Fréttablaðið - 10.05.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 10.05.2007, Síða 34
greinar@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-sóknarflokkurinn hafa setið að völdum á Íslandi ýmist á víxl eða báðir í einu í 80 ár samfleytt, ef utanþingsstjórnin 1942-44 er und- anskilin ásamt tveim skammlíf- um minnihlutastjórnum. Þessir tveir flokkar hafa unnið þjóðinni ýmislegt gagn á öllum þessum tíma, það verður ekki frá þeim tekið. Samanlagt kjörfylgi þeirra hefur þó minnkað með tímanum. Þeir fengu 80 prósent atkvæða í þingkosningunum 1931, 70 pró- sent 1959, 60 prósent 1995 og 51 prósent 2003. Styrkur þeirra á Alþingi hefur jafnan verið um- fram kjörfylgið vegna ójafns atkvæðisréttar eftir búsetu og einnig vegna þess, að þingsæt- um er úthlutað eftir reglu, sem hefur tryggt þessum tveim flokk- um eitt til tvö þingsæti í for- gjöf í hverjum kosningum að minnsta kosti síðan 1971 (nema 1978; þessu er lýst í bók minni Tveir heimar, 2005). Samanlagt fylgi þeirra hefur aðeins tvisvar sokkið niður fyrir 50 prósent. Það gerðist 1978, þá fengu þeir innan við 50 prósent atkvæða, en 53 prósent þingsæta. Þetta gerðist aftur 1987, þegar flokkarnir tveir fengu 46 prósent atkvæða og 49 prósent þingsæta; það er í eina skiptið, sem þessir tveir flokkar höfðu ekki þingstyrk til að mynda meirihlutastjórn. Í kosningunum 2003 fengu stjórnarflokkarnir tvö þingsæti umfram þann fjölda, sem þeir hefðu fengið eftir þeirri úthlutun- arreglu, sem beitt er í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Stjórnarflokk- arnir hefðu þá fengið 32 þingsæti gegn 31 sæti stjórnarandstöðunn- ar í stað 34 sæta gegn 29. Þá hefði ríkisstjórnin naumast haldið velli 2003. Í öllu falli hefði hún varla enzt út kjörtímabilið. Henni hefði tæplega haldizt uppi að hlaða svo undir einstaka flokksmenn, að þeir urðu sumir milljarðamær- ingar við einkavæðingu ríkis- bankanna og annarra ríkisfyrir- tækja líkt og í Rússlandi. Og hún hefði varla reynt með rússnesku offorsi að loka Fréttablaðinu, Stöð 2 og fleiri fjölmiðlum sum- arið 2004. Hún hefði varla held- ur gert sér lítið fyrir og vanvirt stjórnarskrána með því að hirða ekki um að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlafrumvarpið 2004. Að réttu lagi hefði Alþingi átt að kalla saman Landsdóm og draga ráðherra til refsiábyrgð- ar fyrir að brjóta stjórnarskrána. Þess verður ekki vart, að fram- bjóðendur stjórnarflokkanna telji sig skulda kjósendum skýringar á þessum nýliðnu atburðum. Það er engu líkara en þeim finnist þeir hafa kastað öllum syndum bak við sig með því einu að skipta um for- menn. Nema þeir sjái ekkert at- hugavert við aðförina gegn fjöl- miðlunum 2004 og stjórnarskrár- brotið í kjölfar hennar. Átökin um fjölmiðlafrumvarp- ið 2004 drógu dilk á eftir sér. Þau spilltu andrúmslofti stjórn- málanna, og var það þó þrútið fyrir. Nú er svo komið, að sumir frambjóðendur stjórnarflokkanna víla það ekki fyrir sér að þræta fyrir augljósar staðreyndir eins og þá, að ójöfnuður hefur auk- izt til muna á Íslandi síðustu ár. Þeir þræta, þótt skýrar vísitölur um aukna misskiptingu liggi fyrir í gögnum, sem Geir Haarde, þá fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi 2005 og ríkisskattstjóri hefur skjalfest. Þeir skýla sér bak við skýrslu frá Hagstofu Íslands, þar sem því er haldið fram þvert á allar aðrar marktækar vísbend- ingar, að ójöfnuður í tekjuskipt- ingu á Íslandi sé engu meiri