Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 52
Andri Snær Magnason skrifar grein í Fréttablaðið síðastlið-
inn laugardag og fer mikinn eins
og honum er lagið. Andri gefur
lítið fyrir arðsemi Kárahnjúka-
virkjunar: „Landsvirkjun telur að
hagnaðurinn af Kárahnjúkavirkj-
un verði um 4 milljarðar samtals
á 40 árum.“ Það er einfaldlega
grundvallarmisskilningur á ferð-
inni hjá Andra.
Það kann vel að vera að Andri
hafi einhvers staðar séð að áætl-
að sé að „núvirtur framtíðarhagn-
aður“ Landsvirkjunar af Kára-
hnjúkavirkjun sé 4 milljarðar en
Andri misskil-
ur hvað það
þýðir. „Nú-
virtur fram-
tíðarhagnað-
ur“ er hagn-
aður umfram
ávöxtunar-
kröfu og sam-
svarar hann í
tilfelli Kára-
hnjúkavirkj-
unar um 4
milljörðum
kr. Sú tala er raunar um 85 millj-
arðar ef hún er ekki núvirt. Eðli-
legast er að skilja orðalag Andra,
„hagnaður samtals á 40 árum“, sem
heildarávöxtun eigin fjár sem lagt
er í verkefnið. Hagnaðurinn í þeim
skilningi nemur margföldum stofn-
kostnaði Kárahnjúkavirkjunar eða
hundruðum milljarða króna.
Þetta má útskýra með eftir-
farandi: Ef núvirtur hagnaður af
einni framkvæmd er enginn eða 0
þá hefur hún staðist þá kröfu sem
eigendur fjármagnsins gerðu til
hennar. Allur kostnaður hefur þá
verið greiddur og eigandinn feng-
ið þann arð sem hann ætlaði sér.
Ef núvirtur hagnaður er hærri en
0 þá er umframhagnaður af fram-
kvæmdinni en ef hann er minni en
0 næst ekki sá hagnaður sem að
var stefnt.
Landsvirkjun gerði 11% arðsemis-
kröfu á eigin fé í Kárahnjúkavirkj-
un sem þýðir að sú krafa var gerð
að fjármagnið ávaxtaði sig líkt og
fé á bundinni langtímabók með
11% vöxtum eða með um 8% raun-
vöxtum umfram langtíma verð-
bólgu. Það þýðir að þeir u.þ.b. 25
milljarðar sem hafa þessa kröfu á
sér í verkefninu verða orðnir að
tæpum 550 milljörðum eftir 40 ár
á verðlagi dagsins í dag, eða rúm-
lega fimmfaldur heildarkostnaður
við virkjunina, ef verkefnið stenst
arðsemiskröfuna. Eins og kemur
fram í grein Andra þá er reiknað
með að hún standist hana og Lands-
virkjun eigi sem svarar 4 milljörð-
um í vasann strax í dag í umfram-
hagnað.
Það getur verið umdeilanlegt
hvaða arðsemiskröfu á að gera á
einstakar framkvæmdir en það
ræðst m.a. af áhættunni og í tilfelli
Kárahnjúkavirkjunar var fræðun-
um fylgt hvað þetta varðar. Til að
mynda er ekki óalgengt að í útrásar-
verkefnum síðustu ára sé gerð 15–
20% krafa um arðsemi á eigin
fé til að mæta áhættunni. Hitt er
jafn ljóst að ef allt heimsins fjár-
magn ætti aðgang að áhættulítilli
fjárfestingu með slíkri ávöxtun
þá væri auður heimsins fljótur að
vaxa. Það er því miður ekki þannig,
enda vex heimsframleiðslan um
nálægt 4% á ári nú um stundir. Það
þýðir um fimmföldun á 40 árum á
móti því að 25 milljarðarnir í Kára-
hnjúkaverkefninu tuttugu og tvö-
faldast á sama tíma.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar.
