Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 30
Eik Bank Group, stærsti banki
Færeyja, hagnaðist um 120,5
milljónir danskra króna, um 1.390
milljónir króna, eftir skatta á
fyrstu þremur mánuðum ársins.
Hagnaðurinn jókst um 241 pró-
sent á milli ára og nam arðsemi
eigin fjár 39,9 prósentum á árs-
grundvelli. Þetta er besti fjórð-
ungurinn í sögu bankans.
Aukinn hagnaður skýrist eink-
um af yfir 780 milljóna króna arð-
greiðslu frá SPRON. Eik Bank er
sem kunnugt stærsti stofnfjár-
eigandinn í SPRON.
Hreinar rekstrartekjur námu
rúmum 2,3 milljörðum króna og
tæplega tvöfölduðust á milli ára.
Þar af voru hreinar vaxtatekjur
um 980 milljónir og hækkuðu um
þriðjung.
Þá jókst kostnaður um fjórð-
ung á milli ára og nam 712 millj-
ónum.
Heildareignir bankans stóðu í
136 milljörðum króna í lok mars.
Bankinn stefnir að tvíhliða
skráningu í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn á þessum ársfjórð-
ungi vegna áforma um aukin
umsvif í Danmörku. Áætlanir
stjórnenda félagsins gera ráð
fyrir 3,9 milljarða króna hagnaði
í ár.
Metafkoma Eik
Fékk 780 milljóna króna arðgreiðslu frá SPRON.
Óska eftir að kaupa lingapon enska
námskeið sem samanstendur af fjórum
jafnstórum kössum og kasettur.
Námskeiðinu fylgja þrjár bækur.
Upplýsingar í síma 865 7013.
Landsbankinn gekk í gær frá
útgáfu á 500 milljóna evra skulda-
bréfi til fimm ára með breytilegum
vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 millj-
örðum króna og er fyrsta útgáfa
Landsbankans á skuldabréfum í
evrum síðan í október árið 2005.
Útgáfan er liður í endurfjármögn-
un bankans á þessu ári.
Vextir skuldabréfsins miðist við
millibankavexti í evrum (EURI-
BOR) með 26 punkta álagi.
Aðalumsjón með útgáfunni
höfðu Credit Suisse, RBS og SG
CIB, með DZ Bank og Bayern LB
sem aukaumsjónaraðila.
Í tilkynningu frá Landsbankan-
um kemur fram að hann hafi ekki
gefið út skuldabréf á fjármála-
mörkuðum síðan 2006 vegna
sterkrar lausafjárstöðu bankans,
sem meðal annars sé vegna stór-
aukinna innlána. Bankinn stóð að
tveimur skuldabréfaútgáfum í
fyrra. Önnur var 600 milljóna evra
sambankalán sem tekið var í júlí
og hin 2,25 milljarða Bandaríkja-
dala skuldabréfaútgáfa í ágúst en
það var jafnframt stærsta sam-
bankalán sem íslenskt fjármála-
fyrirtæki hafði tekið. Báðar útgáf-
urnar hlutu viðurkenningar
erlendis.
Fyrsta útgáfa Landsbank-
ans í Evrópu síðan í fyrra
Tímaritið Retail Week hefur valið
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra
Baugs Group, þriðja áhrifamesta
kaupsýslumanninn í breskri smá-
söluverslun. Tímaritið kemur út í
dag, en það hefur birt sambærileg-
ar kannanir á hverju ári. Í fyrra
var Jón Ásgeir í 21. sæti.
Sömu menn verma fyrsta og
annað sætið milli ára. Efstur er
Terry Leahy, forstjóri Tesco, og í
öðru sæti er Stuart Rose, forstjóri
Marks & Spencer. Á eftir Jóni
Ásgeiri koma svo fleiri stórkanón-
ur bresks athafnalífs, í fjórða sæti
er Justin King, forstjóri Sainsbury,
í því fimmta Andy Bond, forstjóri
Asda-stórverslanakeðjunnar og í
því sjötta er Sir Philip Green, eig-
andi Bhs og Arcadia.