en annars staðar um Norðurlönd. Þeir láta eins og það komi mál- inu ekki við, að skattleysismörk hafa í verðbólgu undangenginna ára hríðlækkað að raungildi, svo að skattbyrði lágtekjufólks hefur þyngzt eftir því fyrir tilstilli ríkis- stjórnarinnar. Auk þess búa fjár- magnseigendur í efstu þrepum tekjustigans við mun léttari skatt- byrði en launþegar. Í stað þess að viðurkenna aukna misskiptingu, biðjast velvirðingar og lofa að bæta ráð sitt, reyna sumir fram- bjóðendur stjórnarflokkanna að ljúga sig út úr vandanum. Blákalt. Hver trúir þeim? Ríkisútvarpið flutti svohljóð- andi frétt 27. apríl: „Mikill meiri- hluti fólks telur að ójöfnuður hafi aukist í íslensku samfélagi á kjör- tímabilinu sem er að ljúka. Þetta kemur fram í könnun Gallups, fyrir Ríkisútvarpið og Morgun- blaðið. Ríflega 70% telja að ójöfn- uður hafi aukist, um 20% telja hann hafa staðið í stað, og 10% telja að dregið hafi úr ójöfn- uði.“ Fólkið í landinu sér í gegn- um lygavefinn. Frambjóðendur stjórnarflokkanna héldu líklega, að lygin gæti hlaupið hringinn í kringum landið, áður en sannleik- anum tækist að reima á sig skóna. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Það er góðs viti. Áttatíu ár: Ekki nóg? Þessa dagana er kosningabarátta flokka og frambjóðenda í algleymingi. Allir keppast við að gefa bitastæð kosningalof- orð sem eiga að skapa veröld nýja og góða – með hjálp fjölmiðla sem sjá um að miðla boðskapnum til almennings (okkar hinna). Baráttumál flokkanna eru ólík sem og áherslur þeirra en þegar öllu er á botn- inn hvolft er það markmið þeirra allra að stuðla að sem bjartastri framtíð lands og þjóðar. Kosningar merkja tímamót, úrslit þeirra hafa ekki einungis áhrif á líf og lífsstefnu frambjóðend- anna heldur þjóðarinnar allrar. Í öllu kosningafárinu vill það gleymast að fleiri standa á mikilvægum tímamótum lífs síns. Þessa dagana þreyta 10. bekkingar í grunnskólum lands- ins samræmd próf. Niðurstöður prófanna eiga eftir að hafa afgerandi áhrif á náms- og starfs- val þessara ungmenna í nánustu framtíð og jafn- vel fyrir lífstíð. Því er mikilvægt að við styðjum vel við bakið á börnunum okkar, bæði í prófaundir- búningi og próftöku. En lífið er ekki bara menntun og starf. Í skóla lífsins fer ekki síður fram dýrmætt nám. Því miður er það svo að ekki er þó öll lífsreynsla til góðs. Rannsóknir hafa sýnt að margir unglingar hefja áfengisneyslu við lok grunnskóla eða upphaf framhalds- skóla, á tímapunkti þar sem líkamlegur og andlegur þroski þeirra er ekki að fullu úttekinn. Slík neysla hefur því oft skelfi- legar afleiðingar í för með sér fyrir líf unglingsins eins og ég hef margoft orðið vitni að í mínu starfi. Því eldra sem fólk er þegar áfengisneysla þess hefst, því minni líkur eru á að neyslan hafi alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn – hver mánuður og hvert ár skipt- ir hér máli. Því vil ég hvetja alla; ungmennin sjálf, foreldra, systkini, aðra ættingja, vini og frambjóðendur allra flokka til að leggja sitt af mörkum til að gera lok samræmdra prófa að vímulausum tímamótum í lífi ungmenna. Stöndum með unglingunum okkar! Sýnum ástúð. Tökum ábyrga afstöðu. Kjósum unga fólkið. