Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 58
hús&heimili Colombo sá fyrir sér að menn myndu búa í alrýmum í framtíðinni eins og hér sést þar sem eldhús, borðstofa og stofa eru saman í einum pakka. Æpandi litir eru áberandi í hönnun Colombo, samanber húsakynnin Visiona „habitat of the future“, sem hann gerði árið 1969. Á stuttum en glæstum ferli hann- aði Ítalinn Joe Colombo (1930- 1971) ýmsar nýjungar, sem gerðu hann um tíma að áhrifamesta vöruhönnuði á Ítalíu eða þar til hann lést um aldur fram úr hjarta- áfalli. Colombo byrjaði tiltölulega seint að hanna, eða í kringum þrí- tugt. Hann hafði upphaflega ætlað sér að að verða málari og mynd- höggvari, en hætti við þegar hann fékk tækifæri til að innrétta djassklúbb í Mílanó og innritaðist í hönnunarnám við skólann Milan Polytechnic undir lok sjötta ára- tugarins. Colombo var afkastamikill í þann rúma áratug sem hann starf- aði við hönnun og var upptekinn af því að hanna húsgögn framan af. Er fram liðu stundir fór hann að innrétta vistarverur í framtíðar- legum stíl. Colombo taldi hlutverk sitt sem hönnuðar að skapa framtíðar- legt umhverfi. Húsgögn hans eru ágætis vitnisburður um þá sann- færingu og mætti í því samhengi nefna Universale-stólinn frá árinu 1965, sem var eingöngu gerður úr plasti, og vakti lukku þegar hann var fjöldaframleiddur tveimur árum síðar. Hugmyndaflug Colombos virt- ust engin takmörk sett og fyrr en varði var hann farinn að hanna heilu húsakynnin, sem minntu á innvols geimskipa í vísindakvik- myndum frá sjötta og sjöunda ára- tugnum. Alrýmin Visiona „habitat of the future“ frá árinu 1969 og Rotoliving system frá árinu 1970 eru nærtæk dæmi um ímyndunar- afl Colombos. Hann hannaði þau með þarfir og þægindi framtíð- arfjölskyldunnar í huga, þar sem plasthúsgögn, svefnhylki og loðin teppi í æpandi litum voru fyrir- ferðarmikil. Colombo entist ekki aldur til að sjá þegar síðasta hönnunarverk- efni hans, Total Furnishing, var afhjúpað á sýningunni The New Domestic Landscape í MoMa í New York 1972. Hönnuðurinn lést á sjálfan afmælisdaginn sinn, 30. júlí, aðeins 41 árs gamall. roald@frettabladid.is Um heima og geima Ítalinn Joe Colombo gat sér góðan orðstír fyrir hönnun framtíðarlegra vistarvera. Colombo taldi hlutverk sitt vera að hanna fyrir framtíðina og eru sköpunar- verk hans undir augljósum áhrifum frá þeirri trú, samanber þetta eldhús. Rotoliving system dregur dám af innvolsi geimskips Barbarellu í samnefndri kvikmynd frá árinu 1968. Þessi framtíðarlegi svefnklefi er hluti af Rotoliving system, húsa- kynnum framtíðarfjölskyldunnar sem Colombo hannaði 1970. BAKKAR koma ávallt að góðum notum þegar gesti ber að garði. Ekki sakar að bakkarnir séu fallegir eins og þessi fagurlega skreytti egg- laga bakki frá Habitat. 3.900 krónur. hönnun NÝ NOT FYRIR NAGLALAKK Naglalakk hefur meira notagildi en margan gæti grunað. Fyrir utan augljósan tilgang er hægt að mála alla silfurlituðu lyklana á kippunni með ólíkum tegundum naglalakks. Þetta er nefnileg fín leið til að aðgreina lyklana og leggja síðan á minnið hvaða litur gengur að hvaða hurð. Svo er líka skemmtilegt að hafa lyklana í öllum regnbogans litum, rauðum, grænum, svörtum og fjólubláum. húsráð TANNBURSTADODDI geymir tannburstann þinn þegar hann er ekki í notk- un. Doddi er úr gúmmíi og því lítið mál að þrífa þessa skemmtilegu viðbót við bað- herbergið. Doddi er til í Fríðu frænku og kostar 800 krónur. Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar G S æ g r e i f a n s Humarsúpa r i l l ve is l a Fiskur á grillið Hin fullkomna humarsúpa samkvæmt New York Times 11. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.