Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 32
greinar@frettabladid.is Björn Bjarnason kveður með stæl: Aug-lýsir stöðu vararíkislögreglustjóra í jakkavasa sínum og er svo hissa að aðeins einn sæki um, sonur ritara hans. Og svo ætlaði ráðherrann að verðlauna duglegasta liðsforingjann í stríðinu gegn Baugi með embætti ríkissaksóknara en fékk þá óvænt símtal frá formanninum: „Rólegur. Það er kosið eftir viku.“ Þessar fréttir minntu á þá staðreynd að Björn Bjarnason er enn ráðherra. Maður var eigin- lega búinn að gleyma því. Og þetta varð líka til að rifja upp „gömlu stjórnina“, stjórn Davíðs og Dóra. En Björn Bjarnason er helsti fulltrúi þessa tíma- bils valdníðslu og geðþótta sem enn situr við völd, gamall klíkukóngur sem er í jafn miklum tengsl- um við nútímann og uppáhalds auglýsingamiðill- inn hans. Það vill hins vegar gleymast að „gamla stjórnin“ situr enn þótt skipt hafi verið um forsætisráðherra nokkrum sinnum. Það er engu líkara en einungis sé verið að kjósa um síðasta árið í stað þeirra fjög- urra sem kjörtímabilið telur. Rétt til að minna á: Síðustu alþingis- kosningar fóru fram vorið 2003. Kjör- tímabilið telur fjögur ár og þegar störf ríkisstjórnar eru vegin og metin skal horfa á allan þann tíma. Minni fjölmiðla og kjósenda virð- ist hins vegar ekki ná lengra aftur en til 16. júní 2006, þegar Geir Haarde gekk inn í stjórnarráðið. Í kosningabaráttunni hefur hann alveg sloppið við að svara fyrir syndir forvera sinna. (Af sumum er hann reyndar ekki saklaus, eins og ráðn- ingu hægri handar ríkisstjórnarinnar í Hæstarétt.) En því ætti að hlífa Geir við vondu málunum? Sat hann ekki í stjórn þá líka? Var hann ekki varaformaður flokksins sem reyndi að setja lög á alla fjölmiðla nema Moggann? Sam- þykkti hann ekki að draga frumvarpið til baka eftir málskot forseta í stað þess að færa það til þjóðar- atkvæðagreiðslu eins og stjórnarskrá býður? Og hvernig er það: Sat hann ekki sáttur undir aðild okkar að Íraksstríðinu? Ríkisstjórn Geirs Haarde er sú sama og ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar og ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar. Gleymum því ekki í kjörklefanum. Höfundur er rithöfundur. Davíð Geir Ásgrímsson Haarde Hvaða máli skiptir að fjölga konum á Alþingi? Skiptir kyn ein- hverju máli eða eru það málefn- in sem ráða? Og hvað ræður því hvernig stjórnmálafólk skynjar kynjavíddina innan hinna ýmsu málaflokka? Í fræðilegu sam- hengi er gjarna sagt að kyn sé pól- itísk breyta. Mörgum finnst þetta skrýtin fullyrðing, en hún hefur nokkrar hliðar sem ég ætla að freista þess að skýra í þessum síð- asta pistli mínum. Ein merkingin er sú að ef kynja- hlutföll eru mjög skökk sé eitt- hvað að í stjórnmálakerfinu. Sú var tíðin að hópar voru útilokað- ir frá stjórnmálaþátttöku vegna líkamlegra eiginleika, svo sem húðlitar eða hvort þeir voru með eggjastokka eða blöðruhálskirt- il. Ef hlutdeild viðkomandi hópa í valdinu eykst ekki þegar form- legri útilokun hefur verið útrýmt, er um lýðræðishalla að ræða, það er eitthvað að gangverki kerfis- ins. Lengi vel var viðkvæðið að slíkir hópar þyrftu bara að taka sig á (sbr. að konur/svertingja etc. skorti menntun, metnað, reynslu eða hæfni). Í nútímahugmyndum um jafnrétti og lýðræði er hins vegar horft á kerfið sjálft en ekki meinta galla einstaklinganna. En hvað er höfðatölujafnrétti og hvernig