Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 85
Víkingur Heiðar Ólafsson
píanóleikari er með músík-
ölsk gen enda er æskuheim-
ili hans undirlagt af tónlist.
Hann frumflytur verk eftir
föður sinn á tónleikum í
kvöld.
TÍBRÁR-tónleikaröð ársins lýkur
með hátíðartónleikum í Salnum í
kvöld en sú hefð hefur skapast að
ljúka tónleikaröðinni í Salnum á
afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Að þessu sinni er það píanóleik-
arinn ungi, Víkingur Heiðar Ólafs-
son, sem heldur lokatónleika starfs-
ársins en á tónleikunum frumflyt-
ur hann meðal annars píanósvítur
eftir föður sinn, Ólaf Óskar Axels-
son, tónskáld og arkitekt.
Ólafur er menntaður í tónsmíð-
um og hefur sinnt þeim jöfnum
höndum undanfarin ár og hefur
Víkingur flutt verk föður síns að
minnsta kosti þrisvar sinnum áður.
„Hann hefur eitthvað verið að
sinna gamla manninum,“ segir Ól-
afur og kímir, „en þetta er fyrsta
verkið sem ég tileinka honum og
er samið algjörlega með hann í
huga.“ Hann útskýrir að vitan-
lega sé aðeins öðruvísi að semja
fyrir listamann sem sé svo nákom-
inn. „Ég hef heyrt hann spila síðan
hann var bara smágutti og maður
hefur hann einhvern veginn ósjálf-
rátt í huga við tónsmíðarnar, heyr-
ir fyrir sér hvernig hann myndi
spila verkið.“
Faðirinn er vitanlega afar stolt-
ur af syninum sem þrátt fyrir
ungan aldur hefur skapað sér
sess sem einn færasti píanóleik-
ari landsins. Víkingur stundar nú
framhaldsnám við Juilliard-skól-
ann í New York. „Það er gaman að
fylgjast með honum og fá að vera
með í þessu öllu saman,“ segir Ól-
afur en þeir feðgar tilheyra afar
tónelskri fjölskyldu. „Það má eig-
inlega segja að enginn hafi slopp-
ið, mamman er píanóleikari, eldri
systir Víkings leikur á víólu og sú
yngsta er að læra söng og sellóleik
– húsið er undirlagt. En þetta hefur
bara æxlast þannig án þess að við
værum neitt að hvetja til þess.“
Á tónleikunum leikur Víkingur
einnig verk eftir Bach og Chopin,
auk hinnar stórbrotnu Appassion-
ata-sónötu eftir Beethoven. Upp-
selt er á tónleikana á föstudags-
kvöldið en vegna mikillar eftir-
spurnar verða þeir endurfluttir
nk. mánudagskvöld, 14. maí, kl. 20
og er miðasala hafin.
Píanósvíta fyrir soninn
BALL ÁRSINS 12. MAÍ
PLAYERS
SIGGA
& GRÉTAR
Dansleikur og
eurovisionuppákomur
fram á rauða nótt . . .
Miðaverð 1500 kr.
FRIÐRIK ÓMAR
SELMA
EINAR ÁGÚST
& TELMA