Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 77
Þessa dagana fáum við landsmenn (at- kvæðin, eins og við erum stund- um kölluð) vænan skammt af stjórnmála- umræðu. Að kvöldi 1. maí mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokk- anna sem bjóða fram til Alþing- is nú á vordögum á umræðufund í sjónvarpinu okkar (þ.e. oheff- inu), þar á meðal forsætisráð- herra. Allt var þar til umræðu og tókst þáttarstjórnanda eftir vonum að hafa hemil á málgleði atvinnumannanna, þótt fyrir hafi komið að öll töluðu í einu. Það er ekki ætlun mín að rekja hér um- ræðuna í heild, heldur að nefna aðeins lítið brot af henni sem snertir skattamál íslensku stór- gróðamannanna til samanburð- ar við þau sömu „fátæklingshel- vítanna“. (Fyrirgefið mér þær til- vitnanir í verk Halldórs Laxness sem ég gríp til). Steingrímur, formaður Vinstri- grænna, vildi láta hækka skatt- heimtuna af stórgróðamönnun- um úr 10% í 13%. Geir forsætis- ráðherra brást ókvæða við slíkri ósvinnu (ósvinna þýðir fáviska eða heimska) og rökstuddi lága skatta þeirra með því að þeir stór- ríku mundu þá bara hlaupa upp í þotuna sína og þjóta út í heim og ekki láta sjá sig hérna meira. Mér datt í hug, í því sambandi skrif- stofukona hérlend, komin á sjö- tugsaldur og er gift karli sem telst vera gamalmenni (kominn vel á áttræðisaldur), og hefur ekki tekjur nema lítinn lífeyris- sjóð og svo smáræði frá Trygg- ingastofnun. Óbreyttar skrif- stofustúlkur eru ekki hátekju- manneskjur, eins og allir vita, svo að hún tók að sér ræstingu í auka- vinnu og fékk fyrir laun sem auð- vitað voru gefin upp til skatts og greiddur af þeim tekjuskattur eins og lög mæla fyrir um. Allt gott um það að segja, nema hvað gamalmennum er skammtaður naumur lífeyrir frá Trygginga- stofnun. Hjónin vissu ekki annað en að öllum lögum væri fullnægt í þessu sambandi. En þau áttu eftir að komast að öðru. Þegar skattskýrsla þeirra hjóna barst réttri stofnun sáu menn að þarna var verið að hafa fé af ríkisstofnun. Trygginga- stofnun var gert viðvart og hún brást við hart, fletti bókum og sá að hér hafði verið framinn glæp- ur sem nauðsyn væri á að stöðva ekki síðar en strax. (Hvað hélt kerlingin eiginlega að hún væri – kannski einhver milli sem ætti bara að safna því sem næst skatt- frjálsum milljörðum? Nei, og al- deilis ekki, hún er nú bara ekki annað en ein af þessum óbreyttu mjólkurbeljum ríkissjóðs.) Þeim hjónum var snarlega skrifað bréf þar sem þeim var gerð grein fyrir að þau kæm- ust ekki upp með að plata Árna Matt og hafa fé af hans sjóðum. Nú skyldi réttlætinu fullnægt; nú hefðu þau hjón úr meiru að spila en hollt væri fyrir þau og þau skyldu borga meira í sameigin- lega sjóði. Það útskýrðist þannig að með skúringalaununum hefðu tekjur þeirra aukist að því marki að ljóst væri að þau hefðu úr of miklu að spila og skyldu nú end- urgreiða lúxushlutann af trygg- ingabótum þess gamla til baka. Honum höfðu áður verið ánafn- aðar kr. 40.118,00 á mánuði en frá því dregnar kr. 5.650 í skatt. Eftirstöðvar til útborgunar: kr 34.468,00. Alltof mikið, þegar við bættust hátekjur fyrir skúr- ingarnar. Þegar upp komst um svívirðilegt athæfi þessa gamla pakks var þeim bréflega gert að greiða til baka kr. 3.057,00 á mán- uði þar til sú upphæð sem þau hefðu vélað til sín með rangind- um væri að fullu endurgreidd. Litlu verður Vöggur feginn. Nú er niðurstöðutalan á lífeyris- plaggi þess gamla kr. 31.411,00. Flott líf sem þessi hjón geta veitt sér – eða hvað? Sé þessum 3.057,00 krónum bætt við skattinn af skúringalaun- unum (35,72%) verður útkoman sú að tekinn er 41,05% skattur af skúringalaununum. Snöggtum hærra hlutfall en hátekjumenn al- mennt borga og rúmlega fjórfalt hærra hlutfall en það sem marg- milljarða mánaðartekjumenn- irnir greiða til samfélagsins – en skrifstofu/skúringakonan á held- ur enga þotu og verður bara að sitja hér kyrr og borga það sem þeim Geir og Árna dettur í hug að heimta af henni. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Lítið gleður vesælan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.