Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 74

Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 74
 Mikið hefur verið rætt um af hverju Heiðar Helguson er hættur að gefa kost á sér í leiki með íslenska landsliðinu. Lands- liðsþjálfarinn segir ástæðurnar persónulegar og segir allt í góðu á milli sín og Heiðars. Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, gaf út á blaðamannafundi í mars að Heið- ar yrði ekkert meira með í þessari undankeppni en gaf engar frekari útskýringar á því. Það hefur ekkert heyrst í Heið- ari um málið og Fréttablaðið hefur reynt að ná tali af honum vegna málsins í margar vikur en án ár- angurs. Heiðar svaraði loksins símtali frá blaðinu í gær en hafði þó lítið að segja. „No comment. Ég hef engan áhuga á að tjá mig um landsliðið. Ég mun kannski tjá mig um þessi mál síðar en ég hef ekki áhuga á því núna,“ sagði Heiðar en margar sögur hafa verið á lofti um ástæð- ur þess af hverju hann gefi ekki kost á sér. Það truflar hann ekk- ert. „Sögurnar verða bara að vera áfram.“ Heiðar vill ekki einu sinni tjá sig um það hvort hann ætli að gefa kost á sér í landsliðsverkefnin í júní og gerir það tæplega ef eitt- hvað er að marka formann KSÍ. Margir telja að Heiðar hafi farið í fýlu út í þjálfarann, Eyjólf Sverr- isson, þegar hann lét Heiðar sitja á varamannabekknum í 90 mínút- ur gegn Norður-Írum og Dönum í byrjun september á síðasta ári því hann hefur ekki gefið kost á sér síðan. Í næsta landsliðsverkefni var sagt að Heiðar hefði fengið frí af persónulegum ástæðum en á fundi fyrir leikinn gegn Spáni í mars var hann allt í einu hættur að gefa kost á sér af persónulegum ástæð- um. „Það er allt í góðu á milli mín og Eyjólfs. Ég er líka ekkert ósátt- ur við KSÍ. Það er ekki ástæð- an fyrir því að ég gef ekki kost á mér,“ sagði Heiðar en margir stuðningsmanna landsliðsins vilja meina að Heiðar, sem og aðrir sem ekki gefa kost á sér í lands- liðið, eigi að útskýra fyrir þjóð- inni af hverju þeir gefi ekki kost á sér þar sem það eigi að vera heið- ur að vera valinn í hópinn. Hvað vill Heiðar segja við þetta fólk? „Fólk má segja það sem það vill. Ég mun ekki svara neinu um málið strax og ætla ekkert að tjá mig fyrr en mér finnst tíminn vera réttur,“ sagði Heiðar sem hafði ekki verið í essinu sínu með landsliðinu áður en hann var settur á bekkinn. Síðasta mark Heiðars með lands- liðinu kom 17. ágúst árið 2005 í 4- 1 sigri á Suður-Afríku. Hann var í byrjunarliði landsliðsins fimm sinnum eftir það án þess að kom- ast á blað. Knattspyrnukappinn Heiðar Helguson segir að allt sé í góðu lagi á milli sín og Eyjólfs Sverrissonar lands- liðsþjálfara sem og á milli hans og KSÍ. Hann vill ekkert tala um ástæður þess af hverju hann vilji ekki gefa kost á sér í landsliðið og vill ekki staðfesta hvort hann muni bjóða sig fram í landsleikina í júní eður ei. | Hefst 12.maí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.