Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 70

Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 70
Verður silfrið að gulli? Kolbeinn Sigþórsson er enn samningslaus og gæti þess vegna spilað með hvaða liði sem er hér á landi í sumar. Svo gæti einn- ig farið að þessi stórefnilegi sautj- án ára drengur bíði enn um sinn og semji við erlent lið í sumar. Mikil óvissa er í kringum Kol- bein sem er nýkominn heim úr ferð sinni með U-17 ára landslið- inu sem tók þátt í Evrópumótinu í Belgíu. Hann hefur farið utan í vetur og æft með fjöldamörgum liðum en enn fleiri eru talin hafa augastað á piltinum. „Við höfum ekki farið í viðræð- ur við HK ennþá. Við komum heim í gær og erum bara nývaknaðir,“ sagði Sigþór Sigurjónsson, faðir Kolbeins, við Fréttablaðið í gær. Kolbeinn hefur undanfarið ár leikið með HK en er þar fyrir utan uppalinn í Víkingi. „Við erum að skoða okkar mál núna og ætluðum ekkert að vaða í þau fyrr en þessu landsliðsverk- efni lyki,“ sagði Sigþór enn frem- ur. „Þetta skýrist allt á næstu dögum.“ Halldór Valdimarsson, formað- ur knattspyrnudeildar HK, hafði skilning á afstöðu Kolbeins. „Við höfum ekki fengið nein óskiljan- lega fá svör,“ sagði hann. „Þetta er ungur maður með marga mögu- leika á borðinu fyrir framan sig. Það er ekki okkar að beita hann óeðlilega miklum þrýstingi. Að sjálfsögðu bind ég vonir við að hann spili með okkur en við höld- um okkar striki áfram hvernig sem fer,“ sagði Halldór. Þjálfari HK, Gunnar Guðmunds- son, tók í svipaðan streng. „Ég get engu svarað um hvort hann spili með okkur í sumar. Það liggur ekkert fyrir í því máli.“ Kolbeinn hefur þrátt fyrir að hafa verið samningslaus frá síð- astliðnu hausti æft með HK í vetur þegar tækifæri gefst til. „Hann hefur lítið getað æft með okkur í vetur þar sem hann hefur æft mikið og keppt með landsliðinu. Þá hefur hann einnig farið mikið til æfinga með erlendum félögum og verið einnig meiddur. Málin hafa þó verið margrædd við Kol- bein og hans fólk sem vill þó bíða og sjá til með framhaldið.“ Þeir sem þekkja til Kolbeins segja að hann sé á góðri leið með að verða knattspyrnumaður í allra hæsta gæðaflokki. Staða hans er þó þannig að hann er ekki bund- inn neinu liði og ekkert því til fyr- irstöðu að hann semji við annað lið en HK á næstunni, hvort sem það verði hér á Íslandi eða erlendis. Fjöldi útsendara fylgdist með leikjum íslenska liðsins í Belgíu og ekki ólíklegt að fleiri fyrir- spurnir berist í hann á allra næstu dögum. Hinn stórefnilegi Kolbeinn Sigþórsson, er samnings- laus, aðeins tveimur dögum áður en Íslandsmótið í knattspyrnu hefst. Óljóst hvar hann spilar í sumar. Teitur Örlygsson verður næsti þjálfari Njarðvík- inga í Iceland Express deild karla í körfubolta og tekur við starfi Einars Árna Jóhannssonar. „Það er tilhlökkun í mér. Ég verð væntanlega með sama kjarna. Það er orðið pottþétt að Brenton Brimingham, Frið- rik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson verði áfram. Egill Jón- asson er eitthvað að skoða sín mál og svo á eftir að klára Guð- mund Jónsson. Þarna er kjarninn kominn og svo verða ungu strák- arnir áfram,“ segir Teitur en ekki er víst hvort Igor Beljanski verð- ur með liðinu næsta vetur. „Það eru alltaf sömu kröfur hér í Njarðvík, að vinna sem flesta leiki og vonandi einhverja titla. Ef okkur tekst að halda öllum þessum mönnum þá verðum við með hörkulið,“ segir Teitur sem hefur unnið tíu Íslandsmeistara- titla sem leikmaður Njarðvíkur. „Ég er með aðrar áherslur, ann- ars væri ekki þessi löngun hjá mér að taka við þessu. Ég er bæði með mínar hugmyndir um öðru- vísi sóknarleik og öðruvísi varn- arleik,“ segir Teitur sem veit að draumastarfið verður allt annað en auðvelt. „Nú reynir á mann,“ bætir Teitur við. Alltaf sömu kröfurnar í Njarðvík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.