Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 31

Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 31
Það hefur aldrei verið betra að búa á Íslandi KG fiskverkun á Rifi., sem Hjálm- ar Kristjánsson, stjórnarmaður í Vinnslustöðinni, fer fyrir, keypti hlutabréf í Vinnslustöðinni fyrir um 61,9 milljónir króna á þriðju- daginn. Kaupgengið var 8,3 krónur á hlut sem er langt umfram það til- boðsgengi sem ráðandi hluthafar , er vilja taka Vinnslustöðina yfir, bjóða í bréf annarra hluthafa. Það hljóðar upp á gengið 4,6. Hjálmar er bróðir Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, sem hefur lýst því yfir að yfir- tökutilboðið sé of lágt. Saman eiga þeir feðgar, Guðmundur, Hjálm- ar og Kristján Guðmundsson, rúm þrjátíu prósent í Vinnslustöðinni. Að yfirtökutilboðinu standa Eyjamenn, félag sem m.a. er undir forystu Sigurgeirs B. Krist- geirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Miðað við 30 prósenta arðgreiðslu fyrir síðasta ár er kaupgengi KG fiskverkun- ar 70 prósentum yfir tilboði Eyja- manna. Kaupir langt yfir tilboðsgengi Orðrómur fór á kreik í gær að bresk-ástralska námu- og álfyrir- tækið BHP Biliton væri að undir- búa yfirtökutilboð í landa sinn og helsta keppinaut, Rio Tinto. Gengi bréfa beggja félaga hækkaði mikið, þó mest í Rio Tinto sem fór upp um 11 prósent í 99,69 dali á hlut í kaup- höllinni í Sydney í Ástralíu og hefur aldrei verið hærra. Talsmaður Rio Tinto vísaði orðrómnum á bug en Chris Lynch, forstjóri BHP, sagði félagið ætíð vera að skoða góða fjárfestinga- kosti. Greinendur sem breska ríkis- útvarpið ræddi við telja að yfir- tökutilboð í Rio Tinto, sem skilaði metafkomu í fyrra, verði vart undir 100 milljörðum dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Yfirtaka á Rio Tinto? Danski bjórframleiðandinn Carls- berg skilaði hagnaði upp á 45 millj- ónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er umtals- vert betri afkoma en í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra. Bjórsala jókst um 21 prósent á milli ára á tímabilinu. Aukning- in dreifist nokkuð enda minnkaði bjórsala í heimalandi Carlsberg og í Bretlandi á meðan hún jókst talsvert í öðrum Evrópuríkjum og Rússlandi. Stjórnendur Carlsberg voru hæstánægðir með niðurstöðuna í gær og segja horfur á árinu góðar. Bjórinn skil- ar hagnaði Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða króna á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins samanbor- ið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Eigið fé sparisjóðsins nam 30,5 milljörðum króna í lok fjórðungs- ins en það er nokkur samdrátt- ur frá áramótum þegar það nam tæpum 34,8 milljörðum króna. Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri segir afkomuna góða enda sé þetta næstbesta uppgjör sparisjóðsins á einum fjórðungi í 75 ára sögu hans. Næstbesti fjórð- ungur SPRON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.