að
sumarblómunum líkt og í öðru. „Það eru alltaf að koma
nýjar og nýjar tegundir og þessar gömlu láta undan.
Sala á stjúpum minnkar ár frá ári enda kann fólk ekki
orðið að rækta þær. Það þarf að klippa þær niður í
ágúst og þá standa þær í blóma alveg fram í október.
Flestir tíma þessu hins vegar ekki og þá leggjast blóm-
in niður og drepast,“ segir Jón.
Hvað varðar umhirðu sumarblóma segir Jón að mik-
ilvægt sé að vökva moldina vel eftir að sumarblómun-
um hefur verið plantað. Þá sé einnig nauðsynlegt að
gefa þeim áburð. „Sumarblómin eru viðkvæm og því
velur maður þeim besta staðinn í garðinum helst að
sunnan- eða vestanverðu. Hver og einn raðar blómun-
um niður eftir smekk en maður þarf þó að hafa vaxtar-
rými plantnanna í huga. Það er mikilvægt að hugsa
fram í tímann og sjá blómið fyrir sér eins og það verð-
ur þegar það nær fullum blóma,“ segir Jón.
Enn of snemmt að setja
niður sumarblómin
Frjáls framlög í ræktina og augnskuggar