Andri Snær og hagnaður af Kárahnjúkavirkjun
Ég var vígður í hjónaband í Egilsstaðakirkju 31.
júlí árið 1977 af einhleypum
sóknarpresti. Svaramenn
voru feður okkar hjóna-
efnanna, vígsluvottar,
ættingjar og vinir. Það eina
sem ég minnist í raun frá
hjónavígslunni var ægiþungi handar
prestsins á höfði mér er hann bað
fyrir okkur hjónunum vígðum.
Ég var síðar vígður til prests í
Þjóðkirkjunni af herra Pétri og þá
kom þessi sama hönd og beygði
höfuð mitt. Frá þeim tíma hefi ég
fermt í þjónustu kirkjunnar fjöl-
mörg ungmenni á Íslandi og í Sví-
þjóð með sömu handayfirlagningu
auk þess að vígja hjón og blessa tvo
myndarmenn í staðfesta samvist.
Ég lauk embættisprófi í guðfræði
haustið 1986 og stundaði um hríð
framhaldsnám í kirkjurétti við há-
skólann í Lundi og Kaupmanna-
höfn. Áhugasvið mitt var þó og er
svokölluð játningafræði enda bygg-
ir kirkjurétturinn á henni, alla vega
sá lúterski.
Að mínu mati er aðkallandi í ljósi
yfirstandandi synodu Þjóðkirkjunn-
ar á Húsavík að evangelísk-lúterskir
biskupar safnaða landsins setjist á
rökstóla og leggi grunn að játningu
um inntak vígslu til fjölbreyttrar
þjónustu í kirkju Krists á jörðu og
á himni. Að minni eigin hyggju tel
ég árið 2007 á Íslandi vel koma til
álita að tala um vistarvígslu, en mér
lærðari og hæfari menn
dæma um það. Ég lít þá til
hinna ýmsu laga og reglna
samfélagsins, sem mis-
muna pörum á hinu efna-
lega sviði, en segist um leið
leita jafnréttis. Fyrir mér
geta pör verið karl og kona,
karl og karl, kona og kona,
systkini, feðgin, mæðgin,
vinir og e.t.v. fleira.
Ég vil þakka biskupi
vorum, herra Karli Sigurbjörns-
syni, séra Geir Waage og Sigur-
steini Mássyni fyrir það að vekja
mig til umhugsunar og löngunar til
að leggja ofannefnt til málanna.
Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur lýst því yfir
að hann vilji breyta lögum og leyfa
þeim trúfélögum sem það kjósa
að vígja samkynhneigða í hjóna-
band. Þetta sé heimildarákvæði
þannig að ríkisvaldið og löggjafinn
sé ekki að taka völdin af þjóðkirkj-
unni eða öðrum trúfélögum heldur
leyfi þeim sem það vilja að annast
slíkar vígslur en amist ekki við því
að hinir sem vilja það ekki geri það
ekki. Ég styð þessa afstöðu Jóns Sig-
urðssonar og Framsóknarflokksins.
Hún er í samræmi við hugmyndir
mínar um mannréttindi samkyn-
hneigðra og sjálfstæði kirkjunnar
gagnvart ríkisvaldinu. Ég treysti
Jóni Sigurðssyni til þess að leiða
málið til lykta með þessum hætti á
næsta kjörtímabili. Þess vegna ætla
ég að kjósa hann og Framsóknar-
flokkinn næsta laugardag.
Höfundur er prófastur emeritus.
Ég vil minnast...
Íslenskt þjóðlíf hefur geng-ið í gegnum stórfelldar
kerfisbreytingar frá árinu
1980 og ungt fólk flutt úr
minni byggðakjörnum um
allt land og til höfuðborgar-
svæðisins. Áhrif þessara
breytinga koma ekki fram
að fullu fyrr en eftir nokkra áratugi
þegar stórir árgangar fólks sem nú
býr úti á landi fer á eftirlaun. Nátt-
úrulegri fólksfjölgun á landsbyggð-
inni eru mikil takmörk sett ef fólk
á barneignaraldri býr ekki lengur á
svæðinu. Þó þessi staðreynd blasi
við, er best að hafa ekki of hátt um
hana því tilhugsunin er svo niður-
drepandi.
