Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 62
BLS. 10 | sirkus | 11. MAÍ 2007 Margir tvíburar í fjölskyldunni Stóra systir er bæði áhugasöm og hjálpleg,“ segir Ólöf Ingunn Björnsdóttir en hún og Vilhjálmur Magnússon eiga tvíburana Björn Ívar og Magnús Má. Þeir eru eins árs og stóra systir þeirra, Hafdís Rut, er að verða sex ára. Ólöf Ingunn segir að það hafi verið dálítíð sjokk í fyrstu að fá fréttir um að von væri á tvíburum en í raun hafi þetta ekki komið mikið á óvart þar sem mikið er um tvíbura í fjölskyldunni. „Mamma mín er tvíburi og pabbi Vilhjálms líka auk þess sem það eru fleiri tvíburar í föðurfjölskyldu minni svo þetta er úti um allt,“ segir hún brosandi og bætir við að Björn Ívar og Magnús Már séu afar ólíkir, enda séu þeir tvíeggja. „Þeir eru eins og svart og hvítt og margir segjast aldrei hafa séð svona ólíka tvíbura. Magnús Már er allur stærri og mikið matargat á meðan Björn ætlar að verða lítill og nettur. Þeir eru farnir að leika sér saman en stundum slett- ist upp á vinskapinn eins og gengur og gerist,“ segir hún og bætir við að það sé notaleg tilhugsun að vita til þess að þeir hafi hvor annan í framtíðinni. „Þetta er búið að ganga alveg rosalega vel en við höfðum búið okkur undir að fyrsta árið yrði erfitt. Ég bjóst reyndar við að þetta yrði erfiðara. Hafdís Rut er mjög ánægð með bræður sína og dugleg að hjálpa en henni finnst þetta erfitt líka enda hafði hún verið eina barnabarnið svo lengi.“ FÆÐING BARNS ER ALLTAF GLEÐILEG. FÆÐING TVÍBURA ER HELMINGI GLEÐILEGRI. SIRKUS RÆDDI VIÐ FJÓRAR TVÍBURA- MÖMMUR. YNDISLEGT AÐ EIGA TVÍBURA KRAFTAVERKABÖRN Hildur Kristín og Ásta María ásamt mömmu sinni. KEISARAR Heba Pétursdóttir á tvíburana Christian Blæ og Emilí Björt. Afanum hafði verið spáð tvíburum V ið vorum ekkert rosalega hissa þegar við fréttum að við ættum von á tvíburum þar sem það hafði verið búið að spá því fyrir pabba,“ segir Thelma Ögn Sveinsdóttir en hún og Andrés Birkir Sighvatsson eiga tvíburana Sindra Loga og Söndru Lísu sem eru tíu mánaða. Thelma Ögn segir ágætt að hafa fengið tvö börn í einu því þau Andrés séu engin unglömb. „Þetta hefði kannski verið sjokk fyrir tíu árum en þegar maður byrjar svona seint er fínt að fá tvö strax í byrjun,“ segir hún brosandi og bætir við að systkinin séu oftast góð saman. „Sandra Lísa er svolítið stríðin og hefur gaman af því að taka af Sindra Loga dótið. Hún er meiri púki en hann. Annars eru þau voðalega góð,“ segir Thelma sem er nýbyrjuð að vinna eftir fæðingarorlof. „Ég er að vinna á kvöldin og um helgar og þá er maðurinn minn með þau sem er mun auðveld- ara en að skilja þau eftir hjá barnapíu.“ Spurð hvort þau ætli að eignast fleiri börn segir hún framtíðina munu leiða það í ljós. „Ég er allavega ekki tilbúin strax og ætla að njóta þess að vera með þau lítil. Þau verða líka að fá sinn tíma, það er nógu erfitt að vera tvíburi og fá ekki þjónustu strax.“ Guðsgjöf og kraftaverkabörn Þ ær eru mjög ólíkar, bæði í karakter og útliti,“ segir Inga Vala Jónsdóttir í Súðavík en hún og Loftur Ingason eiga tvíburadæturnar Hildi Kristínu og Ástu Maríu. Stelpurnar fæddust eftir glasafrjóvgunarmeðferð en Inga Vala þurfti á gjafaeggi að halda sem systir hennar gaf henni. Systurnar komu undir í fyrstu tilraun og eru því sannkölluð kraftaverka- börn. „Þær eru þvílík guðsgjöf og ekkert annað en kraftaverkabörn,“ segir mamma þeirra stolt og bætir við að Ásta María sé skapmeiri á meðan Hildur Kristín sé meðfæri- legri. Systurnar eru nýorðnar eins árs og mamma þeirra segir áhuga þeirra á hvor annarri að vakna. „Þær eru farnar að leika sér saman en eiga það til að klípa hvor aðra. Ég held það sé voðalega gaman að vera tvíburi,“ segir Inga Vala brosandi og bætir við að síðasta ár hafi verið yndislegt. „Þetta er búið að vera erfitt með tilheyrandi andvökunóttum en maður lætur sig hafa það.“ Inga Vala er farin út á vinnumarkaðinn eftir barneignar- leyfið og stelpurnar eru komnar á leikskóla. „Maðurinn minn tók fæðingarorlof og var heima með þeim fyrst eftir að ég fór að vinna. Mér fannst rosalega erfitt að fara frá þeim en sá fljótlega að karlinn gat þetta líka. Maður þarf að treysta þessum karlmönnum. Nú eru þær hins vegar komnar á leikskóla og tilheyrandi flensur og veikindi tekin við.“ indiana@frettabladid.is Skemmtilega ólík tvíburasystkini Við fengum áfall þegar við vissum að þau væru tvö en þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Heba Pétursdóttir, 20 ára, sem ásamt kærastanum sínum, Atla Rafni Viðarssyni, á tvíburana Christian Blæ og Emilí Björt sem eru að verða tíu mánaða. Heba og Atli Rafn voru nýfarin til Danmerkur í skóla þegar í ljós kom að Heba var ófrísk. „Við komum heim áður en þau fæddust og ákváðum að fresta náminu,“ segir Heba og bætir við að Christian Blær og Emilí Björt hafi fæðst mánuði fyrir tímann. „Fæðingin gekk vel en þau voru tekin með keisara. Þau vaxa og dafna eins og um eitt barn sé að ræða,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þau séu farin að sýna hvort öðru mikla athygli. „Þau eru alltaf voðalega glöð að sjá hvort annað en eru líka farin að slíta og tæta dótið af hvort öðru.“ Heba segir systkinin afar ólík, bæði útlitslega og sem persónur. „Þau eru skemmti- lega ólík. Hún er mjög ákveðin ung dama og veit hvað hún vill en hann er ljúfur og góður,“ segir hún og bætir við að þau Atli Rafn komi líklega ekki með fleiri börn á næstunni. „Þetta varð fullkomið í þetta skiptið svo við þurfum ekkert að gera þetta aftur,“ segir hún hlæjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.