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kjósum bjarta framtíð Henni hefði tæplega haldizt uppi að hlaða svo undir ein- staka flokksmenn, að þeir urðu sumir milljarðamæringar við einkavæðingu ríkisbankanna og annarra ríkisfyrirtækja líkt og í Rússlandi. Listahátíð hefst í dag og er mikið um að vera á samkomu-stöðum víða um borg og í nálægum og fjarlægum byggð-um. Hátíðin er með stærra móti og hefur höldurum tekist að setja saman fjölbreytilega og áhugaverða dagskrá. Er nú sýnt að sú ráðstöfun að gera hátíðina að árlegum viðburði var rétt. Þótt hin opinbera dagskrá standi aðeins í rúmar tvær vikur dreif- ist atburðaskráin á enn lengri tíma – allt til haustsins. Í kringum hátíðahaldið má sjá ýmis merki þess að vorverkin reynist íslensk- um listamönnum drjúg: víða eru viðburðir af ýmsu tagi utan við hina opinberu dagskrá sem nýta sér að listir eru almennt í brenni- depli þessa maídaga á skilum vetrar og sumars. Þannig reynist há- tíðin hvati fyrir fleiri en þá sem beinlínis fá inni á hinni opinberu dagskrá. Hlutur fyrirtækja sem stoðaðila og styrktaraðila hefur aldrei verið meiri en nú og fer stigvaxandi. Má sjá þess víða merki um listasamfélagið að fyrirtæki, bæði í einkarekstri og oinberri eigu, taka alvarlega þá kröfu samtímans að atvinnulífið leggi beint til listanna og þátttöku almennings í sköpun utan við hversdagslegt amstur. Það er jafngott: nú við gátt alþingiskosninga kalla listamenn eftir stefnu stjórnmálaflokka og kemur í ljós að á öllum bólum halda menn sig við gamalkunnug mið. Sköpunarmáttur listanna ætti að kalla á skýr viðbrögð, en þeir halda sig við sama heygarðs- hornið, ríkjandi ástand er best á þeim parti vallarins. Nú blasir við sterkur vilji listamanna til að brjóta sér nýja markaði hand- an við höfin: listamenn finna sér sumpart skjól hjá hinu opinbera rétt eins og einkafyrirtækjum í erlendri sóknarstöðu. Hvernig sjá stjórnmálaflokkarnir þann hluta útrásarinnar? Styrktarkerfi listanna í landinu er fast í sessi: er ekki rétt að meta þátt þess í menningunni? Á að auka til þess fjármuni og leggja þiggjendum á hendur skyldur? Hvernig sjá menn hlut menning- arhúsanna sem eru að rísa víða um land? Er forræði fornra rík- isstofnana í leik, dansi, tónlist og sýningarhaldi sjálfsagt? Gera bættar samgöngur ekki kröfu til þess að listirnar fari víðar en til erlendra borga í fjarlægum heimsálfum? Fyrst spilað er og dans- að í Hamborg og Peking, má heimsækja Hornafjörð og Patreks- fjörð. Listahátíðin vekur okkur líka til umhugsunar um hlut listsköp- unar í skólakerfinu: þar hafa verklegar greinar sem kenna börn- um tökin á helstu tækjum til sjálfstjáningar vikið fyrir auknum hlut bóklegra greina. Er það hollt? Á engum aldri er mannshug- urinn eins móttækilegur fyrir örvun á sviði sköpunar og í bernsk- unni. Það er sannað að nái einstaklingur tökum á sköpun á unga aldri býr hann að því ævilangt í verkum á nánast hvaða vettvangi sem er. Opnun Listahátíðar í dag verður haldin í Listasafni Íslands innan um verk CoBrA-hópsins. Meðlimir hans endurskipulögðu mynd- mál Evrópu um miðja síðustu öld og sóttu viðmið sín í bernska hugarheima, litagleði og hvatvísi æskunnar. Frelsi sköpunarinnar var þeim æðst gilda. Það er hollt að taka þau viðmið á ný til brúks: listin getur gert okkur öll jöfn. Þar erum við á sömu startlínu og handan hennar eru okkur engin mörk sett. Þaðan getum við flog- ið. Til hamingju. Sköpunargleðin í fyrirrúmi Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Aðalfundur Nýrrar dögunar verður haldinn í Neskirkju í kvöld 10. maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Stjórnin Aðalfundur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.