Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 48
Það var nokkuð athyglisverð um-ræða sem kom upp um daginn
í sjónvarpsþætti með frambjóð-
endum, þar sem forgangsröðun á
biðlista sjúkrahúsanna var til um-
ræðu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra lagði í þessum þætti
þunga áherslu á og boðaði skoðun á
þeim möguleika að forgangsröðun
í aðgengi yrði tekin upp í einni eða
annarri mynd. Þar með boðar hún
möguleikann á þeirri framtíðarsýn
að ekki verði allir jafnir gagnvart
aðgengi að heilbrigðiskerfinu eins
og þjóðin vill þó að sé til staðar.
Svona viðhorf er alger uppgjöf
hjá einni ríkustu þjóð veraldar.
Mér fyndist eðlilegra að leggja
vinnu í að endurskipuleggja kerfið
í þágu jafnréttis fyrir þjóðina, í
stað þess að sjá enga lausn í öðru
en mismunun á grundvelli þjóð-
hagfræði, sem myndi vafalaust
helst bitna á öldruðum og líklega
fötluðum í ljósi forsendnanna. Mín
tillaga væri fremur að gefa einka-
aðilum tækifæri til að spreyta sig
á spítalarekstri, með því að litlum
spítala yrðu tryggð sömu almennu
starf- og rekstrarskilyrði og þeim
sem Ríkisspítalarnir hafa í dag.
Þannig leiddi reynslan í ljós sam-
keppni, valfrelsi starfsfólks til
vinnuveitanda og valfrelsi sjúk-
linga sem hefðu val um þjónustu-
kaup. Hver eru rökin fyrir því að
Jón og Gunna séu ekki jafngildir
fagmenn sama hvort þau eru opin-
berir starfsmenn eða starfsmenn
í einkarekstri. Það eru rökleysa
og fordómar að berjast gegn því
að mæta framtíðinni með opnum
huga í þessum efnum.
Það að aukin mismunun skuli
vera kosninga-boðskapur úr heil-
brigðisráðuneytinu á Íslandi,
stjórnvaldi í einu ríkasta þjóðfélagi
veraldar,
er tíma-
skekkja, og
með öllu
óviðeigandi.
Heilbrigðis-
ráðuneytið
hefur ein-
faldlega
ekki þróast
með þjóð-
inni og þjóð-
in geldur
fyrir getu-
leysið.
Þjóðin mun ekki samþykkja þessa
mismununarleið, heldur leggja til
uppstokkun í nefndu ráðuneytinu,
því ráðuneytið er til að þjóna þjóð-
inni en ekki öfugt.
Hvað er þjóðhagslega hagkvæmt
við að hafa biðlista og kvarta
undan því að heilbrigðiskerfið
kosti þjóðina svo og svo mikið í út-
gjöldum. Ég hef í ræðu og riti bar-
ist við að snúa þessari nálgun við
og kalla þetta fjárfestingu í heil-
brigði þjóðarinnar en ekki útgjöld,
því þessi svokallaði kostnaður skil-
ar sér að stórum hluta til baka í
auknum skatttekjum af þeim sem
fá meina sinna bót. Hvað er þjóð-
hagslega hagkvæmt við að full-
vinnandi skattgreiðandi fái ekki
meina sinna bót nema að undan-
genginni langri bið á trygginga-
og sjúkrabótum, bæði á undan og
eftir aðgerð? Væri ekki nær að
laga skattgreiðandann um hæl og
koma honum í vinnu sem fyrst,
svo hann geti farið að afla tekna
og greiða skatta á ný? Þetta kall-
ast fjárfesting en ekki útgjöld. Öll
þessi biðlistamenning þolir ekki
neina rökræðu.
Stjórnmálaflokkar hafa í aðdrag-
anda þessara kosninga verið með
ýmiss konar kosningaloforð eins
og gengur. Fólk er vant þessu og
fer varlega í að vænta mikilla
efnda, enda hefur það oft reynst
hyggilegt að treysta ekki um of
þessum loforðum. Það er hins
vegar athyglisvert að mörgum
stjórnmálamönnum virðist hulin
samhengisráðgátan um samband-
ið milli orsaka og afleiðinga þegar
kemur að virðingu almennings á
þeim sjálfum og til starfa þeirra.
En hver og einn er gæfu sinn-
ar smiður og geta þingmenn einir
breytt ríkjandi viðhorfum til sín
með breyttu verklagi í umgengni
við þjóðina. Traust skapast af efnd-
um og vantraust af vanefndum.
Í fyrsta skipti sem ég veit um
hefur stjórnmálaforingi gefið
kosningaloforð um biðlistana og
afgreiðslu málefna aldraðra, fatl-
aðra, barna með geðröskun, og
hefur lagt pólitískan feril sinn
undir varðandi efndir. Ingibjörg
Sólrún hefur nú gefið kosninga-
loforð og fullyrt að hún og flokk-
ur hennar muni ekki taka þátt í
ríkisstjórn sem ekki vill efna þessi
ófrávíkjanlegu loforð á næstu
18 mánuðum eða svo. M.ö.o. hún
leggur pólitískan feril sinn að veði
fyrir tímasettum efndum þessara
loforða. Það er huggun harmi að
ennþá skuli leynast á meðal okkar
skörungar af því tagi sem eru til-
búnir að rísa upp úr flatneskjunni
og leggja allt sitt undir í stefnu-
mál sín, hugsjónir, sannfæringu og
ætla að standa og falla með þeim
orðum.
Hér er ekki verið að gefa innan-
tóm loforð heldur er verið að gefa
skuldbindingu með skuldadögum.
Svona eiga hugmyndafræðilegir
foringjar að tala, þannig verður til
virðing.
Höfundur er stjórnarformaður
Sóltúns.
Lausn á biðlistavandamálum
Cheerios er trefjaríkt
og sykurlítið og fer vel
í litla og stóra maga
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
A
T
3
75
90
0
5/
07