Byggðastefna stjórnvalda er
löngu orðin gjaldþrota og má frek-
ar líkja við líknardráp en uppbygg-
ingu til lengri tíma. Of lítið hefur
verið gert og of seint. Vanhugsuð
inngrip hafa verið of mörg, gegn-
um stofnanir og ráð sem skortir
þann neista sem til þarf til að end-
urreisa drifkraft, bjartsýni og já-
kvætt hugarfar sem er nauðsyn-
legt til að eðlileg atvinnusköpun
eigi sér stað.
Stjórnvöld þurfa að jafna aðstöð-
umun milli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðis með því að byggja
upp innviði samfélagsins, sam-
göngur og menntun, og aflétta
hömlum af einstaklingsframtakinu.
Og hvernig á að fara að því?
Það er bláköld staðreynd
að því lægri sem skatt-
ar á fyrirtæki eru, því
betur vaxa þau og skapa
fleiri ný störf. Við það vex
verðmætasköpun og skatt-
stofninn vex og meiri verð-
mætum er aftur skilað
til samfélagsins í formi
skatta og annarra verð-
mæta, s.s. hærri launa eða styttri
vinnutíma. Núverandi 18% skatt-
ur er ekki samkeppnisfær á við
bestu rekstrarskilyrði fyrirtækja
í Evrópu, til þess þarf hann að
lækka í 12%. Tekjutap ríkissjóðs til
skamms tíma væri um 12 milljarðar
en kæmi margfalt til baka innan ör-
fárra ára. Það er skammsýni að
lækka ekki skattinn til að hámarka
ávinning okkar af auðlegðarsköpun
atvinnulífsins.
Á atvinnuleysisskrá í NA-kjör-
dæmi eru rúmlega 300 manns.
Það er viðurkennd staðreynd að
atvinnuleysi verður aldrei núll
heldur rambar á bilinu 1-2% þegar
best lætur. Á Húsavík hefur fólki
fækkað og atvinnulífi hnignað eins
og annars staðar á landinu. 400
verksmiðjustörf í álveri leysa ekki
vanda Húsavíkur. Til að endurnýja
Húsavík þarf aukna fjölbreytni í
atvinnulífið, drífa í Vaðlaheiðar-
göngum, auka eðlilega örvun ný-
sköpunar á svæðinu af miklum
krafti og gefa heimamönnum tæki-
færi á að byggja upp fjölbreytt og
öflugt atvinnulíf. Þungaiðnaður er
ekki rétta svarið.
Þorsteinn Már hjá Samherja benti
nýlega á að í Færeyjum störf-
uðu um 1.000 manns við stjórnun
á risatank-, flutninga- og farþega-
skipum. Atvinnugrein sem við Ís-
lendingar höfum bara einfaldlega
ekki beint sjónum okkar að. Þor-
steinn benti réttilega á þann mögu-
leika að útgerðarfyrirtæki og Há-
skólinn á Akureyri tækju hönd-
um saman um að byggja upp og
mennta þúsundir skipstjórnenda af
þessari gráðu, fyrir skip sem eru
500.000 tonn og yfir. Eðli málsins
samkvæmt skiptir búseta þeirra
sem við þetta starfa litlu máli og
því síður þegar beint flug erlendis
frá til Akureyrar eykst með stækk-
uðum flugvelli. Þetta snýst um
þekkingu, framsýna og markvissa
menntastefnu í þágu svæðisins.
Í komandi kosningum stendur
valið milli gjaldþrota byggða-
stefnu núverandi ríkisstjórnar sem
á engin úrræði önnur en að knýja
atvinnulífið með byggingu álverk-
smiðja og botnlausum erlend-
um lántökum, eða stefnu Íslands-
hreyfingarinnar um að staldra við
í stóriðjustefnunni og byggja upp
þekkingarsamfélag í stað þunga-
iðnaðar.
Höfundur skipar 1. sæti fyrir Ís-
landshreyfinguna í NA- kjördæmi.
Þekking í stað þungaiðnaðar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
SKRÁÐU
ÞIG NÚNA
ÞEIR SEM SKRÁ SIG FYRIR
17. JÚNÍ FÁ 10.000
GLITNISPUNKTA!