Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is E inn af mörgum borgarstjórum Reykjavíkur stóð svell- kaldur á hverfafundi: Vitið þið hvað það eru mörg bíla- stæði á Reykjavíkursvæðinu? Fundurinn þagði þrjósku- lega enda nýbúið að nöldra talsvert um skort á bílastæðum í hverfinu. Borgarstjórinn gaf sér dramatíska kúnstpásu: Það eru ein miljón bílastæði í Reykjavík – vitið þið hvað það kost- ar sveitarfélögin?“ Það var fyrir hendingu frekar en slysni að Reykjavík varð amerísk bílaborg og úthverfin – nágrannabyggðir fyrirgefið – öpuðu það eftir. Í Bandaríkjunum eru menn að vakna við vondan draum: samanlögð stæði þar í landi leggja undir sig ríkið Connecticut. Bílarnir eitra borgirnar, sjúga krafta úr atvinnulífi og opinberri þjónustu. Akbrautir og bílar heimta meira og meira til sín af plássi og orku. Í borgum Evrópu eru menn teknir að loka hverfum fyrir umferð eða selja inn aðgang. Í Reykjavík treður bíllinn sér inn í garðana. Borgin gefur tvö stæði við götu svo húseigandi geti keyrt inn í garðinn sinn. Húseigendum er gert að borga fyrir bílastæði, at- vinnurekstur þarf flennistæði við hús sín. Bílastæðin kosta og á endanum borgar almenningur brúsann. Vestanhafs hafa róttækir frjálshyggjumenn bent á að afnema beri ókeypis bílastæði – alveg. Það dragi úr óþarfa umferð: þar eru 87 prósent umferðar á einkabílum og erindisleysur þrífast vegna ókeypis stæða. Þar verða menn að finna ráð til að draga úr umferð sem kostar samfélagið gríðarlegar fjárhæðir: ókeypis bílastæði vestra kosta jafn mikið og heilsugæsla og landvarnir ár hvert. Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur snerist í umferðarmálum á einni nóttu: um leið og ábyrgðin skall á þeim fattaði liðið að bílaborgin Reykjavík er í vanda. Þegar borgarbúar við tilteknar götur geta krafið sveitarfélag um skaðabætur vegna loftmengunar er ástandið orðið alvarlegt. Raunar er að finna tals- verða forsjárhyggju í umferðarkerfinu þegar: þegar einstefna er sett á hluta Vesturgötu að kröfu íbúa er umferðinni beitt annað. Einstefnukerfið er stýritilraun – forsjárhyggja hét það einu sinni. Gjaldtaka á öllum stæðum er réttindamál þeirra skattborgara sem ekki fara um á bíl. Það er sjálfsagt að gefa fyrirtækjum sjálfsvald um hvort þau heimta stöðugjöld við hús sín. Víða er það endurgreitt við kaup á vörum eða þjónustu. Hvers vegna skyldu fyrirtæki leggja í mikinn og óendurkræfan kostnað svo starfs- menn þeirra geti geymt bíl sinn daglangt á lóðum þeirra? Eru það ekki fríðindi sem meta verður til tekna? Rými í borginni er gæði – rými til að anda að sér hreinu lofti, geta hleypt yngstu borgurunum út án þess að þeir búi við stöðuga lífshættu af ofsaakstri bílstjóra. Stæði við heimili eru sums staðar seld, annars staðar keypt í upphafi hússins. Það er ein lausn á vax- andi umferðarvanda í Reykjavík og víðar að hugsa stæðaleigu upp á nýtt og í samræmi við annað verð á plássi. Það gæti dregið úr umferð sem verður að gera, dregið í látlitlum fasteignum fyrir bíla sem verður að linna. Og hvað á þá borgin að gera við öll bílastæðahúsin sín – hvers vegna á sveitarfélag að reka bílageymslur? Þau má selja til einka- aðila. Þessi gæði eiga menn að greiða fyrir eftir efnum og ástæðum, erindi og erindisleysum. Finnum stæði Í þingsetningarræðu sinni lét for- seti Íslands þess getið að nú væru þeir allir horfnir af vettvangi sem hefðu verið með honum á þingi. Ég kleip mig í handlegginn til að kanna hvort ég væri ekki þar sem ég var. Eða væri ekki ég. Mundi sem sagt ekki betur en að við Ólafur Ragnar hefðum verið sam- ferða á þingi fyrir margt löngu. En ég fyrirgaf honum gleymsk- una enda vorilmur í lofti, heit golan og sólin skein í heiði. Það var bjart yfir þessu öllu og enda þótt þingmennirnir kynnu ekki að ganga í takt og gleymdu að rísa úr sætum þegar forsetinn gekk úr þingsal, þá var samskonar spenna og eftirvænting í öllum sem þarna vorum mættir og mér líka. Jafnvel þótt ég hafi upplif- að þetta allt saman mörgum sinn- um áður. Auk þess var ég pínu- lítið stoltur að vera kominn á þing aftur, þrjátiu og sex árum eftir ég settist þar fyrst. Löngu fyrir daga forsetans, svo ég stríði honum obbulítið. Raunar eru þau orðin fjörutíu og sex árin, síðan ég gerðist heimavanur í þinghús- inu. Veturinn 1961-62 var ég þing- fréttaritari Vísis og fékk sem slíkur að sitja þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn átti blaðið. Þarna sátu þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson og enn voru á þingi, kappar eins og Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson. Og nú er ég kominn aftur og sat innan um unga og glæsilega nýliðana sem skrif- uðu undir eiðstafinn. Sumir þeirra voru ekki einu sinni fæddir þegar ég var sjálfur í þeirra