tengist það hugmyndinni um kyn? Það þýðir einfaldlega sem jöfnust hlutföll kvenna og karla. Hér áður fyrr var þetta gjarna lagt að jöfnu við raunverulegt jafn- rétti. Í sögulegu samhengi eru áhrif kvenna í stjórnmálum sannar- lega óumdeild, bæði gildi þeirra sem fyrirmynda, ekki síst leiðtoga, en ekki síður áhrif þeirra á inntak stjórnmálanna. Það sannast best á því að það var ekki fyrr en með þátttöku kvenna sem velferðarmál komust á dagskrá stjórnmálanna. Það er hins vegar óljósara hverju þátttaka kvenna hefur breytt hin síðari ár, sérstaklega á Vesturlöndum. Um það sagði breski stjórnmálafræðiprófessor- inn Anne Phillips á ráðstefnu í HÍ í október 2005 að vegna ólíkra lífs- skilyrða og reynslu sé „smávægi- legur munur“ á kynjunum í stjórn- málastarfi: konur hafa tilhneig- ingu til að vera virkari en karlar í jafnréttispólitík, vera umhug- aðra um umönnun barna, aldr- aðra, sjúkra o.s.frv. Þessi blæ- brigðamunur hefur skapað mikil- vægt rými fyrir þverpólitíska kvennasamstöðu kringum tiltekin málefni, en slíkt eigum við mörg dæmi um í íslenskri stjórnmála- sögu. Á móti kemur að flokkslínur sundra konum iðulega. Norrænar fræðikonur eru á svipuðum slóðum og halda því fram að konur geti verið virk- ar og sýnilegar í stjórnmálum samtímans án þess að kyn þeirra skipti máli. Með því eiga þær við að flokkarnir og stjórnmálakerf- ið hafi þegar skilgreint hvernig nálgast eigi hlutina og á hvaða for- sendum eigi/megi ræða mál. Að- ferðir og nálgun eru í föstum far- vegi, sumt má ræða annað ekki: Hér heima er launamunur kynja svo viðurkennt vandamál að það er nánast gamaldags að nefna það ekki, meðan hið sama á t.d. ekki við um kynbundið ofbeldi, klám- væðingu eða mansal, hvað þá kynjavídd í málaflokkum eins og atvinnu- og byggðastefnu, um- hverfisstefnu, skatta- og velferð- armálum. Á sama hátt eru að- ferðir og úrræði í föstum farvegi flokkslínanna: Í sumum flokkum þykja markvissar aðgerðir óþarf- ar eða niðurlægjandi fyrir konur meðan aðrir flokkar skilja nauð- syn þess að grípa til aðgerða (enda er fólk væntanlega í stjórnmálum til þess!). Hverju breyta þá konur í stjórn- málum? Án þess að gera lítið úr gerendahæfni kvenna held- ur Phillips því fram að fjölgun kvenna í stjórnmálum hafi ekki breytt eins miklu og vonast var til, einkum á síðasta áratug hnattvæð- ingar og efnahagslegrar nýfrjáls- hyggju þar sem völd stjórnmála- manna hafa almennt farið minnk- andi. Hún fullyrðir með tilvísun í alþjóðlegar rannsóknir að stjórn- málakonur séu líklegri til að fylgja stefnu flokka sinna en kvenna- pólitískum málefnum og kröfum grasrótarinnar. Stjórnmálakon- ur hafi sama þjóðfélagslega bak- grunn og karlar og geti líka verið framapotarar; og að aukin ‚kynja- vitund‘ komi ekki SJÁLFKRAFA með auknum fjölda stjórnmála- kvenna. Þarna skipti hugmynda- fræði, samfélagssýn, mannskiln- ingur, stefnumál og áherslur flokkanna því meginmáli. Ef flokkshollusta stjórnmála- kvenna er ofar kvennasamstöðu þegar á reynir – og ef skilningur á mikilvægi kynjabreytunnar er ekki til staðar í flokkunum, er erf- itt fyrir stjórnmálakonur að taka slag um þau mál. Það getur þvert á móti verið betri ávísun á frama að rugga ekki þeim bát. Við þannig aðstæður skiptir kyn einstakra frambjóðenda líklega minna máli en hugmyndafræði flokksins. Ef hins vegar fara saman þeir þættir sem stuðlað hafa að raunverulegri hlutdeild