Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 96
Einn besti handknatt- leiksmaður heims, Nikola Kar- abatic, er gríðarlega eftirsóttur þessa dagana. Félag hans, Kiel, vill fram- lengja samning hans við félagið sem rennur út árið 2009. Það gæti reynst erfitt þar sem spænsku risarnir Ciudad Real og Barce- lona vilja bæði fá þessa stórkost- legu 23 ára skyttu í sínar raðir. Þau geta boðið honum hærri laun en Kiel og samkvæmt þýskum fjölmiðlum er Ciudad tilbúið með sex ára samning en Barcelona er klárt með samning sem er eins langur og Frakkinn vill. Slegist um Karabatic Íslendingar hafa ekki fagnað sigri í körfubolta karla á Smáþjóðaleikunum síðan 1993. Í ár fara leikarnir fram í Mónakó og mun karlaliðið nú freista þess að endurheimta gullið frá Kýpur- liðinu sem hefur verið helsti and- stæðingur liðsins á leikunum um árin. Sigurður Ingimundarson lands- liðsþjálfari hefur valið 20 manna æfingahóp en alls fara tólf leik- menn á leikana. Þó býst hann við því að nokkrir af sterkustu leik- mönnum liðsins muni forfallast. „Tímasetningin er ekki frá- bær fyrir okkur,“ sagði Sigurð- ur. „Margir okkar manna í Evrópu eru enn að spila með sínum liðum. Ég býst ekki við að Damon John- son geti verið með og jafnvel ekki Jón Arnór Stefánsson heldur. Ég á von á því að hann verði í úrslit- um ítölsku úrvalsdeildarinnar ein- mitt þá.“ Snæfellingarnir Hlynur Bær- ingsson og Sigurður Þorvaldsson verða þó ekki með að þessu sinni. „Hlynur er enn að jafna sig af hnémeiðslum sínum en Sigurður gaf ekki kost á sér vegna anna.“ Annars eru átta nýliðar í tut- tugu manna æfingahópi Sigurðar en æfingar hefjast nú um helgina. „Það er nú kominn tími á sigur á þessu móti enda ansi langt síðan við unnum þetta mót síðast. Yfirleitt höfum við lent í öðru sæti á eftir Kýpverjum sem eru með hörkulið sem er skemmtilegur andstæðingur.“ Sigurður er nú að fara á sína fyrstu Smáþjóðaleika sem þjálfari en hann var leikmað- ur í sigurliði Íslands árið 1991. Hann hefur þó farið með landslið kvenna á leikana. Í haust heldur áfram Evrópu- keppni B-þjóða en Sigurður segir að leikarnir í Mónakó hafi lítið að segja í undirbúningnum fyrir þá leiki. „Tímasetning leikana hent- ar ekki þannig að undirbúningur- inn verði marktækur. Þetta verð- ur allt skoðað upp á nýtt í haust og hópurinn mun líta einhvern veg- inn öðruvísi út, það er klárt.“ Hann hlakkar þó til Smáþjóða- leikanna. „Það verður gaman að koma til Mónakó og gaman fyrir íþróttamennina að koma saman og keppa í þessu móti.“ Smáþjóðaleikarnir hefjast í Mónakó fjórða júní næstkomandi. Sigurður Ingi- mundarson, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur sett stefnuna á gullið. Stefán Gíslason, leikmað- ur Lyn, segir í samtali við Dags- avisen í Noregi að hann vilji kom- ast að í sterkari deild í öðru landi í framtíðinni. Þess vegna hafi hann ekki framlengt samning sinn við Lyn. „Ég mun ákveða mig eftir tímabilið og þá kemur þetta allt í ljós,“ sagði hann. Henning Berg, þjálfari liðsins, sagðist skilja Stefán vel. „Ég vil að leikmenn mínir séu metnaðar- fullir og ef við getum fengið smá aur í kassann fyrir þá er það ekki verra.“ Vill komast í sterkari deild Freddy Shepherd, stjórn- arformaður Newcastle, sagði við fjölmiðla í gær að Michael Owen þurfi að vera félaginu trúr. Fregnir þess efnis að hann gæti farið frá félaginu í sumar fyrir 10 milljónir punda hafa birst í ensk- um fjölmiðlum undanfarið. „Michael á tvo kosti. Annað hvort kemur hann og segir stuðn- ingsmönnum liðsins að hann sé ánægður hér eða ég segi honum að ekkert fjögurra stórliðanna hafi áhuga á honum. Því það er tilfellið,“ sagði Shepherd. Owen hefur spilað 13 leiki síðan hann kom til Newcastle fyrir tveimur árum fyrir 17 milljónir punda. Owen þarf að vera okkur trúr Dave Whelan, eigandi Wigan, vill að stjórn ensku úr- valsdeildarinnar framreiði fleiri sönnunargögn þess efnis að Carlos Tevez hafi mátt spila með West Ham gegn Wigan í botnslag liðanna. West Ham vann, 3-0, og Tevez gegndi lykilhlutverki í leiknum. West Ham var sektað um 5,5 milljónir punda fyrir brot á félagaskiptareglum en mun hafa rift ólöglega samningnum við Tevez og samið við hann upp á nýtt. Whelan efast þó um það. „Samningnum þarf væntan- lega að segja upp af hálfu beggja aðila,“ sagði Whelan og bætti við að hann vildi sjá sannanir þess efnis að nýr samningur hafi legið fyrir áður en leikur liðanna var háður þann 28. apríl. Vilja sjá meiri sönnunargögn Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 – 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun bókanlegt frá 11. maí ferðatímabil 15. – 31. maí býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S / F LU 37 57 0 05 /0 7 1 kr. aðra leiðina + 489 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.