Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 85
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er með músík- ölsk gen enda er æskuheim- ili hans undirlagt af tónlist. Hann frumflytur verk eftir föður sinn á tónleikum í kvöld. TÍBRÁR-tónleikaröð ársins lýkur með hátíðartónleikum í Salnum í kvöld en sú hefð hefur skapast að ljúka tónleikaröðinni í Salnum á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Að þessu sinni er það píanóleik- arinn ungi, Víkingur Heiðar Ólafs- son, sem heldur lokatónleika starfs- ársins en á tónleikunum frumflyt- ur hann meðal annars píanósvítur eftir föður sinn, Ólaf Óskar Axels- son, tónskáld og arkitekt. Ólafur er menntaður í tónsmíð- um og hefur sinnt þeim jöfnum höndum undanfarin ár og hefur Víkingur flutt verk föður síns að minnsta kosti þrisvar sinnum áður. „Hann hefur eitthvað verið að sinna gamla manninum,“ segir Ól- afur og kímir, „en þetta er fyrsta verkið sem ég tileinka honum og er samið algjörlega með hann í huga.“ Hann útskýrir að vitan- lega sé aðeins öðruvísi að semja fyrir listamann sem sé svo nákom- inn. „Ég hef heyrt hann spila síðan hann var bara smágutti og maður hefur hann einhvern veginn ósjálf- rátt í huga við tónsmíðarnar, heyr- ir fyrir sér hvernig hann myndi spila verkið.“ Faðirinn er vitanlega afar stolt- ur af syninum sem þrátt fyrir ungan aldur hefur skapað sér sess sem einn færasti píanóleik- ari landsins. Víkingur stundar nú framhaldsnám við Juilliard-skól- ann í New York. „Það er gaman að fylgjast með honum og fá að vera með í þessu öllu saman,“ segir Ól- afur en þeir feðgar tilheyra afar tónelskri fjölskyldu. „Það má eig- inlega segja að enginn hafi slopp- ið, mamman er píanóleikari, eldri systir Víkings leikur á víólu og sú yngsta er að læra söng og sellóleik – húsið er undirlagt. En þetta hefur bara æxlast þannig án þess að við værum neitt að hvetja til þess.“ Á tónleikunum leikur Víkingur einnig verk eftir Bach og Chopin, auk hinnar stórbrotnu Appassion- ata-sónötu eftir Beethoven. Upp- selt er á tónleikana á föstudags- kvöldið en vegna mikillar eftir- spurnar verða þeir endurfluttir nk. mánudagskvöld, 14. maí, kl. 20 og er miðasala hafin. Píanósvíta fyrir soninn BALL ÁRSINS 12. MAÍ PLAYERS SIGGA & GRÉTAR Dansleikur og eurovisionuppákomur fram á rauða nótt . . . Miðaverð 1500 kr. FRIÐRIK ÓMAR SELMA EINAR ÁGÚST & TELMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.