Í umfjöllun Retail Week eru Jóni
Ásgeiri talin til tekna aukin umsvif
Baugs á Bretlandsmarkaði með
kaupum á verslanakeðjunni House
of Fraser og tískukeðjunni All
Saints. Kaupin á House of Fraser
eru sögð hafa ýtt undir samruna
Mosaic Fashions og Rubicon Retail
þannig að úr hafi orðið ofursam-
stæða í tískugeiranum.
Þriðji valdamesti í breskri smásölu
Vaxtaákvarðanir Englandsbanka
og evrópska seðlabankans komu
ekki á óvart í gær. Englandsbanki
ákvað að hækka stýrivexti um
fjórðung úr prósenti og fóru vext-
ir við það í 5,5 prósent. Evrópski
seðlabankinn ákvað hins vegar að
halda stýrivöxtunum óbreyttum í
3,75 prósentum. Þetta er í takt við
væntingar greinenda sem þó
höfðu þrýst á stjórn Englands-
banka að hækka vextina meira en
raunin varð.
Greinendur voru nokkuð sam-
stiga í spám sínum áður en ákvörð-
un bankastjórnar Englandsbanka
lá fyrir. Margir höfðu þó þrýst á
bankann að hann hækkaði vextina
hratt í ljósi þess að verðbólga
mælist 3,1 prósent og hefur ekki
verið meiri í rúman áratug.
Svipað hljóð var í strokknum
varðandi ákvörðun evrópska seðla-
bankans um óbreytta stýrivexti.
Fréttaveitan Bloomberg hefur
eftir Jean-Claude Trichet, banka-
stjóra evrópska seðlabankans, að
verðbólguþrýstingur sé í hagkerfi
evrusvæðisins og verði bankinn að
grípa til viðeigandi aðgerða til að
viðhalda stöðugleikanum. Bloom-
berg sagð, þegar vaxtaákvörðun
bankanna lá fyrir í gær, að reikna
mætti með því að evrópski seðla-
bankinn hækkaði stýrivexti sína
um 25 punkta hækkun í næsta mán-
uði til samræmis við hugsanlega
hækkun í Englandi.
Vaxtaákvarðanir
komu ekki á óvart
Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á
miðvikudag að halda stýrivöxtum
óbreyttum í 5,25 prósentum. Grein-
endur gerðu ráð fyrir þessu þrátt
fyrir nokkra óvissu í ljósi samdrátt-
ar á fasteignamarkaði og lítils hag-
vaxtar vestanhafs, sem mældist 1,3
prósent á fyrsta ársfjórðungi. Hann
hefur ekki verið jafn lítill í fjögur
ár.
Nokkrar sveiflur hafa verið í
efnahagsmálum vestanhafs síðustu
vikurnar, ekki síst eftir að mikils
samdráttar gætti á fasteignalána-
markaði í mars sem leiddi af sér
nokkra svartsýni á markaði. Áhrif-
in virðast hins vegar ekki hafa skil-
að sér inn í bandarískt efnahagslíf
líkt og margir óttuðust.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, sagði í rökstuðn-
ingi sínum fyrir ákvörðun bankans,
að verðhækkanir væru mesta
áhyggjuefnið og myndi seðlabank-
inn fylgjast grannt með verðbólgu-
þróun.
Næsti fundur bankastjórnar
seðlabankans er í júní.
Óbreyttir vextir
„Lífeyrissjóðirnir eru öflugir þátt-
takendur á litlum innlendum fjár-
magnsmarkaði og geta haft tölu-
verð áhrif á markaðinn, bæði á
verð og hegðun,“ segir Jónas Fr.
Jónsson, forstjóri Fjármálaeftir-
litsins. Í ræðu á aðalfundi Lands-
samtaka Lífeyrissjóða í gær sagði
Jónas það skoðun sína að lífeyris-
sjóðirnir gegndu forystuhlutverki
varðandi kröfur um góða stjórnar-
hætti í fyrirtækjum sem þeir fjár-
festa í. Hann segir sjóðina þannig
eins konar samvisku íslensks fjár-
málamarkaðar, enda væri rökrétt
með tilliti til almannahagsmuna
sem þeim væri ætlað að tryggja,
að viðhorfin réðust af langtíma-
hagsmunum frekar en skamm-
tímagróða.
Langtímahags-
munir ráða