sporum. Og svo heilsaði ég upp á mann og annan, allir voru kátir og kurteisir og manstu gamla daga og svo voru borðað- ar pönnukökur á eftir og þetta var eins og að koma aftur heim í heiðardalinn. Nema nú eru komnir farsímar og tölvur og sjónvarpið er ekki lengur svart/ hvítt og ég er fulltrúi fyrir annan flokk og vegurinn að heiman er ekki lengur vegurinn heim. Stundum er talað niður til al- þingis og kannski eru þingmenn- irnir sjálfum sér verstir í orð- bragði og málæði og svo birtast myndir úr þingsal, þar sem varla sést nokkur maður og almenn- ingur spyr: af hverju er þetta fólk ekki í vinnunni? Það gleym- ist að láta þess getið að starfið fer ekki alltaf fram í þingsalnum sjálfum eða fyrir opnum tjöldum. Öðru nær. Þingmenn sitja nefnda- fundi, lesa sig til, mæta hjá hags- munasamtökum, skrifa ræður eða greinar, hitta kjósendur og þurfa heldur ekki alltaf að vera sýni- legir eða önnum kafnir. Það þarf líka að hugsa. Og vera einn með sjálfum sér. Mynda sér skoðun, hafa hugmyndir, sinna verkefn- um, safna hugrekki og þekkingu til að taka afstöðu. Magnús frá Mel sagði mér einu sinni að hann fengi sér alltaf blund um miðjan dag. Þannig fékk hann hvíldina til að láta að sér kveða. Ég hef enn ekki haft vit á því að fara að hans ráðum! Það er líka gaman að líta yfir hópinn á þingi og sjá hvað þar er margt af efnilegu fólki. Í öllum flokkum. Metnaðarfullum, vel menntuðum og vel gerðum ein- staklingum. Það er töggur í þessu unga fólki. Það á framtíðina fyrir sér. Ég er ekki að mæla með því að það sitji of lengi, en meðan það er glampi í augum þeirra og fjaðurmagn í göngulaginu, þá er engu að kvíða. Það spjarar sig og verður sjálfum sér og þjóð- inni til sóma. Ég er satt að segja undrandi hissa hversu margt fólk nennir ennþá að gegna svona starfi. Vera sífellt í sviðsljósinu og undir mælikeri gagnrýninn- ar. Eiga á hættu að missa jobbið eftir fjögur ár. Af hverju ekki að setjast í öruggan stól embættis- mannsins eða þjónustufulltrú- ans og geta farið heim klukkan fimm? Er það svo eftirsóknarvert að vera sífellt að hafa vit fyrir öðrum, sitja leiðinlega fundi, vera skotspónn háðs og skamma? Vera almenningseign? Og svo gerist það einn daginn að þú hættir og hverfur af sviðinu og situr uppi með það að tuttugu eða þrjátíu árum seinna man sjálfur forsetinn ekki einu sinni eftir því að þú hafir verið þarna. Ekki einu sinni þótt þú komir aftur! Í nýju kompaníi Og nú er ég kominn aftur og sat innan um unga og glæsi- lega nýliðana sem skrifuðu undir eiðstafinn. Sumir þeirra voru ekki einu sinni fæddir þegar ég var sjálfur í þeirra sporum. Innritun í framhaldsskólana stendur yfir til 11. júní næst komandi. Stóra spurningin til unga fólksins er þessi: „Í hvaða framhaldsskóla ætlar þú?“ Því fer fjarri að allir umsækjendur á höfuðborgarsvæðinu hafi slíkt val. Þeir framhaldsskólar á höfuðborgar- svæðinu, sem bjóða eingöngu upp á bóknámsbrautir til stúdentsprófs (hér kallaðir „bóknámsskólar“), fá umsókn- ir frá mun fleiri nemendum en þeir hafa pláss fyrir. Þessir skólar hafa farið þá leið að taka inn nemendur eftir einkunnum. Til að eiga möguleika á inngöngu, þurfa umsækjendur að hafa háar ein- kunnir (heyrst hefur 7,5 til 8,0 í samræmdum prófum). Umsækjandi með einkunnir undir 7,0, á litla sem enga möguleika á því að komast í bók- námsskólana. Ef hann sækir eingöngu um þessa skóla, þvælist umsóknin um kerfið og endar á borði menntamálaráðuneytisins sem finnur nem- andanum skóla þvert á óskir hans. Framhaldsskólar sem bjóða upp á bæði bók- námsbrautir til stúdentsprófs og starfsnáms- brautir, taka við fjölbreyttum hópi nemenda. Allflestir þeirra eru með lægri ein- kunnir en 7,0. Í þessum hópi eru nem- endur með námserfiðleika af ýmsum toga, svo sem dyslexíu, athyglisbrest og ofvirkni. Prófkvíðnir einstakling- ar sem ekki gátu komið þekkingu sinni til skila í samræmdum prófum. Nemendur af erlendum uppruna. Nemendur með langvinna sjúkdóma. Nemendur sem þurfa að vinna fyrir sér með námi. Börn foreldra sem ekki eru í stakk búnir til þess að aðstoða þau með heimanám þegar komið er á framhaldsskólastig. Og svo má lengi telja. Myndarlegt og hæfileikaríkt ungt fólk sem vill ná árangri í lífinu. Að stéttskipta nemendahópnum stangast á við það grundvallarmarkmið skóla, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil hvetja verðandi framhaldsskólanema og forráða- menn þeirra að kynna sér vel mismunandi kröfur skóla og möguleika á skólavist. Upplýsingar á menntagatt.is, um inntökuskilyrði á námsbrautir, segja ekki nema tæplega hálfan sannleikann. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi hjá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Innritun í framhaldsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.