og áhrifum beggja kynja, forysta sem skapar fordæmi, kynjavitund, hugmyndafræði kynjajafnréttis og vilji til aðgerða, er kominn jarðvegur fyrir að kyn kvenna skipti máli í reynd. Eitt- hvað til að hugsa um í kjörklefan- um á morgun. Höfðatölujafnrétti Sú kosningabarátta sem nú er senn á enda hefur að mestu verið hófsöm og málefnaleg. Ástæða er til að vekja athygli á tveimur ólíkum málum, sem lítið hefur farið fyrir í umræð-unni. Þau þarfnast eigi að síður umræðu og umhugsunar. Það fyrra er kosningakerfið. Nokkrir úr hópi langreyndra og virtra þingmanna, sem sjálfir hafa kosið að segja skilið við pólit- íska sviðið nú, hafa gagnrýnt það með skorinorðum hætti. Þetta eru Halldór Blöndal, ráðherra til margra ára og forseti Alþingis, Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, er einnig í hópi þessara gagnrýnenda. Ljóst má vera að mikil reynsla og þekking býr að baki þegar slík- ir forystumenn láta álit sitt í ljós um þessa hluti. Sjónarmið þeirra spanna einnig allt litróf stjórnmálanna. Þau eru því augljóslega ekki byggð á þröngum flokkslegum hagsmunum. Nýtt þing getur ekki skellt skollaeyrum við áliti og hollráðum þessa fólks. Kosningakerf- ið er hluti af lýðræðisskipaninni. Ígrundaða dóma um ágalla á því ber að taka alvarlega. Síðara málið er hugmynd um nýjan skatt. Í umræðu síðustu vikna hafa allir flokkar gefið til kynna að þeir hefðu ekki áform um hækkun skatta. Því síður hafa menn flaggað fána nýrra skatta. Á því varð þó breyting liðinn miðvikudag. Varaformaður Framsóknarflokksins rökstuddi þann dag hér í Fréttablaðinu að flokkur hans ætti mesta málefnasamleið með Samfylkingunni allra flokka. Í því samhengi minnti hann á áform beggja flokkanna, sem legið hafa í þagnargildi síðustu vikur, um að leggja sérstakt gjald á alla auðlindanýtingu til sjávar og sveita og enn fremur í orkubúskapnum. Af óljósum lýsingum má ráða að ætlunin sé ekki að lækka aðra skatta að sama skapi. Þvert á móti sýnast áformin vera þau að stofna millifærslusjóð sem sinna á nýjum viðfangsefnum. Hér er um að ræða mál sem getur haft gífurleg áhrif á afkomu heimilanna í landinu og rekstrarforsendur fyrirtækja. Í ljósi þess að skattar eru ekki vænlegir til útflutnings er auð- sætt að gjald á veiðirétt útgerðarfyrirtækja og trillukarla getur að- eins veikt rekstrargrundvöll þessarar atvinnustarfsemi. Fyrst og fremst mun það hafa neikvæð áhrif á landsbyggðinni. Sama yrði upp á teningnum varðandi gjald fyrir beitarrétt bænda sem vænt- anlega yrði að leggja á samkvæmt jafnræðisreglu. Í orkuiðnaðinum er auðveldara að koma slíkum skatti út í verð- lag. Að vísu verður það vandkvæðum háð varðandi raforkusölu til stóriðju með því að þeir samningar eru gerðir áratugi fram í tím- ann. Heimilin og innlend fyrirtæki á samkeppnismarkaði verða því væntanlega að bera þennan nýja skatt af fullum þunga ef af verður. Þessum nýja skatti er lýst sem einum af fimm hornsteinum í hugsanlegu málefnasamstarfi Framsóknarflokks og Samfylkingar. Að því virtu hefði mátt gera kröfu til miklu ítarlegri umræðu í kosn- ingabaráttunni. Þetta er grundvallarmál af þeirri stærðargráðu að það ber að skýra nákvæmlega fyrir kosningar. Hugsi menn þennan nýja skatt á einhvern annan veg en orðanna hljóðan gefur til kynna kallar það ekki síður á nákvæma útlistun. Nýr skattur og kosningakerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.