Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 30
Eik Bank Group, stærsti banki Færeyja, hagnaðist um 120,5 milljónir danskra króna, um 1.390 milljónir króna, eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn jókst um 241 pró- sent á milli ára og nam arðsemi eigin fjár 39,9 prósentum á árs- grundvelli. Þetta er besti fjórð- ungurinn í sögu bankans. Aukinn hagnaður skýrist eink- um af yfir 780 milljóna króna arð- greiðslu frá SPRON. Eik Bank er sem kunnugt stærsti stofnfjár- eigandinn í SPRON. Hreinar rekstrartekjur námu rúmum 2,3 milljörðum króna og tæplega tvöfölduðust á milli ára. Þar af voru hreinar vaxtatekjur um 980 milljónir og hækkuðu um þriðjung. Þá jókst kostnaður um fjórð- ung á milli ára og nam 712 millj- ónum. Heildareignir bankans stóðu í 136 milljörðum króna í lok mars. Bankinn stefnir að tvíhliða skráningu í Reykjavík og Kaup- mannahöfn á þessum ársfjórð- ungi vegna áforma um aukin umsvif í Danmörku. Áætlanir stjórnenda félagsins gera ráð fyrir 3,9 milljarða króna hagnaði í ár. Metafkoma Eik Fékk 780 milljóna króna arðgreiðslu frá SPRON. Óska eftir að kaupa lingapon enska námskeið sem samanstendur af fjórum jafnstórum kössum og kasettur. Námskeiðinu fylgja þrjár bækur. Upplýsingar í síma 865 7013. Landsbankinn gekk í gær frá útgáfu á 500 milljóna evra skulda- bréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 millj- örðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október árið 2005. Útgáfan er liður í endurfjármögn- un bankans á þessu ári. Vextir skuldabréfsins miðist við millibankavexti í evrum (EURI- BOR) með 26 punkta álagi. Aðalumsjón með útgáfunni höfðu Credit Suisse, RBS og SG CIB, með DZ Bank og Bayern LB sem aukaumsjónaraðila. Í tilkynningu frá Landsbankan- um kemur fram að hann hafi ekki gefið út skuldabréf á fjármála- mörkuðum síðan 2006 vegna sterkrar lausafjárstöðu bankans, sem meðal annars sé vegna stór- aukinna innlána. Bankinn stóð að tveimur skuldabréfaútgáfum í fyrra. Önnur var 600 milljóna evra sambankalán sem tekið var í júlí og hin 2,25 milljarða Bandaríkja- dala skuldabréfaútgáfa í ágúst en það var jafnframt stærsta sam- bankalán sem íslenskt fjármála- fyrirtæki hafði tekið. Báðar útgáf- urnar hlutu viðurkenningar erlendis. Fyrsta útgáfa Landsbank- ans í Evrópu síðan í fyrra Tímaritið Retail Week hefur valið Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs Group, þriðja áhrifamesta kaupsýslumanninn í breskri smá- söluverslun. Tímaritið kemur út í dag, en það hefur birt sambærileg- ar kannanir á hverju ári. Í fyrra var Jón Ásgeir í 21. sæti. Sömu menn verma fyrsta og annað sætið milli ára. Efstur er Terry Leahy, forstjóri Tesco, og í öðru sæti er Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer. Á eftir Jóni Ásgeiri koma svo fleiri stórkanón- ur bresks athafnalífs, í fjórða sæti er Justin King, forstjóri Sainsbury, í því fimmta Andy Bond, forstjóri Asda-stórverslanakeðjunnar og í því sjötta er Sir Philip Green, eig- andi Bhs og Arcadia. Í umfjöllun Retail Week eru Jóni Ásgeiri talin til tekna aukin umsvif Baugs á Bretlandsmarkaði með kaupum á verslanakeðjunni House of Fraser og tískukeðjunni All Saints. Kaupin á House of Fraser eru sögð hafa ýtt undir samruna Mosaic Fashions og Rubicon Retail þannig að úr hafi orðið ofursam- stæða í tískugeiranum. Þriðji valdamesti í breskri smásölu Vaxtaákvarðanir Englandsbanka og evrópska seðlabankans komu ekki á óvart í gær. Englandsbanki ákvað að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti og fóru vext- ir við það í 5,5 prósent. Evrópski seðlabankinn ákvað hins vegar að halda stýrivöxtunum óbreyttum í 3,75 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda sem þó höfðu þrýst á stjórn Englands- banka að hækka vextina meira en raunin varð. Greinendur voru nokkuð sam- stiga í spám sínum áður en ákvörð- un bankastjórnar Englandsbanka lá fyrir. Margir höfðu þó þrýst á bankann að hann hækkaði vextina hratt í ljósi þess að verðbólga mælist 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í rúman áratug. Svipað hljóð var í strokknum varðandi ákvörðun evrópska seðla- bankans um óbreytta stýrivexti. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Jean-Claude Trichet, banka- stjóra evrópska seðlabankans, að verðbólguþrýstingur sé í hagkerfi evrusvæðisins og verði bankinn að grípa til viðeigandi aðgerða til að viðhalda stöðugleikanum. Bloom- berg sagð, þegar vaxtaákvörðun bankanna lá fyrir í gær, að reikna mætti með því að evrópski seðla- bankinn hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta hækkun í næsta mán- uði til samræmis við hugsanlega hækkun í Englandi. Vaxtaákvarðanir komu ekki á óvart Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Grein- endur gerðu ráð fyrir þessu þrátt fyrir nokkra óvissu í ljósi samdrátt- ar á fasteignamarkaði og lítils hag- vaxtar vestanhafs, sem mældist 1,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Hann hefur ekki verið jafn lítill í fjögur ár. Nokkrar sveiflur hafa verið í efnahagsmálum vestanhafs síðustu vikurnar, ekki síst eftir að mikils samdráttar gætti á fasteignalána- markaði í mars sem leiddi af sér nokkra svartsýni á markaði. Áhrif- in virðast hins vegar ekki hafa skil- að sér inn í bandarískt efnahagslíf líkt og margir óttuðust. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í rökstuðn- ingi sínum fyrir ákvörðun bankans, að verðhækkanir væru mesta áhyggjuefnið og myndi seðlabank- inn fylgjast grannt með verðbólgu- þróun. Næsti fundur bankastjórnar seðlabankans er í júní. Óbreyttir vextir „Lífeyrissjóðirnir eru öflugir þátt- takendur á litlum innlendum fjár- magnsmarkaði og geta haft tölu- verð áhrif á markaðinn, bæði á verð og hegðun,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins. Í ræðu á aðalfundi Lands- samtaka Lífeyrissjóða í gær sagði Jónas það skoðun sína að lífeyris- sjóðirnir gegndu forystuhlutverki varðandi kröfur um góða stjórnar- hætti í fyrirtækjum sem þeir fjár- festa í. Hann segir sjóðina þannig eins konar samvisku íslensks fjár- málamarkaðar, enda væri rökrétt með tilliti til almannahagsmuna sem þeim væri ætlað að tryggja, að viðhorfin réðust af langtíma- hagsmunum frekar en skamm- tímagróða. Langtímahags- munir ráða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.